Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 131

Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 131
Hngarfar gagnrýninnar hugsunar 129 að einstaka þætti, til dæmis að draga saman aðalatriði, finna forsendur í rökfærslu, læra rökvillur, hún bendir einvörðungu á að um leið og þættirnir eru þjálfaðir verði ekki undan því vikist að bæta dómgreindina. Dómgreindin byggist svo aftur á þekkingu á viðfangsefninu. Gagnrýnin hugsun lærist best í glímu við tiltekin viðfangsefni þekkingarinnar þar sem þær kröfur birtast sem hvert þekkingarsvið gerir, þar sem lærist hvað er mikilvægt og hvað ekki. Nemendur þurfa að læra að spyrja áleitinna spurninga um efnið, sjá hvar feitt er á stykkinu og hvar ekkert er nema beinin. Það gera þeir best í návígi við kennara sína þar sem stöðugt er spurt um ástæður og rök, efast er um gömul rök og leitað að nýjum, þar sem gagnrýnin skynsemi eflist í viðleitni sinni til að komast að niðurstöðum sem bæði eru sannar og skynsamlegar. Ahyggjur af gagnrýninni hugsun Er engin ástæða til að hafa áhyggjur af gagnrýninni hugsun, er hún endilega alltaf til góðs? Ég held því fram að gagnrýnin hugsun sé mikilvægur þáttur allrar menntunar og þá ekki síður þegnmenntunar en annarrar menntunar. En gagn- rýnin hugsun getur verið beitt sverð. Þegnmenntun eða kennsla í lýðræði og borgaravitund (Sigrún Aðalbjarnardóttir 2007:343-351) gengur út á að skólar eigi að móta góða og dygðuga borgara. Ein leið til þess er að halda að nemendum mynd af eigin samfélagi og sögu þess sem fyllir þá stolti, efla borgaralega hollustu ungmenna eins og Sigrún Aðalbjarnardóttir orðar það (2007: 381). Um leið þarf að móta hjá nemendum hugarfar og dygðir sem tengja þá við eigið samfélag. Gagnrýnin hugsun hjá nemendum getur sem hægast leitt til þess að þeir ein- beiti athygli sinni að þeim þáttum eigin samfélags sem draga úr skuldbindingum þeirra við það, gera þá jafnvel fráhverfa eigin samfélagi (Callan 1997:112-115). Það er ekki allt sérlega fallegt í sögu þjóðríkja þótt Island hafi sæmilega hreinan skjöld. En sumir þættir í þjóðarsögunni trufla okkur, það má nefna að víkingarnir voru villimenn síns tíma í Evrópu, tregðuna við að taka við Gyðingum í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar og kröfuna um að ekki væru svertingjar í bandaríska hernum á Keflavíkurvelli. Aðrar þjóðir þurfa að glíma við ýmislegt misjafnt í eig- in sögu sem er þannig að þær vilja halda þvi frá nemendum í skólum og helst frá almenningi líka. En gagnrýnin hugsun, hugsun sem leitar þess sem satt er og rétt umfram allt annað, getur ekki sætt sig við fegraða mynd af fortíðinni, eins konar Hriflu-skuggsjá af þjóðarsögunni. Það má kannski tala um þjóðsögu í svolítið nýrri merkingu í þessu samhengi, fegraða sögu þjóðarinnar sem er ekki beinlínis ósönn en ekki allur sannleikurinn heldur. Það vakna ýmsar spurningar um gagnrýna hugsun og hlutverk hennar í þessu samhengi. Mér virðist það ekkert áhyggjuefni þótt gagnrýnin hugsun losi okkur við þjóðsögurnar. Auðvitað getur verið erfitt að horfast í augu við fortíð þjóð- arinnar ef þar koma í ljós glæpir og mannvonska einmitt vegna þess að í vissum skilningi er það manns eigin fortíð, manns eigin arfur. En það er betra að vita hver þessi arfúr er en ganga þess dulinn. Það er engin ástæða til þess að ætla að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.