Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 196
194
Davíð Kristinsson
óbeinan stuðning fjölmiðla sem ýja stöðugt að því að skoðanaágreiningur innan
stjórnmálaflokka sé veikleikamerki. I kjölfar aldalangrar skoðanakúgunar kirkj-
unnar á trú einstaklingsins leituðust frjálslyndir únítarar við að mynda trúfélag
sem umbæri óspekt. Hinir stóru stjórnmálaflokkar samtímans myndu hins vegar
væntanlega líta svo á að slíkar fríþenkjarahugsjónir samræmist illa raunveruleika
nútíma flokkastjórnmála.185
Imugustur á löngum andlitum
Róbert Haraldsson á margt annað sameiginlegt með hugsuðum únítara en gagn-
rýni á fylgispekt, gagnrýna afstöðu til fyrirmynda, trú á getu mannsins til að full-
komna sig af eigin rammleik, mikilvægi sjálfstrausts og þess að leysa upp fjöl-
menni. Hér verður þó eitt dæmi að nægja: andúðin á bölsýni. Channing áleit
þrælslega kristni fortíðarinnar mönnum ekki lengur bjóðandi á tímum aukinnar
menntunar og fannst ótrúverðug sú „napra guðfræði sem við hlutum í arf frá
tímum fáfræði, hindurvitna og þrældóms."186 Olíkt „andvörpum niðurdrepandi
guðfræði" vildi Channing gera „tengsl okkar við Skaparann göfug og glaðvær“.
Um afstöðu Channings skrifar Matthías: „Sá guð, sem Kj. boðaði [...] sendir oss
sífeld bros í blíðu sumarsins [...]. Aldrei heyrast hjá honum hinar alkunnu guð-
löstunar raunatölur yfir heiminum sem táradal; lífið sýndist honum bjartir helgi-
salir,jörðin himnaríki11.187
Öðrum trúfélögum þótti þetta óhóflegur léttleiki. Arið 1894 birtist í Aldamótum
ræðan „Sársaukinn í lífinu“ sem ritstjórinn Friðrik J. Bergmann flutti á 10. kirkju-
þingi Islendinga í Vesturheimi. Hann álítur bölsýni einkenna anarkista og sósíal-
ista hvað nútíðina varðar en að þeir horfi hins vegar bjartsýnir til framtíðar:
aðal-einkennið fyrir báðar stefnurnar er algjörð örvænting fyrir hið nú-
verandi mannfjelags-ástand. Allt er illt eins og það er, — öldungis óþol-
andi. En ef þeirra mikla hugmynd um nýja mannfjelagsskipun kæmist á,
þá væri draumurinn um paradísarsæluna orðinn að virkilegleik í fyrsta
skipti, - sársaukinn og bölið brotið á bak aptur, enginn fátækt framar til,
gæðum jarðarinnar útbýtt jafnt á milli allra.188
Hreinræktaða bjartsýni finnur Friðrik hins vegar hjá trúfélagi sem hann átti
lengst af í samkeppni við:
185 Dæmi um slíkan fríþcnkjara var í huga Emersons öldungadeildarþingmaðurinn og afnámssinninn Charles
Sumner (1811-1874). Sjá Emerson, „The Assault on Charles Sumner" (26. maí 1856), EmersorísAntislavery Writ-
ings, s. 108.
186 Channing, „Likeness to God“, s. 236.
187 Matthías Jochumsson, „Dr. Kjanning (W. E. Channing)", s. 185.
188 Friðrik J. Bergmann, „Sársaukinn í h'finu", Aldamót 1894, s. 36. Þetta tímarit presta hins evangelíska-lútherska
kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi var gefið út í Reykjavík og Winnipeg á árunum 1891-1903. I fyrsta
heftinu birti Friðrik einna fyrstu íslensku skrifin um Nietzsche, sjá fyrsta hluta greinar minnar „Islenskur
Nietzsche við aldamót", Hugur 15/2003.