Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 112
IIO
Sigríður Þorgeirsdóttir
honum. Vísindamaðurinn viðurkennir ekki að hugmyndum er miðlað alfarið í
gegnum líkama, og að kenndir líkamans eru auk þess „upphafsreitur skilningsins
í skynjun sinni á þessum heimi“.21 Með þessari fullyrðingu opnar Schopenhauer
fyrir sýn á hvernig vísindarannsóknir eru drifnar áfram af vilja, þ.e.a.s. af hvötum
og hagsmunum.22 Þetta byggir á þeirri skoðun að líkaminn sé í raun hinn stóri
sannleikur heimspekinnar (Kax’ áfyytjv) vegna þess að hann er í senn sjálf og
viðfang.23 Sjálfið upplifir líkama sinn fyrir tilstilli ímyndar (þ. Vorstellung) eins og
hlut meðal annarra hluta, en líka sem vilja. Sérhvert verk viljans er einnig hræring
líkamans. Athöfn viljans og hreyfing líkamans eru ekki sitt hvort ástandið, og
samkvæmt Schopenhauer er athöfn viljans ekki tengd hreyfingu h'kamans eins og
orsök afleiðingu. Þau eru einn og sami hluturinn en birtast einungis með óh'kum
hætti, annars vegar milliliðalaust, og hins vegar sem birtingarmynd fyrir skiln-
inginn. Þess vegna eru athafnir líkamans ekkert annað en hlutgerður vilji, það er
vilji sem hefur birst. Líkaminn er „hlutgerð viljans" (þ. Objektitdt des Willens).24
Viljinn og athöfnin eru það sama. Viljinn er ennfremur það sem Schopenhauer
kallaði „viljinn til h'fsins". Viljinn verður skilningnum aðgengilegur í reynslu af
eigin líkama, en hann birtist einnig í öllu lífi, lífrænu jafnt sem óhfrænu. Hann er
drifkraftur ahs sem er.
Heimspeki Schopenhauers um lífið er undir áhrifum af hugmynd Scheflings
um viljann í náttúrunni, en jafnframt því andmælir hún lífsskilningi í anda hug-
hyggjunnar sem byggir á lögmáli sem er handan lffsins sem náttúrulegs fyrirbær-
is. Það sem Schopenhauer gerði þess vegna með lögmáli sínu um lífið var að taka
frumspeki niður á jörðina, að staðsetja hana í lífinu sjálfú sem er náttúrulegt.
Natúralísk frumspeki hans, þ.e. kenning hans um lífið sem „vfljann til lífsins",
voru upphafsreitur fyrir lífheimspeki Nietzsches um viljann til valds.
Nietzsche: Líkaminn setn vilji til valds
I síðari verkum Nietzsches er viljinn til valds ekki skilgreindur sem frumspekileg-
ur frumkraftur h'kt og í heimspeki Schopenhauers. Nietzsche sér viljann til valds
að verki í öllu lífi, og hann leitast við að renna stoðum undir þann skilning með
því að leita fanga í náttúruvísindum eigin samtíma. Engu að síður er meginsönn-
unina fyrir viljanum til valds sem frumorku að finna í einstaklingnum sem býr yfir
sterkum og skilvirkum vilja til valds. Þetta er hinn sterki maður sem skapar sjálfan
sig h'kt og um listaverk sé að ræða. Vilji hans/hennar á sér markmið og hann hefur
þann kraft og sjálfsstjórn sem eru nauðsynleg til að yfirstíga hindranir á leið að
settum markmiðum.
Viljinn til valds er greinilegast að verki í reynslu einstaldinga af eigin vilja. Þess
vegna er helst unnt að henda reiður á viljanum til valds út frá mannlegri reynslu af
21 Sama stað.
22 Nietzsche heldur áfram á sömu nótum með hugleiðingum sínum um livernig vilji vísindamanna
til þekkingar og heimspekinga til sannleika er rekinn áfram af vilja til valds.
23 Sama rit, 146.