Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 163
Ósamsett vera sem kölluð er sáF
161
spekilegu vangaveltur en láta sér nægja að halda sig við þau lögmál sem búið er
að komast að með vissu.56
Elísabet svarar um hæl. Hún hefur bréfið á þakka Descartes kurteislega fyrir
útskýringarnar. Síðan segir hún:
Mér finnst einnig að skilningarvitin sýni mér fram á að sálin hreyfi lík-
amann; en kenni ekki (frekar en skilningurinn og ímyndunaraflið) með
hvaða hætti hún fer að því. Og þess vegna hugsa ég að sálin hljóti að búa
yfir eiginleikum sem eru okkur óþekktir og gætu kannski snúið við því
sem Hugleiðingar þínar um frumspeki hafa sannfært mig um, með svo
góðum rökum, um rúmtaksleysi hennar.57
Síðan notar hún röksemdir Descartes sjálfs til þess að varpa ljósi á meinsemdir
kenningar hans. Hún segir að efi sinn byggi á reglunum sem hann sjálfur setti
fram, og vísar til fjórðu hugleiðingar, um að villur okkar stafi af því að við mynd-
um okkur skoðanir á því sem við skynjum ekki nægilega vel!58
*
Damaris Masham segist á hinn bóginn hvorki geta staðfest né hafnað hugmynd-
inni um þessa „ósamsettu veru sem kölluð er sál“. Rúmtak er fyrir henni óaðgrein-
anlegt hugmyndinni um allar verundir. Hún segir að ef „sálir og líkamar verka
hvort í sínu lagi, hvort eftir sínum lögmálum og sömu áhrif skapast eins og um
raunverulegt samband milli þeirra væri að ræða“,59 og spyr í framhaldinu að því
[...] hvort við gætum ekki gert okkur í hugarlund að Guð gæti eins
skapað rúmtakslausa verund og síðan sameinað hana verund sem hefur
rúmtak (vel á minnst, þá sýnist mér að vandamálin séu hjá þér tvö í stað
eins), hvort við gætum ekki, eins og ég segi, gert okkur í hugarlund að
Guð gæti, alveg eins (ef honum þóknaðist það), bætt hæfileikanum til að
hugsa við þá verund sem er gegnheil. Þar sem „gegnheil-leiki“ og hugsun
eru hvort um sig eiginleikar einhverrar óþekktrar verundar þá sé ég ekki
af hverju hún getur ekki verið ein og sama verundin þar sem hvor um
sig á það sameiginlegt með hinni að vera háð henni; það er að mér virð-
ist ekki nein mótsögn í því að til sé verund sem samanstandi af hvoru
tveggja, hugsun og efnisleika.60
Að auki telur Damaris að heimspeki Leibniz sé þversagnakennd. Ef forsjón
Guðs stillir líkama og sál saman í upphafi þá er úti um frelsi viljans og ábyrgð
hverrar manneskju fyrir gjörðum sínum og athöfnum, en grunnstefið í heimspeki
s<' Bréf Descartes til Elísabetar frá 28. júní 1643, Atlierton 1994: 17-20; Nye 1999: 24-26; Shapiro
2007: 69-71.
57 Bréf Elísabetar til Descartes frá i.júU 1643, Atherton 1994: 21. Skáletrun mín.
58 Rcné Descartes 2001:179-190; Shapiro 2007:
59 Bréf Damaris Masham til Leibniz frá 3. júní 1704, Atherton 1994: 83-84.
60 Bréf Damaris Masham til Leibniz frá 8. ágúst 1704, Atherton 1994: 87-88.