Hugur - 01.01.2007, Qupperneq 158
156
Davíð Kristinsson
En megin-„tímamerking“ unzeitgemáss er að sá sé ótímabær sem er á
skjön við samtíma sinn, sem passar ekki í samtímann, er upp á kant við
tíðarandann. Samtíminn passar hinum ótímabæra illa vegna þess að
hann er einfaldur og sannur í heimi sem er flókinn og margfaldur. I þess-
um skilningi má til dæmis líta á Henry David Thoreau, Henrik Ibsen
(og dr. Stokkmann) og Stephan G. Stephansson sem ótímabæra menn,
og jafn ótímabæra í dag og þeir voru á sinni tíð. I þessum skilningi má
hka líta á helstu spurningar bókarinnar sem ótímabærar. Þær fafla illa að
tíðarandanum, hljóma ankannalega í eyrum samtímamanna (FA 12-13).3
I túlkun Róberts dregur Nietzsche í efa „að ótímabærar hugleiðingar verði ein-
hvern tíma tímabærar" (FA 12). Hið ótímabæra er með öðrum orðum handan
tímans og því megi í anda Nietzsches (1844-1900) telja Thoreau (1817-1862) og
Stephan G. (1853-1927) jafn ótímabæra á 21. öld og þeir voru á 19. öld. Það er eng-
inn hægðarleikur að yfirfæra fjölþætta merkingu hugtaksins ótímabær hjá Nietz-
sche yfir á þessa ólíku hugsuði en eftir að hugtakið hefur farið í gegnum sigti
Róberts stendur kjarninn eftir: Hinn ótímabæri maður Róberts er einfaldur og
sannur í heimi sem er flókinn og margfaldur. Róbert, sem lítur á sig sem ótíma-
bæran heimspeking í skilningi Nietzsches, stærir sig af því að spurningar sínar séu
ótímabærar, falli illa að tíðarandanum og telur að fáheyrð viðfangsefni sín kunni
að hljóma ankannalega í eyrum samtímamanna, t.d. afturhvarf til náttúrunnar,
stórmennskuhugsjón, einfaldur hlutlægur sannleikur og endanleg orðræða. „Sjald-
gæft er að þannig sé spurt í samtímanum“ (FA 189), ritar Róbert um eina af hin-
um meintu ótímabæru spurningum sínum. Staðfestingu á því að hugleiðingar
hans séu ótímabærar finnur Róbert í því sem samtíminn „hvíslar" (FA13) að hon-
um. Þrátt fyrir þessa fremur óljósu alhæfingu um einradda tón samtímans má í
neðanmálsgrein finna áþreifanlegt dæmi um viðbrögð Jóns Olafssonar (tímabærs
heimspekings?). Hann álítur stórmennskuhugsjónina sem Róbert og Kristján
Kristjánsson (annar ótímabær heimspekingur?) sýna áhuga vera einhvers konar
tímaskekkju.4
Naumast verður sagt að Róbert sé ótímabær í þeim skilningi að hann sæki fyrst
og fremst í brunn fornaldar heldur fremur að því leyti sem hann sækir í brunn 19.
aldar það sem hann hífir upp í dagsljós þeirrar 21. Þegar í fyrsta heilsteypta greina-
safni sínu, Tveggja manna tali (2001, hér eftir TMT), bendir Róbert á að greinar
hans „byggjast gjarnan á lestri góðra rita, einkum frá þeirri merku öld nítjándu
öldinni." (TMT 11) En hver var hún þ essi „merka“ 19. öld? I huga Nietzsches var
hann uppi á „öld lýðræðisins", þetta voru „tímar múgsins", „tímar almennings-
álitsins", hins „almenna kosningaréttar" sem jafngildir „yfirráðum hinna óæðri
3 Róbert spyr svipaðrar spurningar í eidri umfjöllun um Stephan G. Stephansson: „Er speki hans ekki of einfbld
í þeim flókna upplýsinga- og tölvuheimi sem við byggjum?" („Um ólánsleiðir að hamingjunni", Heilbrigðismál
^1997* s- 28-32, hér s. 32).
4 Róbert vekur auk þess athygli á því að Svavar Hrafn Svavarsson fornfræðingur (ótímabær heimspekingur?)
hafi þegar í skýringargrein við Siðfrœði Níkomakkosar eftir Aristóteles vakið athygli á því að hugsjónin stingi í
stúfvið viðteknar skoðanir okkar tíma (FA 234).