Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 160
i58
Þóra Björg Sigurðardóttir
hugsunar sem myndar altækar hugmyndir."47 Þessar ósamsettu verur hafi síðan,
muni alltaf hafa og hafi alltaf haft til að bera lífræna líkama í hlutfalli við skynjun
þeirra og að fæðingin geri það aðeins að verkum að verundirnar birtist okkur
en dauðinn hylji okkur þær síðan. Þessi samræming Leibniz líkist einna helst
tveimur klukkum sem eru nákvæmlega samstilltar án þess að nokkurt samband sé
á milli verundanna því hvort um sig, sálin og líkaminn, hafa sín sérstöku lögmál
og „hvorugt verkar þar með á, eða hefur áhrif á hitt“. Þau áhrif eru síðan sköpuð,
eins og Damaris skilur tilgátu Leibniz,
af fyrirfram stilltri samhljóðan milli þessara verunda eins og um raun-
verulegt samband væri að ræða. Svo að h'kaminn sem hagar sér staðfastur
samkvæmt sínum eigin vélrænu lögmálum án þess að á því séu frávik
eða breytingar af völdum sálarinnar, er samt sem áður í samræmi við þær
ástríður og skynjanir sem sálin hefur. Og svipað gildir um sálina, þótt
hún stjórnist ekki af efnislegum hreyfingum, hefiir hún um leið og lík-
aminn aðhefst samkvæmt sínum vélrænu lögmálum sérstakar skynjanir
og háttbrigði sem undantekningarlaust svara til þeirra.48
*
Damaris og Elísabet fara svipaða leið í bréfum sínum. Þær spyrja spurninga,
endurtaka kenningar karlmannanna og biðja um að þær séu leiðréttar „fari þær
með fleipur". Um leið og þær leggja sig fram um að skilja heimspeki þeirra rétt
og virðast meðtaka viðteknar hugmyndir um kvenlega hógværð þá streitast þær
einnig á móti þeim. Andmæli þeirra einkennast af einu orði, og það er orðið en.
Damaris segir að hún heillist af samræminu í heimspeki Leibniz (og það hól
er ekki úr lausu lofti gripið því Leibniz hafði andstyggð á öllu ósamræmi)49 um
leið og hún er full efasemda um hina fyrirframstilltu samhljóðan, sérstaklega
vegna þess að ef sálin er sjálfri sér nóg þá sé efnislegum bkömum ofaukið í sköp-
unarverki Guðs.
En mér er það ekki enn ljóst að þetta sé annað og meira en tilgáta; því
vegir Guðs eru ekki takmarkaðir af hugmyndum okkar, og þótt við höfum
ekki skilning eða getum ekki gert okkur annað í hugarlund en eitthvað
eitt, þá leiðir ekki af því, að mínu mati, að við hljótum að trúa því að Guð
hafi valið sér að hafa þann hátt á. En slíka ályktun af fávisku okkar man
ég ekki betur en Malebranche (eða einhver annar kennismiður50) hafi
dregið til stuðnings tilefnisorsökum; en frá þeirri tilgátu, meðal annarra
undantekninga, held ég að sé ein sem ég get ekki séð (án þinnar hjálpar)
nema eigi hka við þína og varðar samsetningu h'kamans, þar sem öll þessi
47 Sama stað. Skáletrun mín.
48 Sama rit: 82-83.
49 Sama rit: 83; Henry Alexander Henrysson 2004: 20.
50 Hér á Damaris við heimspekinginn John Norris (1657-1711) sem var stundum kallaður hinn enski
Malbranche.