Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 104
102
Erlendur Jónsson
sjálfstæð listsköpun. Tengslin á milli gerðar og dæmis sem lýst var að framan eru
hins vegar algerlega dauð og leyfa ekkert svigrúm fyrir sköpun.
Enn eitt atriði sem rætt hefur verið er varðandi sambandið á milli uppgötvunar
og sköpunar í list: felst list í uppgötvun eða sköpun?
Ef það sem hér hefur verið sagt er rétt, að list felist í grundvallaratriðum í því
að setja fram formgerð, í hverju felst þá sköpunin í list? Hver er munurinn á
stærðfræðingi sem uppgötvar sönnun og listamanni sem skapar listarverk? Hver
er munurinn á tónskáldi sem íhugar formgerðina C-G-E-C-A-F-G og stærð-
fræðingi sem íhugar samsvarandi formgerð t.d. í algebru?
Því var haldið fram að framan, að listamaðurinn uppgötvi eina formgerð meðal
óendanlega margra hugsanlegra formgerða. Er þetta ekki uppgötvun? Jú, í vissum
skilningi, en eins og áður var bent á felst sköpunin í því að finna nákvæmlega
þessa formgerð í ákveðnum miðli (tónum, litum, orðum) og setja hana í ákveðið
menningarlegt og félagslegt samhengi í þeim tilgangi að opinbera sjálfan sig,
opnar nýjar víddir í heiminum, nýjar sýnir á hann. Listamaðurinn kemst að því
að það er nákvæmlegapessi formgerð sem hentar tilgangi hans, og það að komast
að þessu er sköpun. Við höfúm oft tilfinningu fyrir því í tónlist að hún stjórnist
af „lógík“, einhver tónaröð sé rökrétt framhald af annarri. I píanókonsert Mozarts
nr. 15 í B-dúr KV450,1. kafla, mynda t.d. fyrstu taktarnir ákveðið krómatískt stef.
Síðan er þessu stefi „svarað“ með öðru stefi, sem virðist algerlega rökrétt framhald
af hinu fyrra. Stærðfræðingurinn opnar reyndar líka nýja sýn á heiminn, en til-
gangur hans er ekki að opinbera sál sína, tjá sig, heldur að komast að einhverjum
eiginleikum veruleikans. Tilgangur stærðfræðings og tónskálds - og sögulegt,
menningarlegt og félagslegt samhengi uppgötvana þeirra - er því mismunandi.
Heimildaskrá
Collingwood, R.G. (1938) The Principlcs of Art. Oxford: At the Clarendon Press.
Currie, Gregory (1989) An Ontology ofArt. New York: St. Martin’s Press.
Currie, Gregory (1998) „Ontology of art works“, í Ihe Routledge Encyclopedia ofPhilo-
sophy, ritstj. Edward Craig. London: Routledge.
Davies, Stephen (2003) „The Ontology of Art“, 8. kafli, bls. 155—179, í 7he Oxford
Handbook of Aesthetics, ritstj. Jerrold Levinson. Oxford: Oxford University Press.
Devitt, M. (1981) Designation. New York: Columbia Univcrsity Press.
Dodd, Julian (2007) Works ofMusic. An Essay in Ontology. Oxford: Oxford University
Press.
Donncllan, Keith (1972) „Proper Names and Identifying Descriptions" í The Semantics
ofNaturalLanguage, ritstj. D. Davidson og G. Harman. Dordrecht: Reidel.
Dummett, M. (1978) Truth and Other Enigmas. London: Duckworth.
Kripke, Saul (1972) Naming and Necessity. Cambridge, Massachusetts: Harvard Uni-
versity Press.
Putnam, Hilary (1973). „Explanation and Reference“ í Mind, Language and Reality.
Cambridge: Cambridge University Press, 1975, bls. 196-214.
Rohrbaugh, Guy (2003) „Artworks as Historical Individuals", European Journal of
Philosophy n: 177-205.
Rohrbaugh, Guy (2005) „The Ontology of Art“, 19. kafli, bls. 241-253, í The Routledge