Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 183
Milli Guðs ogjjöldans
181
Stórmennið sem milliliður
Svipað Channing í fyrirlestrinum „Sjálfsmenntun“ er niðurstaða ritgerðar Emer-
sons um „Nytsemi stórmenna" (1850) sú að „stórmenni [séu] til svo fram geti
komið stærri menn.“131 Með útgeislun smiti stórmennið aðra menn sem taki í
kjölfarið sjálíir að opna fyrir innstreymi hins sameiginlega ljóss: „I okkur öllum
býr viska þótt fæst okkar virki hana. Það þarf ekki nema félagsskap eins viturs
manns og þá verða allir vitrir, svo hratt smitar viskan út frá sér.“132 Stórmenni
þessi eru ekki alfarið á eigin vegum heldur sendiboðar að ofan: „Náttúran sendir
aldrei stórmenni á þessa jörð án þess að trúa annarri sál fyrir leyndarmálinu."133
Emerson leggur áherslu á það að uppspretta ljóssins sem stórmennið geislar út
frá sér er ekki í stórmenninu sjálfu: „Mátturinn sem þeir miðla er ekki þeirra.
Þegar við hrífumst af hugmyndum er það ekki Platoni að þakka, heldur hug-
myndinni sem Platon stóð einnig í þakkarskuld við.“134 Yíirsjáist okkur þetta hef-
ur það eftirfarandi afieiðingar: „Dálæti okkar á skynseminni úrkynjast út í það að
verða persónudýrkun boðberans."135 Þegar við erum hins vegar farin að átta okkur
á þessu
munum við hætta að leita að fullkomnun í mönnum, og munum gera
okkur ánægð með félagslegt sendifulltrúahlutverk þeirra. [...] Við höf-
um ekki fundið hina einu sönnu leið til að hagnast á snillingi svo lengi
sem við höldum að hann sé upphafskrafturinn. Þegar hann hættir að
hjálpa okkur sem orsök tekur hann að hjálpa okkur fremur sem afleiðing.
Þá birtist hann sem málsvari margfalt stærri hugar og vilja. Hið ógagn-
sæja sjálf verður gagnsætt með ljósi frumorsakarinnar.136
Með þetta fyrir augum er eftirtektarvert að Róbert Haraldsson virðist gera boð-
skap Emersons að guðlausri einstaklingshyggju sem hvetur menn til að sleppa á
réttum tímapunkti takinu á eftirbreytniverðum fyrirmyndum og leita snilligáf-
unnar í sjálfum sér. Hjá Emerson jafngildir það að snúa aftur til sjálfs sín því að
snúa aftur til Guðs innra með sér: „einungis með því að snúa aftur til sjálfs sín eða
Guðs innra með þeim sjálfum geta þeir vaxið að eilífu."137 Maðurinn sleppir fyrir-
myndinni eða milliliðnum til þess að komast í milliliðalaust samband við upp-
sprettu snilligáfiinnar, Guð, sem er bæði innra með manninum og utan hans, í
innri náttúru mannsins jafnt sem í hinni ytri náttúru: „gakktu einn [...] og þorðu
að elska Guð án milligöngumanns".138
m Emerson, „Uses of Great Men“, s. 38.
Sama rit, s. 29.
J33 Sama rit, s. 36.
x34 Emerson, „The American Scholar", SWE 240-241.
x35 Emerson, „Uses of Great Men“, s. 23.
x36 Sama rit, s. 38.
x37 Emerson, „Divinity School Address", s. 254.
j38 Sama rit, s. 261. Svipaða áherslu á sjálfstraust finnum við hjá Róberti H. Haraldssyni („Um ólánsleiðir að
hamingjunni", s.30) þótt áherslan á náttúruna sé ekki lengur sú að hún sé guðleg: „I barnaskólanum er börnum
uppálagt að sjá hlutina með augum annarra, leggja á minnið skynjun forfeðranna og vanrækja að sama skapi
eigin skynjun. Sjálfstraust cr bannorð og börnin fá aldrei að komast í milliliðalausa sncrtingu við náttúruna."