Hugur - 01.06.2010, Side 22
20 Róbert Jack ræöir við Hrein Pálssoti og Brynhildi Sigurðardóttur
það var einn io ára gutti sem hugsaði sig um í andartak og sagði síðan: ,Ja, heim-
speki er eiginlega svona rannsókn á möguleikum." Og þetta er uppáhaldssvarið
mitt síðan. Eg sakna þess úr stjórnmálaumræðunni að möguleikar séu settir upp
á borðið. Vitlausir möguleikar eru heldur ekkert alvondir; þótt þú setjir vidausan
eða rangan möguleika upp, hvað er þá í hættu, þú skoðar hann og það leiðir
kannski til einhvers góðs, en væntanlega ýtirðu honum út af borðinu. En þetta
er svona eins og „brain-storming", eitthvað verður þú að láta þér detta í hug.
Af hverju stillirðu ekki möguleikunum upp á borðið og skoðar þá í stað þess að
hanga í einhverri flokksafstöðu?
Róbert: Er þetta almenn afstaða til barnaheimspeki, að hún snúist um að byggja
upp samræðufélag sem felst í sameiginlegri rannsókn á möguleikum?
Brynhildur: Flestir líta svo á, en ekki allir. Til að mynda byggir franski heim-
spekingurinn Oscar Brenifier ekki upp samræðufélag. Oscar stjórnar samræðu
en hann afsalar sér engum völdum og hann færir ekki ábyrgðina á því að stjórna
samræðunni yfir til nemendanna, eins og samræðufélag Lipmans gerir ráð fyr-
ir. Við erum búin að segja að heimspeki í skólunum elur fólk upp sem þegna í
lýðræðissamfélagi. Það hamlar skólunum núna að þeir veita nemendum sínum
ekki nægilegt sjálfstæði til að hugsa og framkvæma eftir eigin vilja og mér hefur
sýnst að miklu leyti að heimspekin geti losað um þetta. Heimspekin getur gert
nemendur sjálfstæðari og framkvæmdaglaðari og þess vegna hef ég áhyggjur af
því með Oscar að hann nái ekki að gera þetta. Hann þjálfi upp gagnrýna hugsun í
skoðanaskiptum á milli manna, en nemendurnir séu háðir kennaranum um þessi
skoðanaskipti og framgang samræðunnar.
Þroskun samrœðufélagsins
Hreinn: Varðandi þróun samfélagsins teikna ég alltaf upp mynd. Lárétt erum
við með tímaásinn, lóðrétt erum við með ábyrgð eða traust. Á tímaásnum eru
vikurnar, o, 5,10 og eitthvað þessháttar. I upphafi er Atlasarkomplexinn í gangi:
kcnnarinn er með allt heila dæmið á herðunum, hann þarf að hlusta á alla, hann
þarf að halda uppi aga, hann þarf að sjá fyrir hvert hann er að fara með samræð-
una o.s.frv. Hvaða ábyrgð bera nemendur á sama tíma? Þetta er ekki þeirra mál,
því það er kennarinn sem er að kenna þeim. Það sem gerist með tímanum er að
línurnar nálgast þannig að nemandinn fer að axla ábyrgð á því hvað er að gerast
í kennslustofunni og það gerist með því að einn fer að sussa á annan: „Hann er
að tala, þegi þú“ eða „hvað varstu aftur að segja?“. Þetta eru allt saman merki um
það að samræðufélagið er að þroskast og komast á koppinn og þegar það gerist
þá dregur úr Adasarkomplex kennarans. Hann ber ekki allt heila klabbið á herð-
unum og þetta verður auðveldara.
Róbert: Þannig að þú vilt meina að það séu ákveðin þroskastig í samræðufélag-
inu?