Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 54
52
Vilhjálmur Arnason
við hugmyndum Kants og hafa þær til marks um þá hlið Upplýsingarinnar sem
nauðsynlegt sé að hafna til að hinn sanni gagnrýnisandi hennar nái að blómstra.
En sé það hugsun Foucault að fólk þurfi að brjótast út fyrir viðtekin mörk í því
skyni að skapa aukið rými fýrir einstaklingsfrelsið þá er vandséð hvernig hann
getur með góðu móti hafnað viðleitninni til að móta algildar siðareglur á borð við
mannréttindi sem hafa einmitt það hlutverk að vernda sh'k rými. Foucault virðist
líta svo á að algildishugmyndin feli í sér eitthvert gefið og kúgandi altækt innihald
að hætti miðaldakristni. Sé hugmyndin um algilt siðferði skilin í ljósi hfstíls eða
sjálfssköpunartækni, eins og Foucault talar um, fær hún á sig alræðisbrag þar sem
einstaklingar yrðu að lúta tilteknum fyrirmælum um hfsmáta.38 En ef við skilj-
um hana sem aðferð til þess að verja grundvallarhagsmuni allra borgara jafnt og
veita geðþóttamarkmiðum viðnám, þá birtist alhæfingarhugmyndin sem forsenda
skynsamlegs sjálfræðis og sanngirni.
5
Það er afar tvíbent þegar Foucault leitar til Forngrikkja eftir viðmiðum fagurfræði
tilvistarinnar og umhyggju sjálfsins. Aðalatriðið í fagurfræði tilvistarinnar til
forna samkvæmt lýsingu Foucault var að leita ekki viðmiða í fýrirmælum um
breytni heldur í sannleikanum um veruleikann og þeim lögmálum h'fshstarinnar
sem tóku mið af honum.39 Samkvæmt kenningu Platons laut sú hfernislist jafn-
afdráttarlausum reglum og til að mynda læknislist. Höfúðatriði í nútímalegri fag-
urfræði tilvistarinnar samkvæmt lýsingu Foucault er aftur á móti að brjótast út
fýrir þær takmarkanir sem á menn eru lagðar af félagslegum siðaboðum er hefta
frjálsa sjálfssköpun. Sú viðleitni er öðru fremur tilvistarlegt verkefni þar sem ein-
staldingar hefja sig yfir umhverfi sitt eða bjóða því birginn án nokkurrar vísunar
í siðferðileg viðmið. Einn túlkandi Foucault orðar þetta vel: „Hið fagurfræðilega
sjálfsframlag sem slíkt, burtséð frá siðferðilegu inntaki þess, virðist mynda eina
grundvöllinn að siðferði sjálfsins."40 Þetta er skiljanlegt að þeirri forsendu gefinni
að öll siðferðileg viðmið séu einber félagsleg siðaboð og að skynsamleg rökræða
um þau geri ekki annað en að leiða til meiri auðsveipni.
Vandi Foucault virðist meðal annars liggja í því að hann greinir ekki nægilega
vel á milli spurninganna „Með hvaða hætti skyldi maður takast á við verkefnið?"
og „Hver er tilgangur minn með viðleitninni, hvers konar lífi vil ég lifa?“41 Það
er vissulega mikilvægt að gera líf sitt að „viðfangsefni flókinnar og erfiðrar sköp-
unar“ og í því efni má læra mikið af Grikkjum til forna. En tilgangur þeirra var
ekki fagurfræðilegur í þeim skilningi sem Foucault lýsir - að ekki sé sagt spjátr-
ungslegur - eins og lífsmáti „dandýsins" (sem Foucault kallar svo eftir Baudelaire)
38 í þessu samhengi er athyglisvert að öndvcrt við Kant tekur útfærsla Sartres á alhæfingarhugmynd-
inni einmitt á sig þcssa mynd eins og þetta dæmi sýnir: „ef ég vil kvænast og eignast börn [...]
þá skuldbind ég þar með ekki aðeins sjáifan mig, heldur mannkynið allt til einkvænis" (Sartre,
Tilvistarstefnan er mannhyggja, bis. 8o).
39 Foucault: The Use of Pleasure, bls. 89.
40 Lois McNay: Foucault. A CriticalIntroduction (Cambridge: Polity Press 1994), bls. 160.
41 O’Leary: Foucault and the Art of Ethics, bls. 85.