Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 63
Leikur, list og merking
61
um stað víkur hann að gagnrýni heimspekingsins og stærðfræðingsins Gottlobs
Frege á formhyggjumenn í hópi stærðfræðinga:
Vissulega, vildi maður segja, fjallar stærðfræði ekki um strik á blaði.
Hugmynd Freges mætti orða svona: Staðhæfingar stærðfræðinnar væru
dauðar og gersamlega óforvitnilegar, ef þær væru bara samsetningur af
strikum, en á hinn bóginn hafa þær bersýnilega til að bera eins konar líf.
Og saiua væri auðvitað hægt að segja um allar staðhæfingar: An skiln-
ings, eða án hugsunarinnar, yrðu staðhæfingar gersamlega dauður og lít-
ilsverður hlutur. Og ennfremur virðist ljóst að ekki er hægt að blása lífi í
staðhæfinguna með því að bæta lífvana táknum við hana.7
Wittgenstein segir síðan:
En ef við ættum að nefna eitthvað sem er h'f táknsins myndum við þurfa
að segja að það væri notkun þess.8
Wittgenstein beinir athygli okkar hér að atriði sem í raun er sáraeinfalt og ætti
að vera augljóst, nefnilega því að það er ekki sjálfgefið að tákn, t.d. tákn í texta sem
fjallar um stærðfræði (eða skjaldbökuskeljatala í leikskríni) hafi yfirleitt eitthvert
h'f. Wittgenstein heldur síðan áfram og segir að það sem gefi táknum h'f sé notkun
þeirra. Þetta þýðir að táknin öðlast ekki líf af eigin rammleik.
Á íslensku er stundum talað um að orð séu dauður bókstafur. Það á vel við um
þessa hugsun Wittgensteins og líka um vandræði Málfríðar með leikfongin sem
gátu verið dauð þannig að blása þurfti í þau lífi, og það gerðist í leik með öðrum
þar sem þau gátu fengið viðeigandi hlutverk. Ein og sér eru leikfongin dauðir
hlutir og svo grípa menn til þess að reyna að blása lífi í leikföng með því að hafa
nóg af þeim, eins og Málfríður lýsir líka.
En nú er hrúgað upp leikföngum á leikföng ofan og öllum leiðast þau,
og þau eru brennd og þau eru skemmd viljandi, og hatast við þau af
vilhmennsku, og engum þykir neitt þeirra fallegt framar, og svo mikið
er umkomuleysi leikfanga nú á tímum, að vandséð er hvort þau eru til,
og ekki laðast að þeim einn einasti draumur, skáldskapur er þeim fjarri,
ekkert fagurt orð verður um þau haft.9
Þegar Málfríður segir að umkomuleysi leikfanga sé sh'kt að það sé vandséð
hvort þau geti yfirleitt talist vera til, þá er hún ekki einungis að segja að leikföngin
hafi tapað merkingu sinni, félagslegri eða náttúrulegri (eins og Dewey orðaði
það), heldur að þau hafi nánast tapað mættinum til að vakna til lífsins. Leikfang
er hlutur sem bíður eftir því að í hann sé lögð merking, að í hann sé blásið fifi.
7 Ludwig Wittgenstein, Bláa bókiti, íslensk þýðing eftir Þorberg Þórsson, Hið íslenzka bókmennta-
félag, Reykjavík, 1998, bls. 76.
Sama stað.
Málfríður Einarsdóttir, Samastaður í tilverunni, bls. 40.