Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 134
132
Guðmundur Heiðar Frímannsson
fram eigin skoðanir um einhvern tiltekinn hlut og nefnum þær ástæður sem við
höfum til að ætla að honum sé farið á þennan veginn fremur en hinn. Það er gert
í þeirri trú að sú eða sá sem hlustar eða orðin beinast að sé reiðubúinn að nálgast
þau á svipuðum forsendum, meta ástæðurnar og rökin og sanngildi skoðunar-
innar í ljósi þeirra staðreynda og efnisatriða sem máli skipta, sé tilbúinn að gera
athugasemdir, andmæla og draga aðrar ályktanir, og vera reiðubúinn að skipta um
skoðun ef ástæðurnar eru sannfærandi. Þær ástæður og reglur sem báðir viðmæl-
endur taka mark á eru mótaðar í mannfélaginu og liggja í eðlilegum viðhorfum
okkar til annarra þegar við eigum við þá samskipti sem byggjast á gagnkvæmri
virðingu og skynsemi: Við sýnum viðmælendum virðingu en ætlumst til að þeir
hlusti og taki mark á því sem við segjum. Þessi viðhorf draga fram þá staðreynd
að viðmælendurnir eru þátttakendur í samræðum, jafningjar, sem skynsamleg rök
ættu að sannfæra. Það er ástæða til að taka eftir að nákvæmlega sama á við um
kennslu. Þótt nemendur og kennarar séu ekki jafningjar gilda samt sömu for-
sendur: Til að kennsla gangi þarf kennari að sýna nemendum sínum virðingu og
leitast við að sannfæra þá sem skynsemisverur. Raunar getum við ekki sannfært
aðrar verur en skynsemisverur. Það liggur í hugarfari gagnrýninnar hugsunar að
við lítum á annað fólk sem jafningja og skynsemisverur.
En samskipti tveggja eða fleiri persóna lúta ekki alltaf kröfum skynseminnar
eða gagnrýninnar hugsunar (Robertson 1999). I samningum á milli ólíkra hags-
munaaðila skiptir oft engu máli hver hefur skynsamlegar kröfur og vel rökstuddar.
Þá veltur niðurstaðan oft á hver er sterkari, hver er valdameiri. I stofnun eins og
Alþingi getur það hæglega gerst að frumvarp sem ekki er vel hugsað sé samþykkt
af því að meirihluti þingmanna styður það. Vald meirihlutans ræður því. Oft er
það þannig í samskiptum fólks að samningar og samkomulag eru meira virði en
hvað satt er í ágreiningsmáli. Það er nefnilega merkileg staðreynd um mannhfið
að rök, skynsemi og sannleikur eru ekki alltaf mikilvægustu verðmætin og verða
stundum að víkja. En í rannsókn eða samræðu sem mótast af gagnrýninni hugsun
þá eru þau verðmæti sem hljóta að vega þyngst.
Þeir sem andmæla gagnrýninni hugsun á þeirri forsendu að hún sé valdatæki
hafa misskilið tvennt. Það fyrra er eðli gagnrýninnar hugsunar. Samskipti sem
byggjast á gagnrýninni hugsun sýna það viðhorf til annarra að þeir séu jafningjar
og sama mark sé tekið á sjónarmiðum þeirra og manns eigin. Það síðara er að
þeir virðast líta svo á að ekkert annað sé mögulegt í mannlegum samskiptum en
valdbeiting og kúgun, það sé hrein blekking að skynsemin geti haft áhrif á mann-
legt hátterni. Ef þetta síðara atriði er rétt þá verða þeirra eigin sjónarmið og rök
valdbeiting og kúgun og þess vegna engin ástæða til að fallast á þau eða taka þau
fram yfir önnur nema á forsendum hræðslugæða. Við getum í rauninni ekki fallist
á þau með öðrum hætti en beygja okkur undir valdið og beitingu þess einmitt af
því að þetta eru sjónarmið þeirra sem með valdið fara.
En sennilega eru þessir fræðimenn ekki að halda því fram að gagnrýnin hugsun
sé einbert valdatæki heldur hinu að sum samskipti einkennist af valdbeitingu,
sérstaklega samskipti á milli óh'kra hópa samfélagsins, en samskiptin innan hvers
hóps séu í einhverjum skilningi undanþegin valdbeitingunni og þau séu forsenda