Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 71
Leikur, list og merking
69
Þegar við segjum að tiltekið listaverk sé fagurt — og líka þegar við segjum að
umhverfi okkar sé fagurt eða að náttúran sé fögur - þá fellum við dóm um tiltek-
inn hlut. Um slíkan fagurfræðilegan dóm má spyrja hvort hann sé réttur - og þar
með vakna spurningar um hvaða viðmið við höföm til að meta hvort dómurinn
er réttur eða rangur. Þetta er hin hefðbundna leið í listgagnrýni. En er þetta eina
leiðin? I stað þess að spyrja hvort dómurinn sé réttur, þá gætum við spurt hvers
vegna við séum sannfærð um hann. I stað þess að spyrja hvort tiltekin viðmið hafi
verið virt, þá spyrjum við hvort við séum rétta fólkið til að fella sh'kan dóm og
hvort við séum í réttum kringumstæðum til þess.23
Geðshræringar eins og reiði byggjast á því að við fellum dóm af tilteknu tagi.
En réttmæti þess að reiðast felst ekki eingöngu í því að tilgreina hvort tiltekinn
dómur sé réttur, því eins og aðrar geðshræringar innifelur reiði þær þrjár víddir
sem Carroll nefndi í tilvitnuninni að ofan, þ.e. tilfinningu, viðfang og styrk. Þann-
ig getur reiði manns verið viðeigandi ef hún innifelur réttar tilfinningar, beinist í
rétta átt og er hæfilega mikil. Sömu sögu er að segja um hrifningu manns. Hrifn-
ing beinist að einhverju viðfangi og felur í sér tilfinningalega upplifön sem getur
verið veik eða sterk. Sh'k hrifning getur verið viðeigandi eða óviðeigandi eftir
atvikum. Mikilvægi listar í menntun er þá ekki síst það að hún megnar að hafa
áhrif á geðshræringarnar, hún megnar að gera umhverfið, jafnvel dauða steina, að
fagurfræðilegu viðfangsefni.
Fegurð og umhverfi
Sú manneskja sem nálgast umhverfi sitt, bæði náttúruna og menninguna, sem
fagurfræðilegt viðfangsefni - viðfangsefni sem býr yfir ævintýrum, leyndarmálum
og verðmæti burtséð frá hennar eigin hagsmunum - kemst ekki hjá því að sjá í
umhverfi sínu veruleika sem er sjálfstæð uppspretta verðmæta.24 Og sh'kri mann-
eskju getur ekki staðið á sama vegna þess að merkingarheimur hennar er ekki
einber staðreyndaheimur heldur er hann þrunginn af tilfinningu. Hér höföm við
fyrsta skrefið í átt að dygð sem tengist náttúrunni með sérstökum hætti, dygð
sem felst í því að finna til hæfilegrar undrunar, gagnvart réttum hlutum, á réttan
hátt og af gildum ástæðum. Forsenda þessarar dygðar er fagurfræðileg skynjun á
náttúrunni — skynjun sem birtir náttúruna sem undrunarverðan veruleika, en ekki
t.d. sem einberan vettvang eigin yfirlýstra hagsmuna. Forsenda skynjunarinnar,
þess að geta horft á hlutina í kringum sig og séð í þeim sjálfstæðan veruleika,
Hér reiði ég mig á grein Rogers Pouivet, „Aesthetic judgment and the beauty of the world ,Art,
Etbics andEnvironme?it, Æsa Sigurjónsdóttir og Ólafur Páll Jónsson ritstj., Cambridge Scholars
^ Press, Newton, 2006. Sjá t.d. bls. 25.
Gottfried Wilhelm Leibniz er gott dæmi um mann sem gat nálgast náttúruna á þennan hátt.
í „Frumforsendum heimspekinnar eða Mónöðufræðunumw segir hann á einum stað: „Þannig
er hver lífrænn líkami lífveru eins konar guðdómleg vél eða náttúruleg sjálflireyfivél sem tekur
óendanlega fram tilbúnum sjálfhreyfivélum [...] vélar náttúrunnar, þ.e.a.s. lifandi líkamar, eru
líka vélar í smæstu hlutum sínum út í hið óendanlega. í þessu er fólginn munurinn á náttúrunni
°g listinni, þ.e.a.s. á list Guðs og vorri.“ Orðrœða umfrumspeki, íslensk þýðing eftir Gunnar Harð-
arson, Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík, 2004, § 64.