Hugur - 01.01.2007, Síða 140
138
Hjörleifur Finnsson
varðandi pólitískar lausnir, né við anarkíska neitun Deleuze og Foucaults á því að
bera fram allsherjarlausnir.
Eins og fram kom í umfjölluninni um lífvaldið koma hugtakarammi og grund-
vallarinnsýn þessarar greinar frá Foucault, Deleuze, Negri og Flardt, og því má
velta því fyrir sér hvernig höfundur eins og Beck, jafn ólíkur og hann er þeim
fyrrnefndu, passar inn í þá mynd. Svarið felst í því að skoða hvaða þættir greiningar
Becks styðja ofangreindar kenningar um lífvaldið og eftirnútímann. I því skyni er
rétt að rýna í kenningu Becks um áhættusamfélagið og skýrist þá um leið hvað
ber á milli.
Ahættuhugtakið (þ. Risiko, ít. risco) má rekja aftur til 15. aldar á meðal kaup-
manna í norður-ítölsku borgríkjunum. Það tengdist strax í upphafi trygginga-
viðskiptum varðandi verslunarsighngar, þar sem fjölbreyttar hættur steðjuðu að
og óvissa ríkti því með árangur langra verslunarsiglinga eins og til að mynda í
kryddversluninni. Frá upphafi greinir áhættuhugtakið sig frá hættuhugtakinu þar
sem áhættur, ólíkt hættum, eru reiknaðar út en það má rekja til nándar þeirra við
tryggingaviðskipti. Olíkt hættum eða ógnum er hægt að taka áhættu. Það byggir
á rökvísu ferh ákvarðanatöku sem metur hættur, líkurnar á þeim og hvort mögu-
legur ágóði réttlæti áhættuna. Eins og þekkt er meta til að mynda tryggingafyrir-
tæki áhættu út frá tölfræði og meðaltölum og ákvarða m.a. af þeim forsendum
verð trygginga. Hættur verða að áhættu eftir að þær hafa á einhvern hátt farið í
gegnum ferli íhugunar. Ahætta er því ávallt bundin ákveðinni rökvísi. Áhættu-
hugtakið breiddist fljótt út á flest svið viðskipta og er þar alltumlykjandi í formi
áhættustjórnunar.20
Frá og með eftirstríðsárunum og fram á áttunda áratuginn tekur áhættan
breytingum að mati Becks. I kjölfar vaxandi iðnframleiðslu, framleiðslunýjunga í
efnaiðnaði, kjarnorkuframleiðslu, gena- og líftækniiðnaðar verða til áhættur sem
ógna umhverfi mannsins á hnattræna vísu. Ólíkt mengun 19. aldar verksmiðjunn-
ar, sem var að mestu leyti tímabundin, er mengunin sem verður til úr yfirfram-
leiðslu 20. aldar ótímabundin (hefur áhrif á ókomnar kynslóðir, sbr. kjarnorkuna)
og hnattræn (fjarlæg lönd sem eiga enga sök á menguninni verða fyrir mengun-
aráhrifum, sbr.Tsjernobyl). Þessar ógnir eru ekki skilgreindar sem áhættur fyrr en
þær eru íhugaðar, en sú meðvitund verður sterk í hinum vestræna heimi á sjöunda
og áttunda áratug 20. aldar. Þessar nýju áhættur greina sig ennfremur frá þeim
gömlu í tveimur mikilvægum atriðum: I fyrsta lagi eru ógnirnar sem liggja þeim
að baki manngerðar og í öðru lagi sprengja þær mælikvarða útreikninganna. Hvað
varðar fyrrnefnda atriðið, þá voru ógnir fyrrum náttúrulegar og/eða utanaðkom-
andi. I gegnum íhugun áhættumatsins urðu þær að áhættum eins og sjá má af
tryggingaviðskiptum varðandi kryddsiglingar (óveður, sjóræningjar o.s.frv.). Hin
nýja gerð áhættu er hinsvegar bein afleiðing af iðnframleiðslu mannsins, og því
manngerð og sjálfsprottin. Samfélagið sem framleiddi ógnina er jafnframt sam-
félagið sem þarf mögulega að þola afleiðingar hennar. Þessar nýju áhættur eru svo
20 Dæmi um þetta er svokölluð svótgreining sem hefur farið eins og eldur í sinu um íslenskt viðskiptalíf. Hún
snýst um að greina styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri fyrirtækja, m.a. til þess að geta mætt ógnum sem
eru orðnar að áhættuþáttum í greiningarferlinu.