Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 39

Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 39
Fagurfrœði náttúrunnar 37 jarðfræðilegri þekkingu; það að vita hvernig skriðjökull skapaði fjörðinn sem ég stend við beinir athyglinni að þeim formum sem jökullinn skóp og fagurfræðileg- um eiginleikum þeirra.20 Með áherslu sinni á sögur sem beina athyglinni að skynrænum, fagurfræðileg- um eiginleikum náttúrunnar brúar Heyd á vissan hátt bilið milli vitrænna þátta og skynrænna þar sem sögur af náttúrunni eru jú viss tegund þekkingar, en á sama tíma er hlutverk þekkingarinnar að beina athyglinni að slcynjuninni. En handan brúarinnar er fylking náttúrufagurfræðinga sem eiga það sameiginlegt með Heyd að vilja auka rými skynjunar og tilfinninga í fagurfræðilegri upplifun og nú verður vikið nánar að þeim. III - Skynrœnar kenningar Eins og Heyd hafa margir náttúrufagurfræðingar bent á þann galla í kenn- ingu Carlsons að með áherslunni á vitræna þáttinn útiloki hann marga þætti fagurfræðilegrar upplifunar sem mörgum virðist augljóst að leiki þar mikilvægt hlutverk. Það sem sameinar þær margbreytilegu kenningar sem flokkast innan skynrænu fylkingarinnar er áherslan á alla þá þætti fagurfræðilegrar upplifunar sem byggja ekki á vitrænni þekkingu heldur á beinni skynjun skilningarvitanna og þeim tilfinningum og ímyndunarafli sem sú skynjun getur leitt til. Arnold Berleant er einn þeirra sem hafa nálgast fagurfræði náttúrunnar frá allt öðru sjónarhorni en Carlson. Hjá Berleant er það ekki þekkingin, heldur skynjunin og bein reynsla af náttúrufegurð, sem leikur meginhlutverk í fagurfræðilegri upp- lifun. Eins og hjá Heyd er það hið fagurfræðilega augnablik, þegar maður bragðar á víninu eða meðtekur listaverkið, sem skiptir öllu máli. Það er ekki það sem stendur á miðanum sem skilgreinir vínið eða listina. Berleant skilgreinir tvö and- stæð viðhorf í kenningum um fagurfræði: áhorfandaviðhorfið (e. spectator view) og þátttökuviðhorfið (e. aesthetic engagement) sem er grundvöllurinn í hans eigin hugmyndum um fagurfræðilega upplifun.21 Áhorfandaviðhorfið einkennist af langri vestrænni hefð fyrir því að aðgreina manninn frá náttúrunni. Maðurinn stendur fyrir utan náttúruna og varpar viðhorfum sínum og gildum á hana um leið og hann nefnir hana og skilgreinir. Áhorfandaviðhorfið tengist þannig þekk- ingarmiðuðu viðhorfi Carlsons því segja má að þegar upplifun af náttúrunni felst einkum í því að nefna, skilgreina og þekkja hana verður upplifunin ósjálfrátt áhorfandamiðuð, maðurinn stendur fyrir utan náttúruna á meðan hann varpar vísindalegum hugmyndum sínum á það sem hann sér. Auk þess að hafa þessa tengingu við viðhorf Carlsons tengir Berleant áhorfandaviðhorfið við kenningu Kants um hagsmunaleysi (e. disinterestedness). Að hans mati felst hagsmunaleysi 20 Yuriko Saito er með athyglisverða nálgun í grein sinni „Appreciating Nature in its Own Terms , Environmental Ethics 20 (1998), bls. 135-149. Hún telur, eins og Carlson, að vísindaleg þekking skipti máli í fagurfræðilegri upplifun, en það er ekki öll vísindaleg þekking, heldur sérstaklega jarðfræði og líffræði sem við sjáum í formlegum einkennum náttúrufýrirbæra. Það eru þessi formlegu einkenni sem við sjáum og skynjum sem segja „eigin sögu náttúrunnar. 21 A. Berleant. „On Judging Scenic Beauty“. http://www.autografF.com/berleant/pages/recentart6. html. Sótt 15.03.2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.