Hugur - 01.01.2007, Qupperneq 139
137
Ótti á tímum öryggis
Áhættma mfélagi ð
Með fyrrnefndri fyrstu bók sinni Ahœttusamfélagið skaust Ulrich Beck upp á
stjörnuhimin félagsvísindanna. Fyrstu fimm árin seldust yfir 60.000 eintök af
bókinni sem þykir mikið fyrir fræðilegt félagsfræðirit og minna þessar viðtökur
helst á það þegar Jurgen Habermas skaust fram á sjónarsviðið aldarfjórðungi fyrr.
Ahrif bókarinnar, þar sem umhverfisáhættur eru í miðdepli, létu ekki á sér standa
í umhverfismeðvituðu Vestur-Þýskalandi níunda áratugarins. Beck hlaut marg-
háttaða viðurkenningu, bókin hafði áhrif á stjórnmál og hann var fenginn í ráð-
gjafanefnd um framtíðarmál sambandslandanna Bayern og Sachsen árið 1995. Að
því loknu starfaði hann í auknum mæli sem stjórnmálaráðgjafi og varð ráðgjafi
Gerhardts Schröder 1999. Hann hlaut prófessorsstöðu við London School of
Economics 1997 þar sem andlega náskyldur félagsfræðingur og ráðgjafi Tonys
Blair, Anthony Giddens, var rektor. En þremur árum áður sendu þeir í samein-
ingu frá sér bókina Reflexive Modernization ásamt Lash Scott.
Beinum nú sjónum okkar að riti Becks um Ahættusamfélagið:
I þróunarferli sínu viðhalda stéttasamfélög tengslum sínum við hug-
sjónina um jöfnuð (í ýmsum myndum, allt frá „jöfnum tækifærum" til
mismunandi gerða sósíalískra samfélagslíkana). Það er ekki tilfellið í
áhættusamfélaginu. Hin normatífa gagnáætlun þess, sem er bæði grund-
völlur þess og drifkraftur, miðar að öryggi. Af gildakerfi „óréttláts" sam-
félags taka við gildakerfi „óöruggs" samfélags.17
Af þessari tilvitnun má ráða að gagngerar breytingar hafi orðið á vestrænum
samfélögum: stéttasamfélög hafa breyst í áhættusamfélög. Líkt og Deleuze, Negri
og Hardt telur Beck þessar breytingar vera það róttækar að tala megi um sögulega
nýja samfélagsgerð: í tilfelli þeirra fyrrnefndu eftirnútímann og stýringarsamfé-
lagið, í tilfelli Becks áhættusamfélagið. Þeir eru einnig sammála um tímasetningu
þessara breytinga18 og að einhverju leyti um það í hverju þær felast en að litlu leyti
um ástæður þeirra. Þá greinir hins vegar á í grundvallaratriðum hvað varðar
hugtakanotkun, afstöðu til nútímans svo og afstöðu til mögulegra leiða út úr
ástandi samtímans. Sem yfirlýstur fylgjandi upplýsingarinnar telur Beck nútím-
anum (þrátt fyrir áhættusamfélagið) ekki vera lokið, að við séum stödd í síðnútíma
(þ. Spátmoderne), sem hann kallar einnig hinn íhugula nútíma (þ. Reflexive Mod-
erne).19 Eins og Habermas álítur hann verkefni nútímans ólokið, þ.e. að maðurinn
komist til sjálfs sín í gegnum skynsemina og lýðræðið. Þessi afstaða á hvorki
mikið skylt við gagnrýna afstöðu hinna fyrrnefndu til skynsemishyggju upp-
lýsingar og nútíma, við marxískt byltingarkenndar hugmyndir Negris og Hardts
l7 Ulrich Beck, Risk Society: Towards a new modernity, London 1992, s. 49.
„I Vestur-Þýskalandi stóðum við frammi fyrir upphafi þessara umskipta eigi síðar en í byrjun áttunda ára-
tugarins" (sama rit, s. 20).
l9 Þessi hugtök er ekki hægt að leggja að jöfnu við eitt frægasta hugtak Becks „Zweite Moderne" sem er ekki að
finna í Áhœttusamfélaginu, heldur mótar Beck það seinna. „Zweite Moderne" lýsir að einhverju leyti ókomnu
og æskilegu samfélagi og er því gildishlaðnara og markmiðsbundnara (teleólógískara) en hin hugtökin tvö.