Hugur - 01.01.2007, Page 202
200
Davíð Kristinsson
ungis hvað bækur snertir heldur og í fleirum hlutum verður sjálfsmenntunar-
aðferðin að vera mismunandi eptir því sem mennirnir eru misjafnir."199
Thoreau líkir Walden við yfirhöfn: „Eg treysti því að enginn sem smeygi sér í
kápuna teygi á saumunum, því hún gæti orðið þeim að góðum notum sem í hana
passar."200 Voru Walden og Kommúnistaávarpið sniðnar fyrir sama markhópinn?
Með orðalagi Williams James má líka spyrja sig hvort Róbert sé að bjóða lesand-
anum upp á „lifandi, mikilvægt og óhjákvæmilegt val“. Heimurinn hefur tekið
feikilegum breytingum frá því um miðja 19. öld, en sumt hefúr þó breyst minna
en bjartsýnustu menn gerðu sér vonir um. A150 ára afmæli Kommúnistaávarpsins
varpaði Richard Rorty fram spurningunni um það hvað sé enn lifandi í því kveri.
Svar hans hljómar svo:
Við ættum að ala börnin okkar þannig upp að þeim finnist það óbærilegt
að við sem sitjum við skrifborðin okkar og pikkum á lyklaborðin þénum
tífalt meira en þær manneskjur sem óhreinka hendur sínar með því að
þrífa salernin okkar, og hundrað sinnum meira en þeir sem setja lykla-
borðin saman í þriðja heiminum.201
Af sama tilefni blés Pétur Gunnarsson rithöfúndur lífi í ávarpið:
Barnaþrælkun og örbirgð hafa færst úr augsýn þess milljarðs sem nýtur
góðs af lífskjörum lýðræðis og velmegunar. Sá milljarður sem lepur dauð-
ann úr skel er ekki í alfaraleið, helst að honum skjóti upp á sjónvarps-
skjánum innan um annað leikið efni. Og þeir tveir milljarðar sem berjast
í bökkum velkjast jafnan skuggamegin á jörðinni.202
Pétur og Rorty virðast á einu máli um að eymd sú sem blasti við í Evrópu um
miðja 19. öld hafi að miklu leyti færst yfir á þriðja heiminn. Gæti aukin útbreiðsla
Walden í þriðja heiminum dregið úr þessari eymd?
„Takist vel til öðlast lesandi næmi fyrir andstyggð barnaþrælkunar" (FA 204)
skrifar Róbert í umfjöllun sinnu um „siðferðileg verk sem leitist við að auka siðferði-
legt næmi lesandans“ (FA 203). Þótt hann sé þannig móttækilegur fyrir siðferði-
legri gagnrýni á barnaþrælkun er fjölmargt sem aftrar því að Róbert finni sam-
hljóm með gagnrýni Kommúnistaávarpsins, og seinni tíma lesenda þess, á þetta
og önnur form þrælahalds. I fyrsta lagi er hætt við að Róbert sjái þá fyrrnefndu
„margþvældu skyldumeðvitund um hið illa, ljóta og andstyggilega" í máli þeirra
sem „þjálfa næmi okkar fyrir hinu ljóta, fyrir þjáningunni og ofbeldinu í heim-
inum.“ I öðru lagi uppfyllir Marx sennilega ekki þá kröfú Róberts að hann sé að
koma „andlegum boðskap á framfæri, boðskap sem talar beint til einstaklingsins
sem einstaklings og kallar eftir umbyltingu hugarfarsins en ekki einvörðungu
byltingu á ytri aðstæðum manna." (FA 118) Gagnrýni á þrælahald kapítalismans
199 Channing, „Sjálfsmenntun", s. 137.
200 Thorcau, IValden, s. 46.
201 Richard Rorty, „Endlich sieht man Freudenthal", Frankfurter Allgemeine Zeitung, 20. feb. 1998, s. 40.
202 Pétur Gunnarsson, „Kommúnistaávarpið 150 ára“, Tímarit Máls og menningar 3/1998, s. 85.