Hugur - 01.01.2007, Side 210
208
Davtð Kristinsson
son þegar á leið tilbúinn að gera undantekningu frá þeirri trúarlegu grundvallar-
afstöðu sinni að stakur maður sé meiri en heill bær: „En þó svo að ég haldi ákveðið
fram kennisetningunni um sjálfstæði og andagift einstaklingsins, vil ég ekki lama
heldur lofsyngja félagslegar aðgerðir. [...] Það er svo dásamlegt að vinna með
miklum mannfjölda að miklum málefnum."233 Einstaklingssinninn Emerson var
á 5. áratugnum farinn að halda afnámsræður frammi fyrir þúsundum manna og
fagna opinberlega „vexti afnámsflokksins",234 enda var íjölmennur hópur fólks
ekki sjálfkrafa fyrirlitleg „hjörð“ í skilningi Emersons. Hann náði þó aldrei að
samsama sig fyllilega þessu nýja hlutverki sínu og fannst það sem fyrr vera á skjön
við einstaklingseðli sitt. Hann viðurkenndi nauðsyn þess að bindast samtökum í
þrælamálinu en lagði áherslu á að mönnum bæri að kappkosta að halda einangrun
sinni í slíkum samtökum, vera sjálfum sér trúir og rækta áfram sitt eigið.
Það væri einfeldni að ætla að aukin virkni Emersons í afnámsmálinu orsakaðist
einvörðungu af óeigingirni mannvinar sem beitti sér gegn óréttlæti nær og fjær.
Fram til þessa hef ég lifað lífinu án þess að verða fyrir nokkrum óþæg-
indum af bandarísku þrælahaldi. Ég hef aldrei séð það með eigin augum;
aldrei heyrt svipuhöggin; aldrei fundið fyrir skerðingu mál- eða athafna-
frelsis míns; ekki fyrr en um daginn þegar herra [Daniel] Webster [öld-
ungadeildarþingmaður frá Massachusetts] sá til þess að flóttaþrælalög-
unum yrði komið á í landinu.235
Haustið 1850 hafði Bandaríkjaþing sett svonefnd flóttaþrælalög (fugitive slave
law) sem komu til móts við þrælaríkin í suðri og kváðu á um að öflum borgurum
landsins bæri skylda til að aðstoða við að skila flóttaþrælum aftur til eigenda
sinna: „Hér er á ferð lagaákvæði sem lögleiðir þann glæp sem mannrán er“.236 Þeir
sem veittu flóttaþrælum hæli, fæði eða aðra aðstoð gátu átt yfir höfði sér fangels-
isvist eða fjársekt: „lögin kveða á um að íbúar Massachusetts skuli fanga mann,
sem gengið hefur þúsunda mílna svipugöng á vit frelsisins, og senda hann aftur í
hundabúrið sem hann flúði.“237 Emerson spyr sig: „Hvernig er hægt að framfylgja
lögum sem lætur meðaumkun varða fjársektum og mannkærleika fangelsi?"238
Með flóttaþrælalögunum var þrælahaldið komið inn í bakgarðinn hjá Emerson:
„Nýjustu aðgerðir löggjafarþingsins fluttu það heim til Nýja Englands [...] og
gerði okkur að vitorðsmönnum með þjófunum11;239 þrælahaldið var komið „inn í
okkar eigið ríki, á okkar eigin býli“240 og gerði íbúa Nýja Englands þannig „með-
seka“.241 „Sérhver sem kemst í snertingu við þetta mál flekkast" og íbúar Massa-
233 Sama rit, s. 106.
234 Emerson, „Antislavery Speech at Dedham" (4. júlí 1846), Emersons Antislavery Writings, s. 43.
235 Emerson, „The Fugitive Slave Law“ (7. mars 1854), s. 74.
236 Emerson, „Address to the Citizens of Concord", s. 57.
237 Sama rit, s. 58.
238 Sama rit, s. 60.
239 Emerson, „Lecture on Slavery“, s. 92-93.
240 Emerson, „Address to the Citizens of Concord", s. 58.
241 Emerson, „Lecture on Slavery“, s. 100.