Hugur - 01.06.2010, Qupperneq 145
Jafhingjar guða meðal manna
143
Koma þeir þér nokkuð öðruvísi fyrir sjónir en lítill, sköllóttur eirsmið-
ur sem hefur áskotnast dálítið silfur, losnað úr hlekkjunum fyrir ekki
löngu, hefur verið þveginn í baðhúsi og er nú kominn í ný föt, búinn sem
brúðgumi, og ætlar að ganga að eiga dóttur húsbónda síns, þar sem hún
er fátæk og yfirgefin (II, bls. 119 [4950])?
Þótt hér sé auðvitað ekki verið að ræða um sanna heimspekinga sýnir þessi
umræða vel hve næmt auga Platon hefur fyrir mögulegri hnignun og misnotk-
un heimspekinnar. Skyldleikinn með hring Gýgesar og heimspekinni sýnir að
mínum dómi hve afdrifarík spilling heimspekinnar gæti orðið. En þessi sam-
líking heimspekinnar við hring Gýgesar samræmist vel skilningi Platons á því
að máttur heimspekinnar geti verið raunverulegt vandamál, eða freisting, fyrir
hugsandi menn. Platon virðist hins vegar telja að sönn heimspeki sem sannir
heimspekingar búi yfir geti ekki verið hættuleg. Þegar hann lýsir hættum heim-
spekinnar lýsir hann iðulega hnignun hennar og spillingu, m.a. vegna samneytis
hins sanna heimspekings við þá sem ekki eru heimspekingar, þá sem þrá völd og
auðæfi eða eru hræddir við almenningsálitið. Hann er sannfærður um að sá sem
sjái/skilji hið Góða sé sjálfur góður. Þekking á hinu Góða geti ekki fallið hverjum
sem er í skaut. Hana geti enginn fundið fyrir tilviljun líkt og hirðinginn Gýges
fann hringinn máttuga. Heimspekin sé ekki hlutlaust tól, heldur skilningur í hin-
um sanna heimspekingi. Að endingu mætti því ætla að Platon teldi að samlíking
heimspeki við hring Gýgesar næði ekki langt, a.m.k. ekki til botns. Hann gerir
engu að síður ráð fyrir því að síðri menn gætu komið og tekið upp merki heim-
spekinnar og misbeitt henni með hryUilegum afleiðingum, og ég tel að það sé
ekki síst vegna þess skyldleika sem er með sannri heimspeki og hring Gýgesar
sem sh'k misbeiting sé möguleg. Við vitum ekki hvernig sá sem upphaflega bar
hring Gýgesar í goðsögninni nýtti hann. Vera má að þar hafi farið einstaklingur
sem sökum göfugmennsku sinnar hafi ekki getað misnotað hringinn. En hið eina
sem okkur er sagt er að hringurinn hafi verið á nöktu h'ki sem virtist „stærra en
af manni“ (I, bls. 165 [359^]) - guðleg vera eða hálfguð? - og síðan að hirðinginn
Gýges hafi fundið hringinn og beitt honum af ranglæti til að efla eigin hag.
Abstract
The likes of gods among men - On philosophy and the ring of Gyges
In Plato’s Republic Glaucon describes a powerful thought experiment involving
the ring of Gyges. Gyges, as is well known, became powerful (indeed, a king)
because the ring made him invisible which meant, in part, that he did not have to
answer for his actions to his fellow mortals. The same is said of those who have
the ring in the thought experiment. After briefly explaining Glaucon’s thought
experiment, I raise the question whether philosophy as practiced by the true
philosopher can be compared to the ring of Gyges. Does true philosophy give