Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 125
Hugarfar gagnrýninnar hugsunar 123
Gagnrýnin hugsun og skapandi hugsun
Gagnrýnin hugsun er ein tegund hugsunar. Við greinum stundum á milli gagn-
rýninnar hugsunar, skapandi hugsunar, ígrundunar eða yfirvegunar og hugsanlega
einhverra fleiri gerða hugsunar (Dewey 1910/2000:293-305). Hver þessi gerð hef-
ur sínar viðmiðanir um hvað telst vera góð hugsun: hvað er góð yfirvegun, hvað
er góð skapandi hugsun og svo framvegis. Því er oft haldið fram að gagnrýnin
hugsun og skapandi hugsun séu andstæður. Gagnrýnin hugsun þurfi að uppfylla
kröfur gagnrýninnar og rökhugsunarinnar en skapandi hugsun felist að minnsta
kosti stundum í að brjóta einmitt gegn þessum kröfiim. Gagnrýnin hugsun snúist
um að fylgja reglum, greina sundur og hún geti ekki skapað eitthvað nýtt. En
skapandi hugsun sé ekki bundin neinum fýrirfram gefnum reglum, hún miði að
því að skapa eitthvað nýtt, þurfi ekki að gagnrýna eitthvað sem fyrir er.
Mér virðist þessi hugmynd um strangan greinarmun gagnrýninnar hugsunar og
skapandi vera röng (sjá einnig Olafúr Páll Jónsson 2008). Maður þarf ekki annað
en átta sig á því að ímyndunaraflið er nauðsynlegur þáttur gagnrýninnar hugs-
unar til að sjá að þessi skarpa skipting gengur alls ekki upp. Imyndunaraflið er
óhjákvæmilega mikilvægasti þáttur skapandi hugsunar. Bæði gagnrýnin og skap-
andi hugsun reiða sig á ímyndunaraflið. En hvað er ímyndunarafl? ímyndunarafl
er hæfileiki til að hugsa um og sjá fyrir sér það sem ekki er. Gagnrýnin hugsun
hugar að sem allra flestum möguleikum til að slcýra spurningar eða viðfangsefni.
Þegar það er gert þarf hún að skoða möguleika sem velta á því sem ekki er fyrir
hendi. Skapandi hugsun þarf að sjá möguleika sem ekki eru fyrir hendi á hverjum
tíma og treystir því á ímyndunaraflið.
Þegar gagnrýnin hugsun leitast við að svara spurningu rannsakar hún þær stað-
reyndir máls sem máli skipta og hvers konar svör koma til greina og hver þeirra
uppfylla þær kröfúr sem viðfangsefnið gerir. Skapandi hugsun þarf að vita hvernig
aðrir hafa svarað svipuðum spurningum og hún fæst við, hún þarf að vita hverjir
möguleikarnir séu og hvað er vænlegt. Hún þarf í raun að kunna rök viðfangs-
efnisins og skilja möguleika þess. Menn halda stundum að það séu andmæli gegn
þessu einkenni skapandi hugsunar að hún þarf að bera fram nýjungar til að hægt
sé að halda því fram að hún sé skapandi. En þetta er misskilningur. Til að skap-
andi hugsun geti búið til nýjungar þarf hún að vita hvað fyrir er og hún þarf að
skilja möguleikana, hún þarf að hafa fúll tök á rökvísi þess sviðs sem við á. Ef slík
tök eru ekki fyrir hendi er skapandi hugsun lítið annað en glundroði, upplausn
og heilaköst. Afdrifaríkasti misskilningurinn í þessu uppleggi er sá að gagnrýnin
hugsun sé fastbundin einhverjum fyrirframgefnum reglum en skapandi hugsun
ekki. Báðar eru þær háðar þekkingu og dómgreind og til að þær skili árangri þurfa
þær að skoða og rannsaka, meta, álykta og ímynda sér. Það er ekki einu sinni hægt
af fúllu viti að halda því fram að skapandi hugsun og gagnrýnin séu tvö stig í
öllum flóknum hugsunarferlum. Til að setja fram nýjar hugmyndir þarf að koma
til mat á því sem fyrir er. Sköpunin er því bundin mati og þekkingu, hún er hluti
af ferli sem beinist að tilteknu marki. Hún þarf að lúta þeirri rökvísi sem það
rnark setur ferlinu. Þess vegna virðist heppilegra að líta svo á að hugsunin sé ein