Hugur - 01.01.2007, Page 140

Hugur - 01.01.2007, Page 140
138 Hjörleifur Finnsson varðandi pólitískar lausnir, né við anarkíska neitun Deleuze og Foucaults á því að bera fram allsherjarlausnir. Eins og fram kom í umfjölluninni um lífvaldið koma hugtakarammi og grund- vallarinnsýn þessarar greinar frá Foucault, Deleuze, Negri og Flardt, og því má velta því fyrir sér hvernig höfundur eins og Beck, jafn ólíkur og hann er þeim fyrrnefndu, passar inn í þá mynd. Svarið felst í því að skoða hvaða þættir greiningar Becks styðja ofangreindar kenningar um lífvaldið og eftirnútímann. I því skyni er rétt að rýna í kenningu Becks um áhættusamfélagið og skýrist þá um leið hvað ber á milli. Ahættuhugtakið (þ. Risiko, ít. risco) má rekja aftur til 15. aldar á meðal kaup- manna í norður-ítölsku borgríkjunum. Það tengdist strax í upphafi trygginga- viðskiptum varðandi verslunarsighngar, þar sem fjölbreyttar hættur steðjuðu að og óvissa ríkti því með árangur langra verslunarsiglinga eins og til að mynda í kryddversluninni. Frá upphafi greinir áhættuhugtakið sig frá hættuhugtakinu þar sem áhættur, ólíkt hættum, eru reiknaðar út en það má rekja til nándar þeirra við tryggingaviðskipti. Olíkt hættum eða ógnum er hægt að taka áhættu. Það byggir á rökvísu ferh ákvarðanatöku sem metur hættur, líkurnar á þeim og hvort mögu- legur ágóði réttlæti áhættuna. Eins og þekkt er meta til að mynda tryggingafyrir- tæki áhættu út frá tölfræði og meðaltölum og ákvarða m.a. af þeim forsendum verð trygginga. Hættur verða að áhættu eftir að þær hafa á einhvern hátt farið í gegnum ferli íhugunar. Ahætta er því ávallt bundin ákveðinni rökvísi. Áhættu- hugtakið breiddist fljótt út á flest svið viðskipta og er þar alltumlykjandi í formi áhættustjórnunar.20 Frá og með eftirstríðsárunum og fram á áttunda áratuginn tekur áhættan breytingum að mati Becks. I kjölfar vaxandi iðnframleiðslu, framleiðslunýjunga í efnaiðnaði, kjarnorkuframleiðslu, gena- og líftækniiðnaðar verða til áhættur sem ógna umhverfi mannsins á hnattræna vísu. Ólíkt mengun 19. aldar verksmiðjunn- ar, sem var að mestu leyti tímabundin, er mengunin sem verður til úr yfirfram- leiðslu 20. aldar ótímabundin (hefur áhrif á ókomnar kynslóðir, sbr. kjarnorkuna) og hnattræn (fjarlæg lönd sem eiga enga sök á menguninni verða fyrir mengun- aráhrifum, sbr.Tsjernobyl). Þessar ógnir eru ekki skilgreindar sem áhættur fyrr en þær eru íhugaðar, en sú meðvitund verður sterk í hinum vestræna heimi á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar. Þessar nýju áhættur greina sig ennfremur frá þeim gömlu í tveimur mikilvægum atriðum: I fyrsta lagi eru ógnirnar sem liggja þeim að baki manngerðar og í öðru lagi sprengja þær mælikvarða útreikninganna. Hvað varðar fyrrnefnda atriðið, þá voru ógnir fyrrum náttúrulegar og/eða utanaðkom- andi. I gegnum íhugun áhættumatsins urðu þær að áhættum eins og sjá má af tryggingaviðskiptum varðandi kryddsiglingar (óveður, sjóræningjar o.s.frv.). Hin nýja gerð áhættu er hinsvegar bein afleiðing af iðnframleiðslu mannsins, og því manngerð og sjálfsprottin. Samfélagið sem framleiddi ógnina er jafnframt sam- félagið sem þarf mögulega að þola afleiðingar hennar. Þessar nýju áhættur eru svo 20 Dæmi um þetta er svokölluð svótgreining sem hefur farið eins og eldur í sinu um íslenskt viðskiptalíf. Hún snýst um að greina styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri fyrirtækja, m.a. til þess að geta mætt ógnum sem eru orðnar að áhættuþáttum í greiningarferlinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.