Hugur - 01.01.2007, Side 146
144
Hjörleifur Finnsson
svo og beitingar rökvísi áhættumatsins. Slíkar sjálfshjálparbækur eru einungis eitt
dæmi um hvernig hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar flytur rökvísi rekstrar og
markaða yfir á sjálfsverur og stuðlar þannig að einstaklingsvæðingu þeirra og
samfélagsins.
Olíkt því sem orðræða nýfrjálshyggjunnar lætur í veðri vaka,38 standa ekki allir
jafnir frammi fyrir sífelldri yfirvegun og vali á lífshlaupi sínu, eins og Beck minnir
okkur á:
að velja félagsleg tengsl sín og viðhalda þeim er ekki hæfileiki sem allir
búa yfir frá náttúrunnar hendi. Eins og félagsfræðingar sem rannsaka
stéttir vita er þetta lærður hæfileiki sem er háður se'rstökum fe'lagslegum bak-
grunniogfölskylduaðstæðum.YFrveggið stjórnun á eigin lífi,það að skipu-
leggja eigið lífshlaup og félagsleg tengsl veldur nýju ójafnrétti sem kemur
til afpví að menn eru mishœfir til að mæta óöryggi ogyfirvega?9
I ljósi þessa má ætla að frammi fyrir fyrrnefndum samfélagsbreytingum séu ein-
staklingar í misgóðri aðstöðu til að færa sér breytingarnar í nyt. Greining Becks á
þessu misrétti í Ahættusamfélaginu er skref í rétta átt en kenning hans er í heildina
séð of alhæfandi. Það sem væri í raun góð lýsing á stöðu einstaklinga af millistétt
er yfirfært á alla einstaklinga áhættusamfélagsins og kenning Becks festist þannig
í hughyggju sem gerir ráð fyrir að sama lögmálið gildi fyrir alla einstaklinga í
áhættusamfélögum.40 Bæta má úr þessum annmörkum, sem Beck er að einhverju
leyti meðvitaður um, með því að grípa niður í verkfærakistu starfsbróður hans
Pierres Bourdieu sem ólíkt Beck telur engin tækifæri felast í einstaklingsvæð-
ingunni. Bourdieu greindi samfélagsdýnamík með auðmagnskenningu sinni. I
einfölduðu máli má segja með Bourdieu að tilhneigingin sé sú að þeir sem búa
yfir meira samanlögðu auðmagni (félagslegu, efnahagslegu, menningarlegu og
táknrænu)41 eigi auðveldara með að takast á við breytingarnar sem áhættusam-
félagið hefúr í for með sér, hagnast á þeim og auka þar með auðmagn sitt. Óh'kt
því sem orðræða nýfrjálshyggjunnar heldur fram er ekki um ræða núllpunkt
„jafnra" tækifæra heldur er hin nýja skipan framhald á stigveldi fyrri skipanar.
Hún hefur tilhneigingu til að hygla þeim sem þegar voru betur settir og gerir
þannig samfélagstigann enn brattari. Við þetta bætist að þeir sem neðst eru settir
í samfélaginu og búa ekki yfir lágmarksauðmagni geta ekki tekið þátt í leiknum.
Forsenda þátttöku í yfirvegandi áhættustjórnun er að hafa raunverulega valkosti
38 Um leið og nýfrjálshyggjan afneitar hinu félagslega og smættar velgengni eða eymd einstaklinganna niður í
einstök h'fshlaup og rökvísi áhættustjórnunar þeirra gefiir hún til kynna að allir standi jafnir gagnvart tæki-
færunum. Sjá Hjörleifur Finnsson, ,Áf nýju lífValdi", Hugur (2003), s. 183-184. Einnig Thomas Lemke, „Regi-
erung der Risiken", Gouvernementalitát der Gegenwartf ritstj. Bröckling, Lemke og Krassmann, Frankfurt
2000, s. 227-264, hér s. 257-260.
39 Ulrich Beck, Risk Society, s. 98.
40 Beck virðist mér að þessu lcyti nokkuð tvístígandi: Stundum virðist hann gera sér grein fyrir því að skynsemis-
hyggja einstaklingsvæðingarinnar eigi ekki við um allt samfélagið, en oftar en ekki alhæfir hann einfaldlega
um samfélagið í heild sinni.
41 Sjá Pierre Bourdieu, Almenningsálitið er ekki til og umfjöllun mína um auðmagnskenningu Bourdieus í
„Óbærileg stöðnun: Um sköpun og mismun", Af Ijóðum, ritstj. Eiríkur Örn Norðdahl, Reykjavík 2005, s.
6í-73.