Hugur - 01.01.2007, Page 210

Hugur - 01.01.2007, Page 210
208 Davtð Kristinsson son þegar á leið tilbúinn að gera undantekningu frá þeirri trúarlegu grundvallar- afstöðu sinni að stakur maður sé meiri en heill bær: „En þó svo að ég haldi ákveðið fram kennisetningunni um sjálfstæði og andagift einstaklingsins, vil ég ekki lama heldur lofsyngja félagslegar aðgerðir. [...] Það er svo dásamlegt að vinna með miklum mannfjölda að miklum málefnum."233 Einstaklingssinninn Emerson var á 5. áratugnum farinn að halda afnámsræður frammi fyrir þúsundum manna og fagna opinberlega „vexti afnámsflokksins",234 enda var íjölmennur hópur fólks ekki sjálfkrafa fyrirlitleg „hjörð“ í skilningi Emersons. Hann náði þó aldrei að samsama sig fyllilega þessu nýja hlutverki sínu og fannst það sem fyrr vera á skjön við einstaklingseðli sitt. Hann viðurkenndi nauðsyn þess að bindast samtökum í þrælamálinu en lagði áherslu á að mönnum bæri að kappkosta að halda einangrun sinni í slíkum samtökum, vera sjálfum sér trúir og rækta áfram sitt eigið. Það væri einfeldni að ætla að aukin virkni Emersons í afnámsmálinu orsakaðist einvörðungu af óeigingirni mannvinar sem beitti sér gegn óréttlæti nær og fjær. Fram til þessa hef ég lifað lífinu án þess að verða fyrir nokkrum óþæg- indum af bandarísku þrælahaldi. Ég hef aldrei séð það með eigin augum; aldrei heyrt svipuhöggin; aldrei fundið fyrir skerðingu mál- eða athafna- frelsis míns; ekki fyrr en um daginn þegar herra [Daniel] Webster [öld- ungadeildarþingmaður frá Massachusetts] sá til þess að flóttaþrælalög- unum yrði komið á í landinu.235 Haustið 1850 hafði Bandaríkjaþing sett svonefnd flóttaþrælalög (fugitive slave law) sem komu til móts við þrælaríkin í suðri og kváðu á um að öflum borgurum landsins bæri skylda til að aðstoða við að skila flóttaþrælum aftur til eigenda sinna: „Hér er á ferð lagaákvæði sem lögleiðir þann glæp sem mannrán er“.236 Þeir sem veittu flóttaþrælum hæli, fæði eða aðra aðstoð gátu átt yfir höfði sér fangels- isvist eða fjársekt: „lögin kveða á um að íbúar Massachusetts skuli fanga mann, sem gengið hefur þúsunda mílna svipugöng á vit frelsisins, og senda hann aftur í hundabúrið sem hann flúði.“237 Emerson spyr sig: „Hvernig er hægt að framfylgja lögum sem lætur meðaumkun varða fjársektum og mannkærleika fangelsi?"238 Með flóttaþrælalögunum var þrælahaldið komið inn í bakgarðinn hjá Emerson: „Nýjustu aðgerðir löggjafarþingsins fluttu það heim til Nýja Englands [...] og gerði okkur að vitorðsmönnum með þjófunum11;239 þrælahaldið var komið „inn í okkar eigið ríki, á okkar eigin býli“240 og gerði íbúa Nýja Englands þannig „með- seka“.241 „Sérhver sem kemst í snertingu við þetta mál flekkast" og íbúar Massa- 233 Sama rit, s. 106. 234 Emerson, „Antislavery Speech at Dedham" (4. júlí 1846), Emersons Antislavery Writings, s. 43. 235 Emerson, „The Fugitive Slave Law“ (7. mars 1854), s. 74. 236 Emerson, „Address to the Citizens of Concord", s. 57. 237 Sama rit, s. 58. 238 Sama rit, s. 60. 239 Emerson, „Lecture on Slavery“, s. 92-93. 240 Emerson, „Address to the Citizens of Concord", s. 58. 241 Emerson, „Lecture on Slavery“, s. 100.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.