Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 216
214
Ritdómar
Afvofum, valdi, höfimdum, hugmyndafræði,
póhtík og póstmódernisma
Magnús Þór Snæbjörnsson og Viðar Þor-
steinsson (ritstj.): Af marxisma. Nýhil
2009.354 bls.
Fyrir jólin 2009, rúmu ári eftir hrun hins
íslenska útrásarkapítalisma, gaf Nýhil út
ritgerðasafnið Af marxisma. Bókin er
sjötta bókin í „Af‘-bókaflokknum sem
hefur komið út undir merkjum Nýhils
seinustu ár. Verkið samanstendur af fimm
frumsömdum greinum eftir íslenskt
fræðafólk ásamt fjórum þýðingum á
greinum eftir þekkta erlenda fræðimenn
sem öll eiga það sameiginlegt að skrifa út
frá marxískri kenningahefð. Höfundar
sem eiga verk í bókinni eru Björn Þor-
steinsson, Anna Björk Einarsdóttir,
Steinar Orn Atlason, Ottó Másson, Við-
ar Þorsteinsson, Louis Althusser, Fredric
Jameson, Antonio Negri og Alain Badiou
og síðast en ekld síst Óttar M. Norðfjörð,
en lokakafli bókarinnar samanstendur af
marxískum klippimyndum eftir hann.
Um þýðingar og stutta inngangskafla um
erlendu höfundana sáu Egill Arnarson,
Magnús Þór Snæbjörnsson, Viðar Þor-
steinsson og Hjalti SnærÆgisson.
Eins og segir í formála ritstjóranna
Magnúsar Þórs og Viðars tengjast grein-
arnar „allar á einhvern hátt þeim rann-
sóknarskóla innan hug- og félagsvísinda
sem byggir á sögulegri efnishyggju Karls
Marx“ (bls. 7). Þeir Magnús Þór og Viðar
vísa síðan f bandaríska bókmenntafræð-
inginn Fredric Jameson, einn höfunda
þýddu greinanna í bókinni, en hann hefiir
nefnt fyrrnefndan rannsóknarskóla menn-
ingarmarxisma eða vestrœnan marxisma.
Magnús Þór og Viðar skilgreina þessa
kenningahefð á þann hátt að hún sé
fræðileg greiningaraðferð sem leitast
við að setja menningu og stjórnmál í
orsakalegt samhengi við þann efnislega
veruleika sem að baki býr: Alltumlykj-
andi veruleika auðmagnskerfisins sem
enn er í óðaönn að bylta samfélagshátt-
um um víða veröld (bls. 7).
I framhaldi afþessari skilgreiningu nefna
þeir að það sé einnig grundvallareinkenni
marxískrar fræðimennsku að markmið
fræðanna sé ekki aðeins að skoða og lýsa
heiminum heldur jafnframt að breyta
honum. Höfundar greinanna sem birtast
í bókinni Af marxisma skrifa sig inn í
þessa hefð pólitískrar, róttækrar fræði-
mennsku sem hcfur það að leiðarljósi að
gagnrýna ráðandi hugmyndafræði með
hliðsjón af efnahagslegu og félagslegu
réttlæti. Efnistök og umfjöllunarefni
greinanna eru margvísleg og ólík að
mörgu leyti en eiga það þó sameiginlegt
eins og Magnús Þór og Viðar benda á að
ákveðinn snertiflötur við marxismann er
ávallt til staðar.
í grein sinni „Framtíð frelsunarinnar -
Vandinn að erfa hið messíaníska loforð"
tekur Björn Þorsteinsson vofufræði Der-
rida til umfjöllunar. Vofufræðin kveður
meðal annars á um mikilvægi þess að
halda á lofti loforðinu um réttlæti og um
leið minnast þeirra sem í fortíð og framtíð
hafa verið beittir ranglæti, ekki einungis
þeirra sem eru nærverandi þá stundina.
Björn kynnir þá afstöðu Derrida að halda
beri tryggð við þetta loforð, það sé andi
hinnar marxísku gagnrýni sem neitar að
festast í verufræði marxisma sem byggist
á tvíhyggju veru og óveru. Björn gagn-
rýnir síðan þessar hugmyndir Derrida út
frá kenningum Agambens, Benjamins og
Zizeks. Niðurstaða Björns er sú að lcrafa
Derrida um að halda loforðinu hreinu og
ósnertu geri það að verkum að „byltingar-
víddin hefur augljóslega farið forgörðum"
(bls. 28) en þetta tengist því að Derrida
skortir að mati Björns „skilvirka kenn-
ingu um sjálfsveruna“ (bls. 30). Grein
Björns er yfirgripsmikil. Hún er góð,