Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 140
13«
Róbert H. Haraldsson
sem er á mörkum hins veraldlega og guðdómlega, og er raunar oftast lýst í Ríkinu
sem guðdómlegu fyrirbæri. En eins og kunnugt er öðlast heimspekingurinn völd
ekki vegna þess að hann sækist eftir þeim og taki þátt í valdabaráttu, heldur m.a.
vegna þess að hann einn fyrirlítur valdabrölt. Það er líka ljóst að heimspekingur
Platons mundi, hefði hann löngun til þess, geta haft samfarir við þá sem honum
sýnist og gifst þeim sem hann vill (4680, sjá einnig 6i3C-d6), hann mun hafa vald
til að taka eignir og börn af þegnum sínum og hann mun einnig hafa vald yfir h'fi
þeirra og mun beita því valdi af karlmennsku. Hann mun til dæmis leyfa líkn-
ardráp, dauðarefsingar (4ioa) og útburð á börnum (4600).
Heimspekingur Platons mun klárlega öðlast það frelsi og þann mátt sem féll
hirðingjanum Gýgesi í skaut í krafti hringsins. Það er mjög athyglisvert frá okk-
ar sjónarhóli að Platon skuh, þegar hann víkur loks aftur að sögunni um hring
Gýgesar í tíundu bók Ríkisins, viðhafa eftirfarandi orð um hinn réttláta mann:
Muntu þá geta kyngt því að ég segi um þá [hina réttlátu] það sama og
þú sagðir sjálfur um hina ranglátu? Því ég ætla einmitt að segja um hina
réttlátu að þegar þeir eldast fái þeir þær valdastöður og kvonfang sem
þeir vilja og gefi börn sín þeim sem þeir kjósa, og allt sem þú sagðir um
hina segi ég nú um þá (II, bls. 366 [613C—d]).
Heimspekingur Platons öðlast þau völd og þau einkenni sem sá hafði er bar
hring Gýgesar í hinni hugsuðu tilraun Glákons. Líkt og honum er heimspek-
ingi Platons líkt við sjálfa guðina og er í því tilliti notað eftirfarandi orðalag:
„Svo að heimspekingurinn, sem hefur samneyti við hið guðlega og hið skaplega,
verður þá sjálfur eins guðlegur og skaplegur og nokkur maður getur orðið“ (II,
bls. 129 fyooc-d]). I samanburðinum á þeim sem hefur hring Gýgesar á hendi
og þeim sem hefur heimspekina á valdi sínu skiptir afstaðan til mannasetninga
líka miklu máli. Heimspekin sem aðeins hinn sanni heimspekingur hefur vald á
leysir hann undan þvingun rnannasetninga og að endingu eru það heimspekingar
sem ákveða mannasetningar í Fögruborg. Sama á við um þann sem hefur hring
Gýgesar (3590-^). Gildir hér einu hvort mannasetningarnar lúta að eignarrétti,
hjúskaparstöðu eða tengslum foreldra og barna. Þær eru bönd sem binda hvorki
heimspeking sem stjórnar í Fögruborg né þann sem ber hring Gýgesar.
Hér að framan röktum við mátt hringsins til þess að koma því svo fyrir að sá
sem hann ber þurfi ekki að standa öðrum reikningsskil gjörða sinna, hann þurfi
ekki að rétdæta athafnir sínar eða svara fyrir þær. Það var þetta sem ósýnileikinn
færði honum. Nú virðist mér sem hið sama gildi um heimspekikonung Platons.
Hann getur hæglega komist hjá því að réttlæta athafnir sínar og tilskipanir fyrir
samborgurum sínum. Og það sem meira er um vert, hann mun geta haft á reiðum
höndum skýringu á því hvers vegna hann geti ekki réttlætt gjörðir sínar og til-
6 Platon, Ríkid, síðara bindi, þýð. Eyjólfiir Kjalar Emilsson. Reykjavík: Hið islenska bókmennta-
félag, 1991. í framhaldinu er vísað til þessa rits í meginmáli innan sviga. í fyrri tilvitnunni ræðir
Platon um góða menn og hefiir í huga hermenn sem unnið hafa afrek á vígvellinum en í síðari til-
vitnunni ræðir hann um hina réttlátu. Hvorutveggja virðist mér geta átt við um heimspekingana
í Fögruborg sem eru góðir menn og réttlátir.