Hugur - 01.01.2007, Síða 169
Milli Guðs ogjjöldans
167
specimen að vera óheppileg, eins og Conant vill meina, en það breytir þó engu um
úrvalshyggju Nietzsches sem byggir ekld á þýðingarvillum heldur á heilsteyptri
afstöðu þýska heimspekingsins.42
Það að Emerson og Thoreau eru, ólíkt Nietzsche, engir andlýðræðissinnar ætti
ekki að koma á óvart ef haft er í huga að þeir eru afsprengi svonefndra únítara.
Þessi frjálslynda kristna hreyfing tefldi fram bjartsýnni mannsmynd gegn kalv-
ínismanum sem deilir bölsýnni mannsmynd með Hobbes, en hann er einmitt
heimspekilegur hornsteinn lögspeki Carls Schmitt sem Sigríður tengir að mínu
mati ranglega við Róbert. I raun er Róbert nær hinni bjartsýnu fullkomnunar-
hyggju únítara sem ber samkvæmt vestur-íslenskum únítarapresti „fagran vott
um trú þeirra á manneðlið, þegar allur heimurinn leitaði að valdi, sem hægt væri
að kúga þetta manneðli undir með öllum sínum framsóknarþrám og sjálfstæðis-
tilhneigingum."43 Viðtaka Róberts Haraldssonar á bandarísku únítörunum (Em-
erson og Thoreau) veldur því að hann deilir með íslenskum trúbræðrum þeirra trú
á getu mannsins til að fullkomna sig af eigin rammleik, ólíkt vantrú kalvínsku
guðfræðinnar á óforbetranlegt manneðlið. I veraldlegri útgáfu Hobbes kallar
þessi neikvæða mannsmynd á takmarkalaust vald samfélagslíkamans eins og
honum er lýst í Leviathan (1651) yfir þegnum ríkisins og síðar hjá Carl Schmitt á
öryggis- og lögregluríki með sterkum foringja - hugmyndir sem mér virðast
Róberti fjarri.44 Heimspeki hans á ekki rætur að rekja til heimspekihefðar sem
leitast við að stýra múg heldur þvert á móti, eins og við munum sjá, til hefðar sem
leitast við að tvístra múg, þ.e. að gera úr fjölmenni sanna einstaklinga. Það ætti
heldur ekki að koma á óvart að frjálslynd trúfrelsishreyfing únítara sé í grunninn
jafnréttissinnuð og lýðræðisleg, eða með orðum Nietzsches: „Lýðræðishreyfingin er
arftaki hinnar kristnu hreyfingar.“45
I eftirlátnum skrifum Nietzsches segir:
Háð því hvort fólki finnst rétturinn, innsýnin, hæfileikinn til forystu
o.s.frv. vera hjá hinum fáu eða hinum mörgu er við lýði fámennis- eða
lýðræðisstjórn. Konungsdómur er til marks um trúna á einhvern einn
sem sé hafinn yfir hina, leiðtogi, bjargvættur, hálfguð. Aðalsveldið er til
42 Hér skal látið nægja að benda á að grein Conants sætir gagnrýni innan Nietzsche-fræða, sjá t.d. umfjöllun
Brians Leiter um grein Conants í ritdómi um greinasafnið Nietzsche’s Postmoralism (Mind, hcfti 112, nr. 445,
jan. 2003). Hann bendir á að Conant vísi í gagnrýni sinni á úrvalshyggjutúlkanir ekki í skrif Nietzsche-fræð-
inga, enda séu þeir nokkuð sammála um að skoði menn (ólíkt Conant) heildarverk Nietzsches, beri það
óumdeilanlega vott um einhvers konar úrvalshyggju. Thomas Hurka („Nietzsche: Perfectionist", Nietzsche
and Morality, ritstj. Leiter og Sinhababu, Oxford: Oxford University Press, 2007, s. 9-31, hér s. 19) hefiir
einnig gagnrýnt Conant fyrir að sleppa úr Nietzsche-tilvitnunum einmitt þeim hlutum sem eru til marks um
úrvalshyggju og byggja rökfærslu sína á meintri þýðingarvillu. Conant telji notkun Nietzsches á Exemplarí,ara
saman við jafnréttissinnaða notkun Kants á hugtakinu í Gagnrýni dómgreindarinnar - rúmum átta áratugum
fyrr og löngu fyrir tímamótakenningu Darwins byggða á náttúruvali - um skapandi snilling sem allir eigi kost
á því að verða.
43 Guðmundur Árnason, „Únítaratrúin", Heimir 1910, s. 37. Heimir var tímarit vestur-íslenskra únítara í Winnipeg
og kom út á árunum 1904 til 1914.
44 Þótt samhengið sé annað má snemma greina hjá Róberti vísi að gagnrýnni afstöðu til sterkra leiðtoga sem
hann deilir með fijálslyndum únítörum: „Fjölhyggjumaðurinn vill prófa hlutina sjálfur, meta þá af eigin raun.
Hann er ekki á höttunum eftir sterkum leiðtoga." (Róbert H. Haraldsson, „Lífsskoðun fjölhyggjumanns“, s.
129)
45 Nietzsche, Handan góðs og ills, §202.