Hugur - 01.01.2007, Page 169

Hugur - 01.01.2007, Page 169
Milli Guðs ogjjöldans 167 specimen að vera óheppileg, eins og Conant vill meina, en það breytir þó engu um úrvalshyggju Nietzsches sem byggir ekld á þýðingarvillum heldur á heilsteyptri afstöðu þýska heimspekingsins.42 Það að Emerson og Thoreau eru, ólíkt Nietzsche, engir andlýðræðissinnar ætti ekki að koma á óvart ef haft er í huga að þeir eru afsprengi svonefndra únítara. Þessi frjálslynda kristna hreyfing tefldi fram bjartsýnni mannsmynd gegn kalv- ínismanum sem deilir bölsýnni mannsmynd með Hobbes, en hann er einmitt heimspekilegur hornsteinn lögspeki Carls Schmitt sem Sigríður tengir að mínu mati ranglega við Róbert. I raun er Róbert nær hinni bjartsýnu fullkomnunar- hyggju únítara sem ber samkvæmt vestur-íslenskum únítarapresti „fagran vott um trú þeirra á manneðlið, þegar allur heimurinn leitaði að valdi, sem hægt væri að kúga þetta manneðli undir með öllum sínum framsóknarþrám og sjálfstæðis- tilhneigingum."43 Viðtaka Róberts Haraldssonar á bandarísku únítörunum (Em- erson og Thoreau) veldur því að hann deilir með íslenskum trúbræðrum þeirra trú á getu mannsins til að fullkomna sig af eigin rammleik, ólíkt vantrú kalvínsku guðfræðinnar á óforbetranlegt manneðlið. I veraldlegri útgáfu Hobbes kallar þessi neikvæða mannsmynd á takmarkalaust vald samfélagslíkamans eins og honum er lýst í Leviathan (1651) yfir þegnum ríkisins og síðar hjá Carl Schmitt á öryggis- og lögregluríki með sterkum foringja - hugmyndir sem mér virðast Róberti fjarri.44 Heimspeki hans á ekki rætur að rekja til heimspekihefðar sem leitast við að stýra múg heldur þvert á móti, eins og við munum sjá, til hefðar sem leitast við að tvístra múg, þ.e. að gera úr fjölmenni sanna einstaklinga. Það ætti heldur ekki að koma á óvart að frjálslynd trúfrelsishreyfing únítara sé í grunninn jafnréttissinnuð og lýðræðisleg, eða með orðum Nietzsches: „Lýðræðishreyfingin er arftaki hinnar kristnu hreyfingar.“45 I eftirlátnum skrifum Nietzsches segir: Háð því hvort fólki finnst rétturinn, innsýnin, hæfileikinn til forystu o.s.frv. vera hjá hinum fáu eða hinum mörgu er við lýði fámennis- eða lýðræðisstjórn. Konungsdómur er til marks um trúna á einhvern einn sem sé hafinn yfir hina, leiðtogi, bjargvættur, hálfguð. Aðalsveldið er til 42 Hér skal látið nægja að benda á að grein Conants sætir gagnrýni innan Nietzsche-fræða, sjá t.d. umfjöllun Brians Leiter um grein Conants í ritdómi um greinasafnið Nietzsche’s Postmoralism (Mind, hcfti 112, nr. 445, jan. 2003). Hann bendir á að Conant vísi í gagnrýni sinni á úrvalshyggjutúlkanir ekki í skrif Nietzsche-fræð- inga, enda séu þeir nokkuð sammála um að skoði menn (ólíkt Conant) heildarverk Nietzsches, beri það óumdeilanlega vott um einhvers konar úrvalshyggju. Thomas Hurka („Nietzsche: Perfectionist", Nietzsche and Morality, ritstj. Leiter og Sinhababu, Oxford: Oxford University Press, 2007, s. 9-31, hér s. 19) hefiir einnig gagnrýnt Conant fyrir að sleppa úr Nietzsche-tilvitnunum einmitt þeim hlutum sem eru til marks um úrvalshyggju og byggja rökfærslu sína á meintri þýðingarvillu. Conant telji notkun Nietzsches á Exemplarí,ara saman við jafnréttissinnaða notkun Kants á hugtakinu í Gagnrýni dómgreindarinnar - rúmum átta áratugum fyrr og löngu fyrir tímamótakenningu Darwins byggða á náttúruvali - um skapandi snilling sem allir eigi kost á því að verða. 43 Guðmundur Árnason, „Únítaratrúin", Heimir 1910, s. 37. Heimir var tímarit vestur-íslenskra únítara í Winnipeg og kom út á árunum 1904 til 1914. 44 Þótt samhengið sé annað má snemma greina hjá Róberti vísi að gagnrýnni afstöðu til sterkra leiðtoga sem hann deilir með fijálslyndum únítörum: „Fjölhyggjumaðurinn vill prófa hlutina sjálfur, meta þá af eigin raun. Hann er ekki á höttunum eftir sterkum leiðtoga." (Róbert H. Haraldsson, „Lífsskoðun fjölhyggjumanns“, s. 129) 45 Nietzsche, Handan góðs og ills, §202.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.