Hugur - 01.06.2010, Side 190

Hugur - 01.06.2010, Side 190
i88 Hlynur Orri Stefánsson ur honum finnst vera á kostunum í samanburði við mat annarra einstaklinga á þeim.19 Þá láta athuganir á vali einstakhnga okkur ekki í té upplýsingar sem við getum notað til að bera langanir þeirra saman við „viðmiðunarvalröð" eða ein- hvern altækan mælikvarða, enda með öllu óljóst hvernig það viðmið yrði fundið og hver sá mælikvarði ætti að vera. Ekki getum við heldur vísað til fastra punkta til að færa tvö nytjaföll yfir á sama skala, þar sem ekki virðast vera slíkir fastir punktar í öllum valröðum líkt og gildir t.d. um suðumark og frostmark þegar hitastig er mælt (sjá nánar í kafla 2.2.). Vart þarf heldur að taka fram að við erum engu bættari við lausn umrædds vanda með því að spyrja einstaklinga hve mikið þeir vilja að eitthvað verði að veruleika, þar sem íhugun hvers og eins segir honum einungis eitthvað um hans eigin langanir, en ekkert um langanir annarra.20 i.j. Breyttar langanir Sú kenning að velferð einstaklings velti á því hversu vel heimurinn samrýmist löngunum hans veldur ekki einungis vandræðum þegar kemur að því að bera saman velferð tveggja einstaklinga, heldur einnig þegar bera á saman velferð sama einstaklings fyrir og eftir að langanir hans hafa breyst. Hugum að eftirfarandi dæmisögu.21 Utskrifaður heimspekinemi íhugar að fara í framhaldsnám annað- hvort í heimspeki eða hagfræði og velur síðari kostinn, ekki vegna þess að hann langi til að starfa sem hagfræðingur, heldur vegna þess að hann vill verða betur fær um að gagnrýna forsendur hagfræðinnar. I hagfræðináminu breytast hins vegar langanir hans, t.d. vegna áhrifa frá samnemendum, kennurum og þeim textum sem hann er látinn lesa. Að loknu námi er honum boðið starf sem hagfræðingur, sem nann þiggur og lifir upp frá því ánægður sem hagfræðingur. Hvernig metum við velferð viðkomandi sem starfandi hagfræðings? Eina leiðin til að gera það út frá þeirri kenningu um velferð sem hér er til umræðu virðist vera að meta velferð hans út frá þeim löngunum sem hann hefiir á því tímabifi sem verið er að meta. Það veldur hins vegar því að þegar nemandinn stendur frammi fyrir vali á milli mismunandi leiða í framhaldsnámi er engin leið að meta hvor kosturinn muni stuðla betur að velferð hans í framtíðinni (velji hann hagfræðina mun sú leið stuðla best að velferð hans miðað við þær langanir sem hann þróar með sér, og sama gildir velji hann heimspekina);22 né getum við borið velferð hans sem hagfræðings saman við þá velferð sem hann myndi njóta ef hann hefði farið aðra leið í lífinu og haldið áfram að rækta heimspekilegar langanir sínar. Engin leið er nefnilega að meta hvort löngun einstaklings í X áður en langanir hans breyttust sé sterkari en löngun hans í Y eftir en langanir hans breyttust (né hvort X uppfylli langanir hans bemr fyrir breytingu en Y gerir eftir breytingu). Enda höfum við ekkert nema ákvarðanir einstaklings til að styðjast við er við mælum langanir hans, og ákvarðanirnar gefa okkur einungis vísbendingar um 19 Richard Bradley, „Impartiality in Weighing Livef, Philosophical Books 48 (4/2007), 299. 20 Lionel Robbins, An Essay on the Nature and Signijicance of Economic Science. 21 Allan Gibbard tekur svipað dæmi í „Interpersonal Comparisons: Preference, Good, and thc In- trinsic Reward of Life“, í John Elster og Aanund Hylland (ritstj.), Foundations of Social Choice Theory (Cambridge: Cambridge University Press, 1986), 176-177. Sama stað. 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.