Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 68
66
Ólafur PállJónsson
hvernig skiljum við tilveru okkar? Hvernig skiljum við listaverk, umhveríi okkar,
samferðafólk og samfélag? Hvað er viðeigandi samhengi íyrir slíkan skilning?
Tilvera okkar sem heild verður ekki skilin með því að fella hana, eða hluta
hennar, inn í það gangverk sem við virkjum í náttúrunni til að ná afmörkuðum
markmiðum.17 Við getum ekki skilið tilveru okkar sem mannlega tilveru með þvi
að skoða hana frá sjónarhóli gagnseminnar. Á sama hátt getum við ekki skilið
listaverk sem listaverk með því að einblína á gagnsemi þess.Til að skilja listaverk
verðum við í raun að gefa frá okkur þá hugmynd að það gagnist okkur. Þó er
ekki þar með sagt að listaverkið muni ekki gagnast okkur á margvíslegan hátt,
í áðurnefndu kvæði Rilkes „Forn bolur Appollóns" verður kvæðið - og kannski
steinninn h'ka - hvatning til lesandans um að taka Hf sit til endurskoðunar.
Okkur er tamt að staðnæmast við notagildi hlutanna — ekki er nóg með að við
staðnæmumst við ásýndina því sjónarhornið er oft enn þrengra. Við staðnæm-
umst við það hvernig hlutirnir horfa við okkar eigin hagsmunum. Sú einfalda
staðreynd að umhverfi okkar er líka sjálfstæður veruleiki fer framhjá okkur. Ein
sniUdin í kvæði Rilkes um hinn forna bol Appóllons var einmitt að svipta hulunni
af þessari staðreynd, að fá okkur til að staldra við og horfa.
Nú vaknar hins vegar áleitin spurning. Hvernig getur fólk sem býr alla sína ævi í
tæknivæddu umhverfi, þ.e. umhverfi sem einkennist af gagnsemi sem æðstu dygð,
lært að finna fagurfræðilegt gildi í hlutunum í kringum sig? Er fegurðarblinda
ekki óumflýjanlegt hlutskipti þeirra sem alast upp í tæknivæddum heimi? Vand-
inn er í raun tvíþættur. I fyrra lagi sá að við sjáum naumast hlutina sjálfa vegna
þess að við hneigjumst til að staðnæmast við tilganginn sem þcim er ætlað að
þjóna. I seinna lagi skortir okkur uppeldi - fagurfræðilegt uppeldi - sem gerir
okkur næm á margvíslega eiginleika hlutanna frekar en einberan tilgang þeirra.
Viðfangsefni sh'ks uppeldis er samþætting skynjunar og skynsemi, samþætting
þess sem Schiller kallaði skynhvöt og formhvöt í riti sínu Um fagurfræöilegt upp-
eldi mannsins,18 Schiller greinir einnig þriðju hvötina, leikhvötina, og sambandi
þessara þriggja hvata lýsir hann m.a. mcð eftirfarandi hætti:
Viðfang skynhvatarinnar, sé það tjáð með almennu hugtaki, nefnist líf í
víðustu merkingu; hugtak sem felur í sér alla efnislega veru og allt sem
skilningarvitin hafa beinan aðgan að. Viðfang formhvatarinnar, sé það
tjáð með almennu hugtaki, nefnist form, bæði í óeiginlegri og eiginlegri
merkingu; hugtak sem nær yfir alla formlega eiginleika hlutanna og öll
tengsl þeirra við hugsunaröflin. Viðfang leikhvatarinnar, sé það sett fram
í almennum ramma, má þess vegna kalla lifandi form\ hugtak sem má
nota til að tákna alla fagurfræðilega eiginleika fyrirbæranna, og í stuttu
máli, það sem heitir í víðasta skilningi feguriiU
17 Sjá nánar Ólafur Páll Jónsson,Ndttúra, valdogverðmœti, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík,
2007, kafli 3, „Staður, náttúra, umhverfi".
18 Friedrich Schiller, Um fagurfæðikgt uppeldi mannsins, Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík,
2006.
19 Schiller, Um fagurfneðitegt uppeldi mannsins, bls. 154.