Hugur - 01.01.2007, Qupperneq 153
Otti á tímum öryggis
151
aldrei lítur dagsins ljós, framleiðir vöntunin þörfina íyrir heilsu þannig að hún
verður sterkari en hún var fyrir neyslu vörunnar.57 Þörfin hverfur því ekki við
neyslu vörunnar, eins og gerðist gjarnan í nútímanum, heldur styrkist hún. Þetta
tryggir stöðuga eftirspurn þar sem það eina sem takmarkar neysluna er kaupgeta
viðkomandi einstaklinga.58
Olíkt heilsuneyslu er öryggisneysla ekki ný af nálinni í eftirnútímanum, til að
mynda keyptu fjölmargar bandarískar fjölskyldur heima-kjarnorkubyrgi (vitan-
lega alveg gagnslaus) sem viðbrögð við kjarnorkuangistinni á eftirstríðsárunum.
Oryggisvörurnar í eftirnútímanum miðla hins vegar vöntun á sama hátt og
heilsuvörur, sem einnig eru öryggisvörur frá sjónarhorni áhættustjórnunar.59 Þar
kemur til að grundvallarstaða staklingsins er staða sjálfs-áhættustjórnunar sem
yfirvegar stöðugt áhættur og viðbrögð við þeim. Lífshlaup staklingsins hverfist
um áhættustjórnun sem gerir hfið sjálft að áhættuþætti.60 Val á öryggisvöru fyrir
staklinginn hefur tilhneigingu til að vera bundið þessu ferli yfirvegunar og því
bundið nánd óöryggisins. Varan sjálf breytir ekki þessari grundvallarstöðu stakl-
ingsins heldur staðfestir hana og ýkir. Öryggisvörur ráðast sjaldnast að rót óör-
yggisins heldur snyrta þær útlit ógnarinnar.61 Öryggisvörur eru oft á tíðum
áskriftarvörur þar sem varan er ekki keypt í eitt skipti og svo aftur seinna, heldur
er neyslan gagnvirk, stöðug og endalaus, samanber vírusvarnir fyrir tölvur og inn-
brotsvamarkerfi sem eru sítengd öryggismiðstöð.62
Þörf staklingsins fyrir öryggi er aldrei fullnægt með neyslu öryggisvara, heldur
tekur hann þvert á móti þátt í orðræðu óöryggisins og rökvísi hennar í gegnum
neysluna sem elur um leið á óöryggi hans.
57 Hér gefiim við okkur að um sé að ræða heilsuvörur sem raunverulega leysa heilsufarsvandamál tímabundið án
þess að valda beint öðrum heilsufarsvandamálum. Enda þótt þær kunni að leysa ákveðið heilsufarsvandamál
er alþekkt að stór hluti heilsuvara valda öðrum og verri heilsufarsvandamálum eða skjóta vandamálinu á frest
þar til það brýst út síðar á enn verri hátt. Dæmi um þetta eru megrunarkúrar af flestum ef ekki öllum gerðum,
sem virka á meðan á þeim stendur en valda að lokum þyngdaraukningu. Hversu fjartengd heilsuneysla er raun-
verulegri heilsu sýnir sig í faraldri átraskana á undanförnum árum. Atraskanir eru a.m.k að hluta til félagslegur
sjúkdómur sem skilgreinist af ótta: „Átröskun er samspil líkamlegra, sálrænna og félagslegra þátta sem hafa
innbyrðis áhrif hver á annan. Lystarstol (anorexia nervosa) og lotugræðgi {bulimia nervosa) eru sjúkdómar
sem einkennast af sjúklegum ótta við að þyngjast og hræðslu við að missa stjórn á mataræðiM (sjá klínískar
leiðbeiningar landlæknisembættisins: f.h. vinnuhóps um átraskanir: Anna Björg Aradóttir, www.landlæknir.
is). Félagslegi þátturinn felst annarsvegar í orðræðu hins fullkomna h'kama og hinsvegar í aukinni samkeppni
staldinganna um besta h'kamann miðað við „frummynd" fegurðarinnar og heilsunnar eins og hún birtist í
fyrrnefndri orðræðu.
58 Roger Cooter færir rök fyrir því að aukning heilsuneyslu í breska heilbrigðiskerfinu hafi sérstaklega beinst að
mihistéttum með peninga aflögu. Sjá Roger Cooter, „The Ethical BodyM, s. 464.
59 Sjá Hjörleifur Finnsson, JVf nýju h'fvaldi", Hugur (2003), s. 182-188.
6° Sjá Jóhann Ágúst Sigurðsson, „Viðbrögð við óhamingju". Sjá einnig Thomas Lemke, „Regierung der Ris-
ikenM.
61 Ulrich Beck, Risk Society, s. 57: „Ómissandi þáttur þessa [sjálfhverfa efnahagskerfis] er ,að hfa með‘ einkennum
og ummerkjum áhætta. Þegar þær eru höndlaðar á þennan veg verða áhætturnar að vaxa, varast verður að
uppræta þær. Allt verður að eiga sér stað innan áhættufegrunar sem girðir af og smættar áhættueinkenni, og
setur upp síur um leið og haldið er í uppsprettu mengunarinnar. Því er ekki um forvarnariðnað að ræða heldur
táknrænan iðnað og stefnu sem koma á í veg fyrir áhættuaukningu."
Sjá t.d. á heimasíðu Securitas (www.securitas.is) upplýsingar um „heimavörn" sem þeir bjóða: „Securitas lætur
fólki í té öryggiskerfi án nokkurs stofnkostnaðar en ákveðið mánaðargjald er greitt fyrir þjónustuna." Fyrirtækið
selur einnig öryggi sem hfsstíl: „Þeir sem velja sér Heimavörn Securitas hafa vahð sér ákveðinn lífsstíl."