Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 89
Verufræöi listaverksins
8 7
af Mónu Lísu að færustxi sérfræðingar gætu ekki greint á milli hennar og frum-
myndarinnar, eftirmyndin gæti verið nákvœmlega eins, frumeind fyrir frumeind.
Ef svo væri gætum við haft eintak af Mónu Lísu, þ.e. hinni raunverulegu Mónu
Lísu, inni í stofunni heima hjá okkur, alveg eins og við getum í sömu stofu hlustað
á 9. sinfóníu Beethovens í fullkomnum hljómflutningstækjum.6
Gegn þessu mætti segja eftirfarandi. Við höfum mjög ríka tilfinningu fyrir því,
eins og bent var á að framan, að t.d. málverk sé einstakur efnishlutur, og þessi
tilfinning á djúpar rætur í heilbrigðri skynsemi. Ef einhver stæli Mónu Lísu úr
Louvrelistasafninu í París myndum við segja að hann sé að stela efnishlut, og ef
hann brenndi þennan hlut væri Móna Lísa ekki lengur til. Vissulega væru ennþá
til mjög nákvæmar upplýsingar um hana, um hvernig hún er efnislega samsett
o.s.frv. , en engu að síður hefðum við sterka tilhneigingu til að segja að listaverkið
Móna Lísa hefði verið eyðilagt.
Auk þess virðist listaverk eins og málverk vera tengt sterkum orsakarböndum við
skapara sinn, það er hami sem orsakar tilurð málverksins, hann skapar það, það
er nánast útfrymi úr honum. Þetta myndi tæpast eiga við um mjög nákvæmar
eftirlíkingar jafnvel eins og þær sem við ímynduðum okkur að framan. Því virðist
vera ströng andstaða, alla vega við fyrstu sýn, gegn þeirri hugmynd að málverk og
önnur myndlistarverk gætu haft sömu verufræðilegu stöðu og bókmennta- og
tónkstarverk.
Þá vil ég setja hér fram tvenn rök, sem skýrast e.t.v. betur í ljósi þess sem sagt
verður hér síðar. I fyrsta lagi eru myndkstarverk búin til úr efni, að minnsta kosti
1 þeim heimi sem við lifum í. Efnið býr yfir ýmsum eiginleikum sem við höfum
litla eða enga stjórn á. Þannig getur höggmynd úr marmara mótast af því hvernig
æðarnar í marmaranum liggja, og blæbrigði lita í málverki geta stjórnast af því
hvaða ktum kstamaðurinn hefur yfir að ráða, af efnafræðilegum eiginleikum lit-
anna. Listamaðurinn getur jafnvelleikið sér að þessum eiginleikum og notfært sér
þá í kstsköpun sinni. Þess vegna eru myndlistarverk einstakir efnishlutir í rúmi
°g tíma, engu síður en aðrir hlutir eins og steinar og bílar. I öðru lagi má nefna
að í bók sinni Individuals gælir P.F. Strawson við þá hugmynd að undirstöðuein-
ingar hlutlægs veruleika hljóti að vera efnishlutir.7 Hann ímyndar sér „hljóðheim“,
þ.e. heim þar sem eitthvert sjálf hefur ekki neina aðra reynslu en af hljóðum, og
sPyr hvort sk'kt sjálf geti gert sér samkvæma hugmynd um hlutlægan veruleika.
Niðurstaða Strawsons er ekki afgerandi, en þessi hugartikaun leiðir hugann að
því hvort efnishlutir í rúmi og tíma liggi ekki til grundvallar öðrum einingum
veruleikans.
Enn önnur rök má nefna gegn kenningunni að myndkstarverk sé einstakur
efnishlutur. R.G. Cokingwood andæfir nefnilega þessari kenningu,8 a.m.k. skv.
ákveðinni túlkun á hugmyndum hans, með tvennum rökum. I fyrsta lagi telur
hann að sköpunarkraftur sé nauðsynlegur til að skapa listaverk, andstætt fram-
leiðslu efnishlutar, og hann telur sköpunarkraft einnig nægilegan til sköpunar
7 Sbr. Currie (1998).
K Sjá Strawson (1959), 2. kafla, bls. 59-86.
Sjá Collingwood (1938), VII. kafla, §5. Sbr. einnig Scruton (1974)1 bls-161-167.