Hugur - 01.01.2007, Qupperneq 160
158
Davtð Kristinsson
um. [...] Boðorðið um að hjálpa fátækum er orðið að klisju sem menn éta upp
hver eftir öðrum án þess að hugleiða hvað í því felst.“ (FA 33)11 Þannig er ljóst að
hraðaumræða hinna ótímabæru takmarkast ekki við lestrarhraða heldur snýr hún
jafnframt að samfélagsþáttum á borð við afstöðuna til náungans. Hjá Emerson
birtist hugmyndin um fátæka tímaþjófinn sem spenna á milli „einstaklings sem
vill rækta sitt eigið, og veraldarinnar sem kallar hann strax til verka“ (FA 79).
Hann óttist að það „að leitast við að strá um sig góðverkum [...] geti komið í veg
fyrir að einstaklingurinn vinni það verk sem hann er kallaður til, sem hæfir því
besta í honum sjálfum." (FA 80) Emerson sé ekki einn um þetta; einnig „Mill
hafi [...] áhyggjur af því hve lítinn tíma menn gefa sér til að finna og rækta sitt
eigið einstaklingseðli" (FA 238). Hinir ótímabæru heimspekingar 19. aldar synda
á móti straumi samtíma síns og hvetja einstaklinginn til að vera tímaleysingi
gagnvart öðrum, til að tíma ekki, vera nískur þegar hinn fátæki kallar, og láta ekki
góðgerðarhjörðina frekar en aðrar þyrpingar svelgja sig. Þess í stað ber einstakl-
ingnum „að gefa sér tíma til að finna sitt í skarkala heimsins og láta sem vind um
eyrun þjóta þótt heimurinn kalli [...] siðleysingja þá sem ekki hjálpi náungan-
um.“ (FA 83)
Róbert beinir í þriðja lagi sjónum að því að „nútímamenn kunni lítt að meta
[...] fyrirlitningu á fjöldanum" (FA 71) en „umræddir hugsuðir 19. aldar endur-
vekja fyrirlitningu á fjöldanum og hjörðinni. Þetta er alþekkt úr skrifum Nietz-
sches en er ekki síður fyrirferðarmikið í skrifum Emersons um konformisma og
skort á sjálfstrausti, eða í Walden eftir Thoreau. Og víða má sjá hið sama hjá Mill,
ekki síst í þriðja kafla Fre/sisins.“ (FA 73) Róbert greinir sig með eftirfarandi
gagnrýni frá öðrum (mögulega) ótímabærum heimspekingi sem í lok 20. aldar
leitaðist við að endurvekja stórmennskuhugsjón Aristótelesar: „Kristjáni [Kristj-
ánssyni] virðist nefnilega ekki einungis hafa mistekist að endurvekja mikillæti í
skilningi Aristótelesar heldur virðist hann leitast við að ,endurvekja‘ manngerð
sem ætla mætti að hefði óbeit á leti og seinagangi hins mikilláta og byði við fyrir-
litningu hans á fjöldanum." (FA 70) Róbert gagnrýnir að Kristján skuli, ólíkt
hinum ótímabæru hugsuðum 19. aldar, fjarlægja hið ótímabæra úr stórmennsku-
hugsjón Aristótelesar, laga hana um of að kröfum hins taugaveiklaða samtíma
sem einkennist af „ofríki meirihlutans" (TMT 19). Kristján, sem vilji koma stór-
ii Bera mætti þá gagnrýni á fátækrahjálp sem Róbert sækir til Emersons ogThoreaus saman við ádeilu Adornos
á sama fyrirbæri. I doktorsritgerð sinni {Ihe Problem ofMitleidandtheMorality ofMitleid. A Reading ofNietz-
sche on Morality, Pittsburgh, 1997) tekur Róbert undir gagnrýni Nietzsches á samúðarhugtakið. Adorno telur
sömuleiðis „gagnrýni Nietzsches á samúðarsiðferði [...] að hluta til réttmæt[a]. I hugtaki samúðar felst að
hinu neikvæða ástandi er viðhaldið þegjandi og hljóðalaust [...]. Það er ekki hreyft við því að ástandi sem
kallar á meðaumkun þurfi að breyta" („Vandkvæði siðfræðinnar", Hugur 15/2003 [1963], s. 25). Á öðrum stað
skrifar Adorno (ásamt Horkheimer): „Hinar sjálfhverfu afmyndanir samúðarinnar, sem við finnum m.a. í
drambsemi mannvdnarins og siðferðilegri sjálfsvitund félagsráðgjafans, eru innlimuð viðurkenning mismun-
arins milli ríkra og fátækra" (Dialektik der Aufklárung, Frankfurt am Main: Fischer, 1980 [1947], s. 93). Hjá
Emerson og Thoreau er einnig víða að finna gagnrýni á þann „sem auglýsir sjálfan sig sem óeigingjarnan
mannvin en reynist vera eigingjörn smásál" (FA 34). I fljótu bragði sýnist mér munurinn á Adorno og Róberti
vera að sá fyrrnefndi álítur fátækrahjálp vera vandkvæðum bundna að því leyti sem styrktaraðilinn er fyrst og
fremst að friða eigin samvisku en horfir framhjá hjá því að vandamálið hverfiir ekki nema samfélagsástandinu
sé breytt. Frá sjónarhóli Róberts, sem hefiir lida trú á ytri breytingum á samfélagsgerðinni, virðist mér vandinn
hins vegar vera sá að inngrip styrktaraðilans sé gagnrýnivert þar eð raunsönn upplyfting kemur innan frá og
utanaðkomandi aðstoð er því ekki til bóta. Bætt staða einstaklings sé einskis virði svo lengi sem hann hefur
ekki af sjálfsdáðum breytt lífi sínu og gerst raunsannur einstaklingur.