Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 171
Freud og dulvitundin (oglistin)
169
Freud lýsir mannskepnunni eins og gufiikatli, dulvitundin býr til lokið. Mann-
inum má líka líkja við ísjaka, vitundin sé sá tíundi hluti sem ofansjávar er, dulvit-
undin sá hluti sem neðansjávar er, ósýnilegur. Auk þess talar Freud um forvitaða
þekkingu sem við séum ekki alltaf meðvituð um. Eg er ekki síhugsandi um síma-
númer frænku minnar en man það yfirleitt ef á þarf að halda, tek það úr forðabúri
forvitundarinnar.
Orð á borð við „dulvitund" eru orðin hluti af daglegu máli, oft notuð af fólki
sem ekki hefur minnstu hugmynd um uppruna þeirra. En h'klega hefiir Richard
O’Brian haft pata af þessum uppruna þegar hann samdi rokkóperuna Rocky Horror
Show. Þar lætur hann Rocky syngja „my libido has not been controlled" í laginu
Sword ofDamocles. „Líbídó" er eitt meginorða Freuds, orð sem táknar eins konar
lífs- eða kynorku sem allir menn hafi ákveðinn skammt af, orku sem leitar útrásar
með ýmsum hætti. Hjá kornabörnum tengist orkan helst munninum, þau totta
móðurbrjóst eins og þau ættu lífið að leysa, sognautn þeirra er fyrsta birtingarmynd
kynnautnar. Nýmálga börn beina sjónum að saur sínum, nautnin við að hægja sér er
önnur birtingarmynd kynnautnarinnar. Svo tekur hin eiginlega kynhvöt við þegar
barnið verður kynþroska.
Við notum drjúgan hluta lífs okkar í að bæla líbídó-orkuna eða finna henni
farveg og það án þess að vita af því. Dulvitundin sér um þetta fyrir okkur enda
dugnaðarskepna, stöðugt að starfa.
Davíð Stefánsson hefiir líklega eitthvað þekkt til Freuds þegar hann yrkir um
þrá „sem aðeins í draumheimum uppfyllast má“ (Davíð 1995: 41). Freud segir
nefnilega að draumar séu þeirrar náttúru að vera uppfylling þráa en þar sem
þrárnar séu oft þess eðlis að dreymandinn vilji ekkert af þeim vita sér dulvitundin
um að þær birtist í táknrænu líki. Þrár, langanir og óskir eiga sér rætur í líbídóinu,
orkuveitunni miklu.
Jim Morrison, söngvarinn í hljómsveitinni Doors, hefur líklega heyrt Freuds
getið, jafnvel lesið hann. Því hann syngur einhvers staðar um löngun til að drepa
föður og sænga með móður. Hann heykist reyndar á að segja hið síðastnefnda
beinum orðum enda ríkir bannhelgi um þrár af þessu tagi. Freud talaði um Ödip-
usarduld. Frá barnsaldri þrái karlmenn að deyða föður sinn og hafa mökvið móð-
ur sína eins og sést á því að piltbörn segja oft „þegar ég verð stór ætla ég að giftast
þér, mamma mín“. Afbrýði í garð föðurins valdi svo því að smástrákar segjast vilja
föður sinn feigan. En þetta eru hættulegar langanir, hvað ef faðirinn bregst við
þessu með því að vana soninn? Þess vegna tekur dulvitundin í taumana og bælir
þennan anga h'bídósins. Stúlkur hafi hliðstæða duld, Elektruduldina, þær óski
þess innst inni að þær gætu stútað mömmu gömlu og gert það með pabba sínum.
Þá löngun þarf h'ka að bæla, ef þessum duldum er ekki haldið í skeþum er voðinn
dags yfirlit yfir kenningar hans má finna í Stafford-Clark (1965). Skýra greiningu á hugtakinu um
dulvitund er að finna í Maclntyre (1958). Freud gerir skipulega og skarplega grein fyrir hugmynd-
um sínum um dulvitundina í Freud (1960): 7-40. Hann kynnir svo hvatakenningu sína í Freud
(1960): 41-61, og kenninguna um bælingu hvata í Freud (1960): 63-75. Hann setti fram kenn-
inguna um drauma og draumaráðningar í Freud (1969), kenninguna um ok siðmenningarinnar
í Freud (1960): 340-415. Þetta eru mínar aðalheimiídir fyrir því sem sagt er í þessum almenna
kynningarkafla.