Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 190
i88
Hlynur Orri Stefánsson
ur honum finnst vera á kostunum í samanburði við mat annarra einstaklinga á
þeim.19 Þá láta athuganir á vali einstakhnga okkur ekki í té upplýsingar sem við
getum notað til að bera langanir þeirra saman við „viðmiðunarvalröð" eða ein-
hvern altækan mælikvarða, enda með öllu óljóst hvernig það viðmið yrði fundið
og hver sá mælikvarði ætti að vera. Ekki getum við heldur vísað til fastra punkta
til að færa tvö nytjaföll yfir á sama skala, þar sem ekki virðast vera slíkir fastir
punktar í öllum valröðum líkt og gildir t.d. um suðumark og frostmark þegar
hitastig er mælt (sjá nánar í kafla 2.2.). Vart þarf heldur að taka fram að við erum
engu bættari við lausn umrædds vanda með því að spyrja einstaklinga hve mikið
þeir vilja að eitthvað verði að veruleika, þar sem íhugun hvers og eins segir honum
einungis eitthvað um hans eigin langanir, en ekkert um langanir annarra.20
i.j. Breyttar langanir
Sú kenning að velferð einstaklings velti á því hversu vel heimurinn samrýmist
löngunum hans veldur ekki einungis vandræðum þegar kemur að því að bera
saman velferð tveggja einstaklinga, heldur einnig þegar bera á saman velferð sama
einstaklings fyrir og eftir að langanir hans hafa breyst. Hugum að eftirfarandi
dæmisögu.21 Utskrifaður heimspekinemi íhugar að fara í framhaldsnám annað-
hvort í heimspeki eða hagfræði og velur síðari kostinn, ekki vegna þess að hann
langi til að starfa sem hagfræðingur, heldur vegna þess að hann vill verða betur fær
um að gagnrýna forsendur hagfræðinnar. I hagfræðináminu breytast hins vegar
langanir hans, t.d. vegna áhrifa frá samnemendum, kennurum og þeim textum
sem hann er látinn lesa. Að loknu námi er honum boðið starf sem hagfræðingur,
sem nann þiggur og lifir upp frá því ánægður sem hagfræðingur.
Hvernig metum við velferð viðkomandi sem starfandi hagfræðings? Eina leiðin
til að gera það út frá þeirri kenningu um velferð sem hér er til umræðu virðist vera
að meta velferð hans út frá þeim löngunum sem hann hefiir á því tímabifi sem
verið er að meta. Það veldur hins vegar því að þegar nemandinn stendur frammi
fyrir vali á milli mismunandi leiða í framhaldsnámi er engin leið að meta hvor
kosturinn muni stuðla betur að velferð hans í framtíðinni (velji hann hagfræðina
mun sú leið stuðla best að velferð hans miðað við þær langanir sem hann þróar
með sér, og sama gildir velji hann heimspekina);22 né getum við borið velferð
hans sem hagfræðings saman við þá velferð sem hann myndi njóta ef hann hefði
farið aðra leið í lífinu og haldið áfram að rækta heimspekilegar langanir sínar.
Engin leið er nefnilega að meta hvort löngun einstaklings í X áður en langanir
hans breyttust sé sterkari en löngun hans í Y eftir en langanir hans breyttust (né
hvort X uppfylli langanir hans bemr fyrir breytingu en Y gerir eftir breytingu).
Enda höfum við ekkert nema ákvarðanir einstaklings til að styðjast við er við
mælum langanir hans, og ákvarðanirnar gefa okkur einungis vísbendingar um
19 Richard Bradley, „Impartiality in Weighing Livef, Philosophical Books 48 (4/2007), 299.
20 Lionel Robbins, An Essay on the Nature and Signijicance of Economic Science.
21 Allan Gibbard tekur svipað dæmi í „Interpersonal Comparisons: Preference, Good, and thc In-
trinsic Reward of Life“, í John Elster og Aanund Hylland (ritstj.), Foundations of Social Choice
Theory (Cambridge: Cambridge University Press, 1986), 176-177.
Sama stað.
22