Hugur - 01.06.2010, Page 103
Verufrœði listaverksins
IOI
gerðir verka. Hér heíur því hins vegar verið haldið fram að í grundvallaratriðum
sé öll list formgerð sem sett er í ákveðið menningarlegt samhengi. Færð voru ýmis
rök fyrir því að myndlist sé í raun formgerð. En eru til einhver almenn rök fyrir
því að öll list hljóti að falla í sama verufræðilega flokk? Væri eitthvað því til fyrir-
stöðu að tónverk væru t.d. atburðir, bókmenntaverk t.d. málfræðilegar formgerðir,
og málverk t.d. efnishlutir?
Rök af slíku almennu tagi hljóta að taka mið af því í hverju listsköpun felst,
hvað það er sem listamaðurinn gerir, hvort sem það er í formi tónlistar, myndlistar
eða öðru listformi. Ég held að aflir geti verið sammála um að listamaðurinn tjáir
afltaf eitthvað, og að hann geri það með því að skapa eitthvað nýtt í ákveðnum
miðli. Hann gerir okkur kleift að sjá lífið og tilveruna í nýju ljósi, hann beitir
imyndunarafli sínu til að skapa nýjar hugkvíar (kategóríur) eða nýjarfrummyndir21
í vissum skilningi.
Það liggur nærri að líta svo á að þessi nýja sýn á tilveruna sem flstin veitir sé
vegna þess að hún skapar nýjar formgerðir sem við notum til að túlka heiminn.
Tökum mjög einfalt dæmi. Segjum að við séum með fjarstýringu sem nota má
bæði á sjónvarp og myndgeislaspilara, og að ákveðinn takki gegni því hlutverki að
skipta á milli þessara tveggja hlutverka. Notandi sem fær fjarstýringuna í hendur
áttar sig ekki á þessu og kann ekki að nota hana. Nú má lýsa þessu svo að með því
að ýta á viðkomandi hnapp „breytist" fjarstýringin úr fjarstýringu fyrir sjónvarp
í fjarstýringu fyrir myndgeislaspilara og öfugt. Þetta skilur notandinn, og hann
kann nú fullkomlega á þarstýringuna. Sýn hans á fjarstýringuna hefur breyst. Nú
er þetta að sjálfsögðu ekki dæmi um það sem almennt er kallað listsköpun, en sýn-
ir samt hvers konar hlutverki listin getur þjónað: hún gefur okkur nýjar hugkvíar,
kategóríur, sem við notum til að túlka reynslu, og lífið og tilveruna almennt. Hún
lyftir okkur úr hversdagslegri reynslu á æðra stig, í hugarheim listamannsins. Ef
þetta er rétt er ekki úr lagi að h'ta svo á að þetta gildi um öll listform, og að það sé
því formgerðarhugtakið sem sameini alla list: öll flst sé í eðli sínu formgerð eins
og hér hefur verið haldið fram.
Annað umdeilt atriði varðandi svokölluð „fjöllistaverk“, þ.e. verk sem ætluð eru
til flutnings eins og tónverk og leikrit, er hver tengsfln eru á milli verksins sjálfs og
einstaks flutnings á því. Sumir hafa t.d. haldið því fram að tengsfln séu þau á milli
»gerðar“ (e. type) og „dæmis“ (e. tokeri) um þessa gerð.22 Þessi greinarmunur hefur
verið settur fram varðandi orð: ef ég segi „íslenska orðið „flautuleikari" er þýðing
á enska orðinu „flutist““ er ég að tala um tvær orðagerðir. En ef ég segi „orðið
>,flautuleikari“ er prentað með svörtu letri“ er ég að tala um dæmi orðagerðarinnar
»flautuleikari“. Á sama hátt á tónverk að vera ákveðin almenn gerð, en einstakur
flutningur á þessu verki á að vera dæmi um þessa gerð.
Samkvæmt þeirri kenningu sem hér hefur verið haldið fram er tónverk ákveð-
in formgerð sem veitir sveigjanleika innan ákveðinna marka sem ákvarðast af
kjarnaformgerð verksins (þ.e. sjálfum nótunum og taktinum) og tjáningu þess.
Flytjandinn endurskapar verkið því í vissum skilningi, hver flutningur verksins er
21 Sbr. Schopenhauer (1819), III. bók.
Sjá t.d. Rohrbaugh (2005), bls. 249-253 og Davies (2003), § 2.6, bls. 168-169.