Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 182
i8o
Stefán Snœvarr
Lokaorð
Eg hóf þessa grein með því að kynna hugmynd mína um heimspekina sem mögu-
leikanda. Svo gerði ég stuttlega grein fyrir meginhugmyndum Freuds og rakti
kenningar ýmissa hugsuða um dulvitundina. Taldi kost og löst á þeim. Ég sagði að
Maclntyre hefði á réttu að standa þegar hann segir að ekki megi afgreiða dulvit-
undarhugtakið sem einfalda mótsögn, einnig er hann segir að þótt til séu dulvituð
fcrli er ekki þar með sagt að til sé dulvitund með stórum staf. En þessi ferli þurfa
ekki að líkjast því sem Freud hefði kallað „dulvituð ferU“.
Searle er líka á réttri braut þegar hann staðhæfir að hugræn ferli hljóti að geta
orðið meðvituð. Því eigi dulvituð ferli að geta orðið meðvituð enda séu þau hug-
ræn. En hann athugar ekki að meðvitund er stigsbundin, dulvitund kannski líka.
Þess utan er ekki alveg hægt að útiloka að Dennett hafi lög að mæla þegar hann
ber brigður á tilvist hins for- og dulvitaða. Svo kann Solms að vera nálægt sann-
leikanum, kannski er hægt að finna dulvitundinni stað í heilanum.
Að því búnu ræddi ég stuttlega kenningar Kjells S. Johannessen um „trún-
aðarþekkingu". Þá tók ég að kynna eigin pælingar og sagði að heimspeki og skáld-
skapur lékju mögu-leikinn og ættu það sammerkt með sálgreiningu að endurlýsa
og endurhugtaka veruleikann. Þá velti ég fyrir mér þeim möguleika að þekking
okkar á hugrænum ferlum sem vega salt milli með- og dulvitundar kunni að vera
þögul, vera „trúnaðarþekking". Séu dulvituð, hugræn ferli til á annað borð til þá eru
þau kannski best tjáð með listrænum hætti. Reyndar útiloka ég ekki að sálgrein-
ingin kunni að auka innsýn manna í sjálfa sig h'kt og listirnar og valda fró eins og
þær. Alla vega er sálgreining mjög umdeild og gildir slíkt hið sama um velflestar
gerðir sálrænna meðferða. Kannski er galdurinn sá að beita jafnt boðnarmálum
sem taugalíffræði til að lækna sálsjúka.
Hvort söngleikurinn um Rocky Horror, kvæði Davíðs, tónlist The Doors eða
þættirnir um Tony Soprano geti veitt hstræna fró skal ósagt látið.
Heimildir
Caws, Peter (2003): „Psychoanalysis as the idiosyncratic Science of the Individual
Subject", Psychoanalytical Psycho/ogy 20(4), bls. 618-634.
Davíð Stefánsson (1995): „Mamma ædar að reyna að sofna“, í Ritverk I. Reykjavík:
Vaka-Helgafell (upprunalega í Svörtum föðntm, útgefnum 1919).
Dennett, Daniel (1991): Consciousness Explained. New York: Litde, Brown and Co.
Freud, Sigmund (1960): Das Unbewufte. Schriften zur Psychoanalyse. Frankfurt a.M.:
S. Fischer Verlag.
Freud, Sigmund (1969): Drommetyding / (þýð.Trond Winje). Osló: Cappelen.
Freud, Sigmund (1970): Um sálgreiningu (þýð. Maia Sigurðardóttir). Reykjavík: HÍB.
Griinbaum, Adolf (1984): 7he Foundations of Psychoanalysis: A Philosophical Critique.
Berkeley: The University of California Press.
Johannessen, Kjell S. (1994): „Philosophy, Art and Intransitive Understanding" í Kjell
S. Johannessen, Knut-Olav Ámás og Rolf Larsen (ritstjórar), Wittgenstein and
Norway. Ósló: Solum, bls. 217-250.
Lakotta, Beate (2005): „Die Natur der Seele“, Dcr Spiegel, nr. 16 (18/4), bls. 176-189.