Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 7
HuGUR | 22. ÁR, 2010 | S. 5-7
Inngangur ritstjóra
Skilyrði þess að unnt sé að skilja, hvað í hugtakinu felst, er að lesandinn
viti sjálíur, hvað fegurð er, að hann hafi lifað hana. Allar umræður um
fegurð eru því reistar á þeirri forsendu, að fegurðarskynið sé almannlegt.
Hið sama gildir raunar um alla listsköpun. Með því, sem er almann-
legt, er hér átt við það, sem einkennir manninn, tegundina homo sapiens,
enda þótt hæfileikinn sé gefinn hverjum einstaklingi í mismunandi rík-
um mæli og sumum ef til vill alls ekki. Skortur á hæfileika til þess að
skynja fegurð umhverfisins er mannleg vöntun á sama hátt og blinda eða
hæfileikaleysi til að hugsa rökrétt.1
Það er ótal margt sem okkur þykir gefandi að upplifa, eða hafa einhvers konar
reynslu af, sem ekki telst fagurt í þröngum skilningi þess orðs. Þetta gildir ekki
síst um upplifun okkar af listaverkum, og heimspeki listarinnar er einmitt nátengd
fagurfræði og oft talin hluti af fagurfræðinni. Fagurfræði hlýtur því að fjalla um
fegurð í víðum skilningi; um hvaðeina sem við upplifum á jákvæðan hátt, hvort
sem það er vegna fegurðar þess í hefðbundnum skilningi eða vegna einhvers ann-
ars sem við fáum út úr upplifuninni.
Viðfangsefni fagurfræðinnar eru fjölmörg en h'klega má í grófúm dráttum
skipta þeim í tvo flokka. Annars vegar er um að ræða sitt hvað það sem hefur
með þá hluti að gera sem kunna að þykja fagrir og hins vegar það sem lýtur að
uppUfunum okkar af því sem fagurt er og þá h'ka að hlutverki okkar sjálfra í þeirri
upphfún og hugmyndum okkar um hið fagra. I fyrri flokkinn falla hvers kyns
vangaveltur um það hvers konar hlutir geti talist fagrir, hvaða hlutir geti tahst til
listaverka, hvers konar hlutir hstaverk geti verið og hvort öll listaverk séu sama
eðlis og svo ekki síður um eðh fagurfræðilegra eiginleika, eða þeirra eiginleika sem
gera hluti fagra eða ljóta. Meðal annars hefúr verið deilt um hvort sh'kir eiginleik-
ar skuli teljast hludægir eða huglægir, það er hvort sumir hlutir séu einfaldlega
fegurri en aðrir óháð því hvaða hugmyndir fólk gerir sér um þá. Seinni flokknum
tilheyra hugleiðingar um fegurðarskyn okkar og um fagurfræðileg hugtök. Hvað
þarf vera sem skynjar að hafa til að bera til að geta numið hið fagra eða eignað
1 Brynjólfur Bjarnason (1961), „Um fegurð", Vilund og verund, Reykjavík: Heimskringla, bls. 108-
109.