Hugur - 01.01.2007, Qupperneq 195
Milli Guðs ogjjöldans
193
Samræðan sem Emerson greinir hér frá gæti verið samræða transendentalista við
íhaldssaman únítara af eldri kynslóðinni. Emerson hámarkar trúfrelsi einstakl-
ingsins andspænis sérhverju kennivaldi þegar hann fórnar öllum ytri mælikvörð-
um og setur fúllkomið traust á það sem kemur innanfrá. Fullkomið trúfrelsi jafn-
gildir frelsi undan kennivaldi stofnana: „Ég skammast mín þegar ég hugsa til
þess hversu auðveldlega við gefumst upp frammi fyrir merkjum og nöfnum, stór-
um félögum og dauðum stofnunum."181
Það að snúa aftur til sjálfs sín jafngildir hjá Emerson því að snúa aftur til Guðs
innra með sér. Sjálfstraust er sömuleiðis ekki það að treysta á sjálfan sig í guð-
lausum skilningi heldur á Guð innra með sér: „sjálfstraust, hátindur og fullkomn-
un mannsins, er traust til Guðs.“182 Þrátt fyrir þetta má eins og vestur-íslenskir
únítarar bentu á yfirfæra gagnrýni á fylgispekt á mörg svið þótt hún sé fyrst og
fremst sprottin úr trúarlegum jarðvegi. Nú þegar trúflokkadeilur á nýja og gamla
Islandi eru ekki lengur í sviðsljósinu kemur fylgispekt innan stjórnmálaflokkanna
upp í hugann þegar Emerson gagnrýnir
þennan fylgispektarleik. Viti ég í hvaða sértrúarflokki þú ert, sé ég rök-
semdir þínar fyrir. Ég heyri prest kunngera með texta sínum og ræðuefni
hentugleikasjónarmið einhverrar kirkjustofnunar. Get ég ekki gengið að
því vísu að hann muni ekkert segja sem er nýtt eða sjálfsprottið? [...] Er
mér ekki ljóst að hann skyldar sjálfan sig til að líta ekki nema á aðra hlið
málsins, hina leyfilegu hlið, ekki sem maður, heldur sem sóknarprestur?
Flestir menn hafa bundið fýrir augun með einhverjum vasaklút og geng-
ið til fylgis við eitt þessara skoðanafélaga.183
Hvort sem það eru trúflokkar, stjórnmálaflokkar eða heimspekiskólar „er nátt-
úran ekki lengi að færa okkur í fangabúning þess flokks sem við fylgjum."184 Hafi
þeir sem segja flokksstjórnmál leiðigjörn eitthvað til síns máls er ein ástæða þess
eflaust sú að viti maður hvaða trúflokki tiltekinn stjórnmálamaður tilheyrir eru
röksemdir hans oftast fyrirsjáanlegar, ekkert er sjálfssprottið. I undantekningar-
tilfellum kastar stjórnmálamaður fangabúningi flokksins, hættir fylgispektar-
leiknum og gerist óspektarmaður. Hans eigin sálartilfinning knýr hann til að rísa
upp gegn flokknum og benda á aðra hlið málsins en þá leyfilegu, viðhorf sem fer
ekki saman við hentugleikasjónarmið flokksins. I kjölfarið er hann strax brenni-
merktur sem óvinur flokksins, hættulegur meðlimur og flokksstjórnin finnur ráð
til að ryðja honum úr vegi, bannfæra óspektarmanninn. Ungir stjórnmálamenn
með eigin hugmyndir eru fljótir að reka sig á það að innan flokksins er eftirsótt-
asta dygðin fylgispekt; og ósjaldan fær einstaklingskúgun stjórnmálaflokkanna
181 Sama rit, s. 270.
182 Emerson, „The Fugitive Slave Lavv“, s. 85.
183 Emerson, „Self-reliance“, SWE 272.
184 Sama rit, s. 272. Svipaða gagnrýni er að finna í fyrrnefndri ræðu Channings um „Sjálfsmenntun" (s. 146-147):
„Flokkadráttarofsi er sérstaklega fjandlegur siðferðislegu sjálfstæði. Að sama skapi sem maðurinn fyllist
honum, sér hann, heyrir og hugsar með styni og skilningarvitum flokksbræðra sinna. Hann oíurselur frjálsræði
mannsins, rétt sinn að hugsa og tala eins og hugur hans býður og apar eptir þann fagurgala eða bölbænir, sem
forsprökkunum eða þeirra blindu fylgismönnum þóknast að land og lýður skuli bergmála."