Hugur - 01.01.2007, Síða 163
Milli Guðs ogjjöldans
161
sem þjáist‘“ og „farið er að láta sífellt meira að sér kveða í pólitísku og félagslegu
tilliti." I Ragnarökum (§48) segir Nietzsche jafnréttishugmynd frönsku byltingar-
innar „,nútímahugmyndina‘ par excellence'. Við „lýðræðissinna og byltingarhugs-
uði“ bætir Nietzsche anarkistunum (á dýramáli „stjórnleysingjahundunum"16) og
þeim „bræðralagsbullurum sem kalla sig sósíalista og vilja ,frjálst samfélag1 [...]
og ganga jafnvel svo langt að afneita hugtökunum ,húsbóndi‘ og ,þræll“‘. Nietz-
sche túlkar samfélagshugsjón sósíalista þannig að þeir vilji ,,umbreyting[u]
mannsins í dýr“17 og svipað á við um „frjálshyggju: eða hjarðdýravœðingu á okkar
tungumáli".18 Því ætti að vera ljóst að skammaryrðið dýr vísar hér ekki til þess að
maðurinn sé homo sapiens heldur til pólitískra andstæðinga Nietzsches og hug-
mynda þeirra um mannfélagið.
Róbert gefur okkur þá vísbendingu að athyglisvert sé að lesa tilvitnun hans í
Handan góðs og ills (§202) „í samhengi við umræðu í formála bókarinnar [Frjálsra
anda\ (um orðið ótímabœr) og umræðu í þriðju hugleiðingu um Þjóðníðing Ibs-
ens.“ (FA 225) Nietzsche er með öðrum orðum að segja ótímabæran sannleika
sem kann að „hljóma ankannalega í eyrum samtímamanna" (FA13). I útleggingu
Róberts vinnur Nietzsche, líkt og aðrir ótímabærir hugsuðir 19. aldar, fyrst og
fremst að frelsun einstaklingsins. Róbert virðist því ekki kannast við það að and-
stæða hjarðarinnar hjá Nietzsche er ekki aðeins hinn frjálsi einstaklingur heldur
tengist hún einnig þeirri aristókratísku hugmynd að menn séu ekki jafnir fyrir
Guði, líkt og hin kristilega hjarðdýratrú og hjarðdýrasiðferði lýðræðisins kveða á
um, heldur ójafnir í virðingarstiga samfélagsins. Æðri menn verðskulda sérrétt-
indi hins framúrskarandi og eiga inni fyrir fyrirlitningu sinni á hjarðmenninu.
Róbert gerist ekki aðeins málsvari Nietzsches, sem sakaður er um fyrirlitningu
á hjörðinni, heldur tekur einnig að sér að verja alþýðufyrirlitningu hins örvænt-
ingarfulla dr. Stokkmanns í Þjóðníðingi Ibsens. I kafla sem ber undirtitilinn „Um
dýrin og mennina" (FA 105-116) reynir Róbert að sýna fram á að þótt hinn von-
svikni „Stokkmann virðist boða úrvalshyggju (elítisma) og tala niður til alþýð-
unnar“ (FA105-106) sé raunin önnur.19 Stokkmann þvertekur fyrir það „að alþýð-
an, hópurinn, múgurinn [...] - að meðalmennið, hinir fákænu og hálfköruðu í
samfélaginu eigi sama rétt á að fordæma og viðurkenna, ráða og stjórna og ein-
staklingar með andlegan höfðingsbrag“.20 Úrvalshyggjan skín einnig í gegn þegar
læknirinn notar líkingar á borð við varphænur af góðu og lélegu kyni, og ber
»,venjulega [gemen\ varphænu í sveitinni“ saman við „tiginn \fornem\ fasana".21
Grundvallarandstæðan er gemen og fornem, þ.e. ótiginn og tiginn. Gemen merkir í
senn „venjulegur“, „lágstéttar-“ og „\é\<tgur“,fornem hins vegar „aristókratískur“,
„hástéttar-“ og „fínn“. Sambærilega andstæðu tjáir Nietzsche með orðunum ge-
mein og vornehm. Róbert reynir í varnarræðu sinni að færa rök fyrir því að „fram-
Nietzsche, Handan góðs og ills, §202.
l7 Sama rit, §203.
x8 Nietzsche, Götzen-Dámmerung, §38.
19 Sömuleiðis reynir Róbert í kaflanum „Dr. Stokkmann and the animals“ í bók sinni Plotting Against a Lie. A
Reading oflbsen's An Enemy of the People (Reykjavík: Heimspekistofnun/Háskólaútgáfan, 2004) að draga úr
þeirri ásökun í garð læknisins að úrvalshyggja hans sé pólitísk ranghugsun.
20 Ibsen, „Þjóðníðingur", Leikrit, þýð. Einar Bragi, Reykjavík, 1995,1. bindi, s. 364-365.
21 Sama rit, s. 366.