Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 192
190 Hlynur Orri Stefánsson
aranna hefur umræddur ósammælanleiki í för með sér að við slíkt val þarf að
styðjast við einfaldar valraðir - eða nytjaföll þar sem gildin endurspegla einungis
hvernig einstaklingur raðar kostum. Fræðileg umræða um hvernig byggja mætti
samfélagsval á einföldum valröðum fékk hins vegar skjótan endi á sjötta áratug
síðustu aldar þegar Kenneth Arrow sannaði að ekki sé hægt að samræma sh'kt val
forsendum sem þóttu bæði sjálfsagðar og saklausar.25
2.1. Samanburður með „hugvitssamlegri hluttekningii ‘
Heimspekingar og hagfræðingar hafa gert ýmsar tilraunir til að finna aðferðir
við að bera saman styrk langana mismunandi einstaklinga, meðal annars til að
komast hjá vandamálum á borð við þau sem minnst er á hér að ofan. Þekktasta
aðferðin er hklega sú sem John C. Harsanyi kallar „hugvitssamlega hluttekningu"
(e. imaginative empathy).2G Þegar við berum saman langanir og velferð tveggja
einstaklinga eigum við að sögn Harsanyis að ímynda okkur að við séum algjörlega
í þeirra sporum, þ.e. höföm gengið í gegnum það sem þeir hafa gengið í gegnum,
ahst upp í þeirra menningarheimi og höfom sömu menntun, smekk og sálrænu
grunngerð (c. psychologica/ make-up) og þeir. Því næst vih Harsanyi að við spyrjum
okkur, um hvorn þeirra fyrir sig, hvernig við myndum meta mismunandi kosti
og hversu vel þeir uppfyUtu langanir okkar ef við værum raunverulega í þeirra
sporum. Hugmyndin er sem sagt sú að við útvíkkum það svið reynsluþekkingar
sem samanburðurinn byggir á, þannig að það nái yfir orsakir langana (þ.e. sögu
einstaldings, menninguna sem hefor mótað hann, sálfræðUega grunngerð hans
o.s.frv.) en ekki bara þær langanir sem bornar eru saman. Þann mun sem er á
löngunum manna má nefnilega skýra með vísan til ákveðins orsakasamhengis
sem t.d. framfarir í sálfræði og taugafræði geta gert okkur kleift að skilja, segir
Harsanyi, og þar af leiðandi er fræðilega séð ekkert sem kemur í veg fyrir að hægt
sé að byggja samanburð á löngunum og velferð fólks á hlutlægum staðreyndum
sem við uppgötvum með reynslu.27
Ljóst er að þessi aðferð við að bera saman velferð er miklum vandkvæðum háð.
Og þrátt fyrir að aðferðin hafi verið smíðuð sem tilraun til að sýna að hægt sé
að bera saman gildi úr vNM-nytjaföUum óh'kra einstaklinga - þ.e. styrk langana
þeirra - virðist eina leiðin til að gera aðferðina skynsamlega vera að túlka hana
sem tilraun til að bera saman hvernig tveimur einstaklingum líður. Hægt er að
25 Kenneth Arrow, Social Cboice and Individuat Values. Sjá einnig umfjöllun hjá Amartya Sen,
Collective Choice and Social Welfare og eins grein Sen „Tlie Possibility of Social Choice“, TheAm-
erican Economic Review 89 (3/1999). Ómöguleikasetning (e. impossibility theorem) Arrows segir
í sem stystu máli að einstaklingar sem mynda hóp geti haft langanir sem eru þannig að standi
hópurinn frammi fyrir vali á milli a.m.k. þriggja kosta, er ekki hægt að raða kostunum í samræmi
við langanir einstaklinganna og á sama tíma uppfylla eftirfarandi skilyrði: («) ef allir í hópnum
raða * ofar y ætti hópurinn einnig að raða * ofar y, (b) það hvernig liópurinn metur einn kost í
samanburði við annan ætti að ráðast alfarið af því hvernig einstaklingarnir meta þessa tvo kosti
hvern í samanburði við annan; (c) enginn innan hópsins ætti að vera alráður í þeim skilningi að
hópurinn raðar undir öllum kringumstæðum kostum í samræmi við það sem þessi einstaklingur
vill.
26 John C. Harsanyi, „Morality and tlie Theory of Rational Behavior“, Socia/ Research 44 (4/1977):
638.
27 John C. Harsanyi, „Cardinal Welfare, Individualistic Ethics, and Interpersonal Comparisons of
Utility", The JoumalofPolitical Economy 63 (4/1955), 318-319.