Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 13
Barnaheimspeki er rannsókn á möguleikum
ii
Hreinn: Það má kannski rétt vera. Ég hef ekki opnað hana í fleiri herrans ár, en
minn fókus var auðvitað fyrst og fremst á samræðufélagið, hvernig það þróaðist.
Róbert: Þetta er viðvarandi umræða, er það ekki, hvernig kennaramenntunin fer
fram?
Hreinn: Auðvitað eru margir veikir punktar í þessu öllu saman, en ég er enn á
þeirri skoðun að veikasti punkturinn sé kennaramenntunin.
Brynhildur: En ég held að það sé praktískt vandamál. Ég held að við vitum alveg
hvernig á að þjálfa kennara. Þeir þurfa reynslu og þeir þurfa að fá að tala um
reynslu sína við einhverja reyndari og í kennaramenntun hefur ekki verið svigrúm
fyrir það.
Róbert: Getur verið að kennaramenntunin sé ein af aðalástæðunum fyrir því að
barnaheimspeki hefur ekki náð enn meiri útbreiðslu á Islandi?
Hreinn: Jaaú. Ég held að kennaramenntunin sé hluti af því, en það er stunda-
skráin líka í grunnskólunum ... Sumir litu á það sem ákveðinn áfangasigur þegar
h'fsleiknin kom inn. Það minnir mig á það að þegar ég byrjaði með Heimspeki-
skólann þá sögðu sumir nemendur: „Þurfum við að kalla þetta heimspeki, getum
við ekki fundið eitthvert annað nafn á þetta, rökleikniskólann eða eitthvað?" Þetta
orð „heimspeki" hefur þessa áru í kringum sig að vera merkilegt með sig og það
var eins og nemendur fengju svolítið í hnén gagnvart þessu. Og svo þegar kemur
að lífsleikninni í námskránni þá hefði ég miklu frekar viljað sjá bara heimspeki í
hennar stað. Það er alveg borðleggjandi að markmiðin sem eru sett lífsleikninni
eru mjög heimspekileg í eðli sínu og auðveldast að ná þeim með heimspekinni.
Brynhildur: Þeim er auðveldlega náð í samræðufélagi.
Hreinn: En í staðinn þá er þetta frjálst spil. Það er bara komið undir hverjum og
einum hvaða aðferð er notuð eða hvort þú notar heimspeki yfirhöfuð til að nálgast
þessi heimspekilegu markmið. Það minnir mig sumpart á þennan fókus í kenn-
aramenntuninni. Það er eins og það vanti heildarsýn til lengri tíma.
Róbert: I skólana?
Hreinn: Já. Þetta var auðvitað niðurstaða Lipmans. Hann sagði heimspekilega
vídd vanta í allt heila draslið, ekki bara í framhaldsskólann, heldur frá upphafi
skólagöngu og upp úr. Þó að margt ágætt megi segja um heimspekina hér í Há-
skóla Islands held ég að það megi gera miklu betur í því að þjálfa þessa samræðu-
hhð á heimspekinni. En svo má á móti segja að þetta sé ekki hlutverk heim-
spekideildarinnar, hún sé ekkert í því að mennta heimspekinga fyrir skólakerfið.
Kennslufræðin eigi að sjá um þá hlið.
Brynhildur: En ef þú skoðar þá hvað er í gangi á Menntavísindasviði Háskóla
íslands, þá er þar alger skortur á heimspeki. Á Akureyri var þetta lengi vel skárra,
held ég, en ég held að kennararnir frá Akureyri hafi lent í alveg sama vandanum
þegar þeir komu út í skólana. Þar tekur við ný andstaða. Meira að segja þótt