Hugur - 01.01.2007, Page 153

Hugur - 01.01.2007, Page 153
Otti á tímum öryggis 151 aldrei lítur dagsins ljós, framleiðir vöntunin þörfina íyrir heilsu þannig að hún verður sterkari en hún var fyrir neyslu vörunnar.57 Þörfin hverfur því ekki við neyslu vörunnar, eins og gerðist gjarnan í nútímanum, heldur styrkist hún. Þetta tryggir stöðuga eftirspurn þar sem það eina sem takmarkar neysluna er kaupgeta viðkomandi einstaklinga.58 Olíkt heilsuneyslu er öryggisneysla ekki ný af nálinni í eftirnútímanum, til að mynda keyptu fjölmargar bandarískar fjölskyldur heima-kjarnorkubyrgi (vitan- lega alveg gagnslaus) sem viðbrögð við kjarnorkuangistinni á eftirstríðsárunum. Oryggisvörurnar í eftirnútímanum miðla hins vegar vöntun á sama hátt og heilsuvörur, sem einnig eru öryggisvörur frá sjónarhorni áhættustjórnunar.59 Þar kemur til að grundvallarstaða staklingsins er staða sjálfs-áhættustjórnunar sem yfirvegar stöðugt áhættur og viðbrögð við þeim. Lífshlaup staklingsins hverfist um áhættustjórnun sem gerir hfið sjálft að áhættuþætti.60 Val á öryggisvöru fyrir staklinginn hefur tilhneigingu til að vera bundið þessu ferli yfirvegunar og því bundið nánd óöryggisins. Varan sjálf breytir ekki þessari grundvallarstöðu stakl- ingsins heldur staðfestir hana og ýkir. Öryggisvörur ráðast sjaldnast að rót óör- yggisins heldur snyrta þær útlit ógnarinnar.61 Öryggisvörur eru oft á tíðum áskriftarvörur þar sem varan er ekki keypt í eitt skipti og svo aftur seinna, heldur er neyslan gagnvirk, stöðug og endalaus, samanber vírusvarnir fyrir tölvur og inn- brotsvamarkerfi sem eru sítengd öryggismiðstöð.62 Þörf staklingsins fyrir öryggi er aldrei fullnægt með neyslu öryggisvara, heldur tekur hann þvert á móti þátt í orðræðu óöryggisins og rökvísi hennar í gegnum neysluna sem elur um leið á óöryggi hans. 57 Hér gefiim við okkur að um sé að ræða heilsuvörur sem raunverulega leysa heilsufarsvandamál tímabundið án þess að valda beint öðrum heilsufarsvandamálum. Enda þótt þær kunni að leysa ákveðið heilsufarsvandamál er alþekkt að stór hluti heilsuvara valda öðrum og verri heilsufarsvandamálum eða skjóta vandamálinu á frest þar til það brýst út síðar á enn verri hátt. Dæmi um þetta eru megrunarkúrar af flestum ef ekki öllum gerðum, sem virka á meðan á þeim stendur en valda að lokum þyngdaraukningu. Hversu fjartengd heilsuneysla er raun- verulegri heilsu sýnir sig í faraldri átraskana á undanförnum árum. Atraskanir eru a.m.k að hluta til félagslegur sjúkdómur sem skilgreinist af ótta: „Átröskun er samspil líkamlegra, sálrænna og félagslegra þátta sem hafa innbyrðis áhrif hver á annan. Lystarstol (anorexia nervosa) og lotugræðgi {bulimia nervosa) eru sjúkdómar sem einkennast af sjúklegum ótta við að þyngjast og hræðslu við að missa stjórn á mataræðiM (sjá klínískar leiðbeiningar landlæknisembættisins: f.h. vinnuhóps um átraskanir: Anna Björg Aradóttir, www.landlæknir. is). Félagslegi þátturinn felst annarsvegar í orðræðu hins fullkomna h'kama og hinsvegar í aukinni samkeppni staldinganna um besta h'kamann miðað við „frummynd" fegurðarinnar og heilsunnar eins og hún birtist í fyrrnefndri orðræðu. 58 Roger Cooter færir rök fyrir því að aukning heilsuneyslu í breska heilbrigðiskerfinu hafi sérstaklega beinst að mihistéttum með peninga aflögu. Sjá Roger Cooter, „The Ethical BodyM, s. 464. 59 Sjá Hjörleifur Finnsson, JVf nýju h'fvaldi", Hugur (2003), s. 182-188. 6° Sjá Jóhann Ágúst Sigurðsson, „Viðbrögð við óhamingju". Sjá einnig Thomas Lemke, „Regierung der Ris- ikenM. 61 Ulrich Beck, Risk Society, s. 57: „Ómissandi þáttur þessa [sjálfhverfa efnahagskerfis] er ,að hfa með‘ einkennum og ummerkjum áhætta. Þegar þær eru höndlaðar á þennan veg verða áhætturnar að vaxa, varast verður að uppræta þær. Allt verður að eiga sér stað innan áhættufegrunar sem girðir af og smættar áhættueinkenni, og setur upp síur um leið og haldið er í uppsprettu mengunarinnar. Því er ekki um forvarnariðnað að ræða heldur táknrænan iðnað og stefnu sem koma á í veg fyrir áhættuaukningu." Sjá t.d. á heimasíðu Securitas (www.securitas.is) upplýsingar um „heimavörn" sem þeir bjóða: „Securitas lætur fólki í té öryggiskerfi án nokkurs stofnkostnaðar en ákveðið mánaðargjald er greitt fyrir þjónustuna." Fyrirtækið selur einnig öryggi sem hfsstíl: „Þeir sem velja sér Heimavörn Securitas hafa vahð sér ákveðinn lífsstíl."
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.