Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 85
Háleitfegurð
83
meina“, og ef þau gera það ekki býst ég við því af sjálfum mér að ég haíi
einhverja getu til þess að vekja upp fagurfræðilega næmni þeirra jafnvel
þótt það sé ekkert hugtak, módel eða formúla sem ég get vísað í. Eg get
til dæmis ekki vísað til þess að eikin sé af ákveðinni sjaldgæfri tegund
sem finnst sjaldan á þessum stað, því að sú staðreynd flokkar bara eikina
þekkingarfræðilega sem meðlim í ákveðinni tegund og er því innan sviðs
upplýsinga og þekkingar. Ef til vill eru hlutir „dýrmætari" eftir því sem
þeir eru sjaldgæfari, sem eykur kannski fagurfræðilega tilfinningu, en það
að hlutur tilheyri ákveðinni tegund nægir ekki til þess. Almennt séð er
fúllyrðingin að eitthvað sé faflegt ekki vitrænn dómur, en á sama tíma
talar hann röddu sem er margradda og ekki bara persónuleg. Þess vegna
þarf maður að vísa í eiginleika trésins sem vekja ánægju og gleði - form
trésins, vanillu-hnetu lyktin af því, áferð trjábarkarins, form trjágrein-
anna, eða litir og munstur laufblaðanna. Það er mótsögn í þessu að svo
miklu leyti sem upplifunin af fegurð er persónuleg tilfinning, en samt
sem áður smitast upplifúnin vegna þessarar ómóstæðilegu kröfú um að
deila reynslunni.26
Þessi mótsögn - að fegurðardómar eigi rætur sínar í huglægri tilfinningu en
krcfjist samt sem áður hlutlægni - er ein merkilegasta uppgötvun sem Kant gerði
1 fagurfræði sinni að mati Johnsons og Mann. Þessi uppgötvun minnir okkur á
úinn samhuglæga heim sem við deilum með öðrum. Þessi kjarni í fagurfræði
Kants er rótin sem bæði Johnson og Mann byggja á í hugmyndum sínum um
fegurð og hið háleita: upplifún af fegurð, hinu háleita eða háleitri fegurð afhjúpar
fyrir okkur þau órjúfanlegu og margslungnu tengsl sem við erum í við hvert ann-
að og jörðina sem við byggjum.
III—Háleit fegurð í íslenskri náttúru
Eins og vonandi er ljóst hafa þessar nýju túlkanir á fegurð og hinu háleita víðtæk
áhrif bæði á sjálfsskilning okkar, á skilning okkar á tengslum okkar við náttúruna
°g við hvert annað og á skilning okkar á fagurfræði bæði flstar og náttúru. En
hvernig geta þessar hugmyndir um fegurð og hið háleita gagnast til þess að skilja
°g greina fagurfræðilega upplifún af íslenskri náttúru? Auk þess að setja slíka
greiningu í almennt fræðilegt samhengi held ég að þessar nýju túlkanir séu sér-
staklega gagnlegar til þess að skilja þau tengsl milli manns og náttúru sem mynd-
ast í sér-íslenskri náttúru sem er oft á tíðum háleit og fögur í senn. Augnablikin
þar sem fegurðin verður kraftmikil, mikilfengleg og dulúðug og rennur því saman
við hið háleita eru algeng í landslagi elds og ísa. Þetta eru augnablik sem hefjast í
skynjun á fögrum formum, litum eða hljóðum, blandast svo undrun yfir dulúðleg-
um sköpunarkrafti og enda í uppflfún af hinu náttúrulega háleita þar sem tengsl
okkar við þennan sköpunarkraft og staða okkar innan hans eru afhjúpuð.
26
Sama rit, bls. 210-11.