Hugur - 01.01.2007, Page 216
214
Davíð Kristinsson
en borgarastyrjöldin hófst þrátt fyrir að þá þyrfti vopnaða menn til að tryggja
öryggi hans.265
Dæmin hér að ofan ættu að hleypa lífi í steinrunnar andstæður Róberts á milli
andlegra og félagslegra byltinga; frelsunar sálarinnar og frelsunar undan beinni
eða óbeinni þrælkun; á milli frelsunaráforma einstaklings- og félagshyggju; um-
byltingar hugarfarsins og byltingar á ytri aðstæðum manna; á milli hjartans mála
og breytinga á lögum eða samfélagsgerðinni; á milli innri fjötra og ytri; breyttra
manna og breytts heims; andlegs og ytri boðskapar o.s.frv.266 1 kjölfarið sjáum við
að verk Emersons og Thoreaus hafa annars vegar grunntón einstaklingshyggju,
innri frelsunar o.s.frv., en brjótast um leið út fyrir þessi mörk þegar við á. Sumarið
1826 skrifar Emerson: „Það samræmist hvorki ætlun Guðs né eðh mannsins að
vera sáttur við hlutskipti okkar. Okkur ber skylda til að miða að breytingum,
endurbótum, fullkomnun."267 Þessa hugmynd takmörkuðu únítarar af eldri og
yngri kynslóðinni ekki alfarið við einstaklinginn heldur kappkosmðu þeir einnig
að breyta, endurbæta og fullkomna samfélagið. I grein sinni um áhrif Channings
á Matthías Jochumsson skrifar Gunnar Kristjánsson „að í verkum Channings
kynntist hann hinni félagslegu skírskotun fagnaðarerindisins. Boðunin átti ekki
aðeins að beinast að einstaklingum heldur var markmiðið ekki síður að hafa áhrif
á þjóðfélagið, m.a. á stofnanir þess.“268 Eða eins og hinn róttækari transendentalisti
Orestes Brownson orðar það:
við þvertökum strax frá byrjun fyrir það að sá er leitast einvörðungu við
að bjarga sál sinni og fullkomna einstaklingseðli sitt geti verið góður
kristinn maður. Sannkristinn maður gleymir sjálfum sér, setur á sig
brynju sína og heldur í stríð gegn æðstu máttarvöldum og andlegri ill-
mennsku á æðstu stöðum. Sá er ekki kristinn maður sem hefur ekki feril
sinn á því að lýsa stríði á hendur þeirri skaðvænlegu samfélagsskipan
sem þjakar bræður hans. Sá sem telur sig geta verið kristinn og bjargað
sál sinni án þess að leitast við að gera róttækar breytingar á samfélags-
skipaninni, hefur enga ástæðu til að hrósa sjálfum sér fyrir [...] framfarir
sínar í þágu Guðs ríkis. [...] Einungis sá er sannkristinn sem vinnur að
endurbót samfélagsins, að því að móta það í samræmi við vilja Guðs og
eðli mannsins þannig að sérhver maður fái svigrúm til að springa út í
allri sinni fegurð og öllum sínum mætti, þroskast og verða fuhkominn
maður í Jesú Kristi.269
265 Meðan á borgarastyijöldinni stóð hélt Emerson áfram að beita sér í þágu blökkumanna og talaði m.a. á fjár-
söfnunarsamkomu íyrir munaðarlaus blökkubörn.
266 Stirðnaðar andstæður af þessu tagi má finna víðar í skrifum Róberts, t.d. andstæðuna á milli betra hjónabands
(þ.e. bætts sambands tveggja einstaldinga á jafnréttisgrundvelli) og aukinna réttinda eða bættra skilyrða
kvenna; sjá „Alvarlegar samræður - Um siðferðilcgan boðskap í Brúdubeimili Henriks Ibsen“,TMT 37-73.
267 Emerson, Journals and Letters", SWE 9 (28. iúlí 1826).
268 Gunnar Kristjánsson, „,Ég vil reformation* - Áhrif W. E. Channings á séra Matthías", Lesbók Morgunblaðsins,
24. mars 2001.
269 Orestes A. Brownson, „Thc Laboring Classes", s. 15,21.