Hugur - 01.06.2010, Síða 194
192 Hlynur Orri Stefánsson
gætum öðlast reynsluþekkingu eða komist að hlutlægum staðreyndum á borð við
orsakasambönd sem við gætum notað til að réttlæta fullyrðingar um einstaklings-
bundinn mun á því hversu sterkar langanir mismunandi einstaldinga eru, eða til
að smíða kenningar sem gerðu okkur kleift að skýra slíkan mun. Því að ekkert
í vali eða hegðun einstaklinga svarar til einstaklingsbundins munar í styrkleika
langana, né til þess hversu vel kostir uppfylla langanir þeirra (umfram það sem
lesa má út úr einfoldum valröðum). Til að geta notað þekkingu sem við höfum
öðlast til að rétdæta fullyrðingar eða kenningar um mun á styrkleika langana
mismunandi einstaklinga, þyrftum við að geta sannreynt með einhverjum hætti
að þekking okkar, t.d. á tilteknu orsakasamhengi, snerti í raun og veru það sem
við erum að reyna að skýra eða fullyrða um. Hvernig myndum við gera það? Aug-
ljóslega getum við ekki sannreynt það með því að kanna hvort við getum notað
þekkinguna til að spá fyrir um hegðun. Ekki getum við heldur vísað til almennrar
sálfræðiþekkingar, þar sem spurningin er einmitt hvort sú þekking, eða nokkur
þekkingyfir höfuð, geri okkur kleift að bera saman styrk og uppfyllingu langana.33
Við getum heldur ekki vísað til annarra og „hludægari“ kenninga um velferð,
enda fjalla þær ekki um langanir.
2.2. Núll-einn reglan
Gerðar hafa verið tilraunir til að beita annars vegar hugtakagreiningu og hins
vegar siðfræðilegri greiningu til að leysa umræddan vanda, fyrst reynsla og athug-
anir duga ekki til. Sú aðferð sem menn hafa þá oftast gripið til og hefiir líklega
komist næst því að leysa vandann er hin svokallaða „núll-einn regla“. Hugmyndin
að baki núll-einn reglunni er sú að ef við höfurn ástæðu til að gefa þeim kosti sem
hver einstaklingur metur mest (þ.e. vill helst að verði að veruleika) sama gildi og
eins þeim kosti sem hver einstaklingur metur síst - t.d. annars vegar einn og hins
vegar núll - þá getum við leitt út nytjafaU fyrir hvern einstakling þar sem gildin
eru ekki afstæð við skala. Enda höfurn við þá tvo fasta punkta (það sem hver og
einn helst og síst vill) í nytjafalli hvers og eins sem gerir okkur kleift að færa mæl-
ingar á löngunum þeirra á sama skala og þannig bera saman velferð þeirra (sam-
kvæmt umræddri kenningu um velferð) í öllum hugsanlegum kringumstæðum.
Ekki er erfitt að ímynda sér aðstæður þar sem núll-einn reglan virðist brjóta
gegn almennum hugmyndum um velferð. Við myndum til að mynda varla segja
að mjög andlega takmarkaður einstaklingur, sem getur einungis notið frumstæðra
tilfinninga, njóti sömu velferðar og heilbrigður milljarðamæringur sem hefur allt
til alls, jafnvel þótt svo vilji til að þeir hafi báðir fengið það sem þeir helst vilja.
Engu að síður gætum við samþykkt núll-einn regluna af siðferðilegum ástæðum.
Þannig segir til að mynda Frederic Schick að þar sem hver einstaklingur metur
þann kost sem honum finnst bestur meira en allt annað, og metur þann kost sem
honum finnst sístur minna en allt annað, þá sé engin ástæða til þess að gefa löng-
unum hins ofstækisfulla meira vægi en þess sem er hófsamur í afstöðu sinni og
löngunum.34 Undirliggjandi í röksemdafærslu Schicks fyrir núll-einn reglunni er
33 Daniel M. Hausman, „Tlie Impossibility of Interpersonal Utility Comparisons", 478.
34 Frederic Schick, „Beyond Utilitarianism", 1heJoumal of Philosophy (1971), 665-6.