Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 80
78
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
við að fegurðarupplifiinin ætti að vera algerlega fjarlæg og laus við löngun heldur
fælist í slíkri upplifun ákveðin tilraun til þess að leyfa hlutunum að vera eins og
þeir eru. Það að „leyfa-að-vera“ (e. letting-be) felur í sér að vera opin fyrir viðfang-
inu og tengslum við það, og í þessu viðhorfi liggur kjarni fegurðarinnar: ,„,Með
þeirri þátttöku og opnun sem fylgir því að leyfa að vera“, segir Heidegger, „kemur
viðfangið í fyrsta skipti upp á yfirborðið sem hreint viðfang og slík birting er hið
fagra. Orðið „fagur“ þýðir birting í ljóma slíkrar komu upp á yfirborðið““.15
Johnson heldur áfram með samlíkinguna á milli fagurfræðilegrar þrár eða ástar
á fegurð og ástarþrár eða ástar á öðrum manneskjum. I báðum tilfellum er um að
ræða þrá sem felur í sér umhyggju og löngun til að vernda; í báðum tilfellum er
um að ræða þá jákvæðu þrá sem rædd var hér að ofan, sem felur ekki í sér löngun
til að hlutgera, stjórna og komast yfir heldur löngun til að opna sig fyrir viðfang-
inu og „leyfa því að vera“. Þriðja samlíkingin sem Johnson gerir tengist tjáningu
og þeirri mótsögn sem felst í því að ást og fegurð eru ekki vitsmunaleg hugtök en
krefjast á sama tíma tjáningar.
Til þess að leysa þessa mótsögn leitar Johnson aftur í smiðju Merleau-Ponty
og finnur þar hugtakið skynsöm hugmynd (e. sensible idea). Islensku orðin skynsöm
eða rfywsamleg henta hér vel, en þó í annarri merkingu en gert er ráð fyrir í hefð-
bundinni notkun orðanna. Hjá Merleau-Ponty lýsir hugtakið skynsöm hugmynd
því hvernig ákveðin vídd þeirrar þekkingar sem við búum yfir er ekki vitsmunaleg
í þeim skilningi að samanstanda af fulfyrðingum sem við getum tjáð með orð-
um og rökum. Þessi þekking, þessar skynsömu hugmyndir sem við höfum, liggja
dýpra í huganum, eru tengdari h'kamanum og skynjuninni; Johnson notar orðin
að hafa tilfinningu jyrir einhverju (e. have a feelfor): „Við höfum tilfinningu fyr-
ir sambandi eða persónuleika eða fyrir ákveðnum Ustamanni og stíl, sem þýðir
að við höfum sérstaklega ræktaða næmni“.16 Þessi næmni er einskonar for-vits-
munaleg þekking f.pre-intellcctual knowing) og að mati Johnsons eiga ást og feg-
urð það sameiginlegt að vera dæmi um skynsamar hugmyndir sem við þekkjum
með hjartanu en ekki með rökhugsuninni.
Fjórða og síðasta samlíkingin snýr að því að bæði þegar kemur að ást og fegurð
upplifum við að sleppa takinu á sjálfum okkur (e. dispossession oftheself). Johnson
nefnir tónlist sem annað dæmi um skynsamar hugmyndir sem varpa ljósi á þetta:
þegar hljóðfæraleikarinn leikur sónötuna er það ekki lengur hann sem framleiðir
tónlistina heldur nær tónlistin valdi yfir honum, hann sleppir takinu og leyfir
tónlistinni að leiða sig áfram. Það sama gerist þegar við upplifum ást eða fegurð;
við sleppum takinu og leyfum ástinni eða fegurðinni að taka yfir og hafa áhrif á
sjálfið.
Með þessum hætti tekst Johnson að draga upp allt aðra mynd af fegurð og
tengslum hennar við fagurfræðilega þrá og tilfinningar en gert er ráð fyrir í hinni
hefðbundnu hugmynd um hagsmunalausa fegurð sem er laus við alla þrá. I stað
þess að fegurðarþrá snúist um að skilja að vitund og viðfang, komast yfir viðfangið
15 Sama rit, bls. 160. Johnson vísar hér í: Martin Heidegger. 1991. Nieízsche. 1. bindi, The Willto Power
asArt. Þýtt af David Farrell Krcll. San Francisco: Harper Collins. Bls. 110.
u Sama rit, bls. 162.