Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 42

Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 42
4o Guðbjörg R. Jóhannesdóttir um snýst fagurfræðileg upplifun um mat, skynjun, tilfinningar, ímyndunarafl og hugsun.27 Hann viðurkennir þannig bæði þátt þekkingar og tilfinninga/skynjunar og miðlar á milli vitrænna og skynrænna kenninga. Hepburn vill ekki útiloka þátt þekkingar í fagurfræðilegri upplifun en hann hefur annars konar þekkingu í huga en Carlson og hann ætlar henni líka annað hlutverk. Samkvæmt Hepburn er ferli fagurfræðilegrar upplifunar þannig að fyrst kemur upp í hugann sú þekking sem við teljum okkur hafa á viðfangi fagurfræðilegu upplifunarinnar; hugsanir og fullyrðingar. Þessar hugsanir eru ekki endilega með- vitaðar eða settar í orð á því augnabliki, þær eru tengdari tilfinningum og skynjun en meðvitaðri rökhugsun. Stundum er hægt að tjá þessar hugsanir og tilfinningar með orðum og rökum eftir á, eða í gegnum aðra miðla eins og tónlist eða mynd- list sem margir telja að miðli þekkingu rétt eins og orðin. Kenning Hepburns er því á vissan hátt vitræn, en í stað þess að færa rök fyrir að þekking sé frumskilyrði fagurfræðilegrar upplifunar telur hann þekkingu frekar vera hluta a/upplifuninni. Þekkingin getur bæði haft það hlutverk að hafa áhrif á tilfinningarnar og ímynd- unaraflið og hún getur líka orðið niðurstaða upplifunarinnar frekar en upphaf hennar. I grein sinni „Landslag og hið frumspekilega ímyndunarafl" fjallar hann nánar um þennan þátt þekkingar í fagurfræðilegri upplifun; þegar upplifunin leiðir til þekkingar á frumspekilegum hugmyndum um samband okkar við nátt- úruna og alheiminn. I huga Hepburns er fagurfræðileg upplifun „lagskipt"; hún nær yfir allt frá upplifun á hinu einstaka til þess almenna: „frá því einstaka - klettum, steinum, laufblöðum, skýjum, skuggum - til þess almenna, þess hvernig við skynjum heim- inn í heild sinni“.28 Samkvæmt honum snýr fagurfræðileg upplifun í fyrsta lagi að hreinni skynjun á litum, formum, hljóðum og lykt; í öðru lagi felst hún í að hugtaka hlutina og setja í samhengi; í þriðja lagi felst hún í að skynja ákveðið and- rúmsloft eða tilfinningu (t.d. að finnast ský vera ógnandi); og í fjórða lagi getur fagurfræðileg upplifun falist í því að skynja hvernig hlutirnir eru „í raun og veru“. Þetta gerist þegar við skynjum fegurð eða eiginleika sem virðast vísa í einhvern stærri og meiri kraft sem okkur skortir orð eða skýr hugtök til þess að lýsa. Þetta síðastnefnda „lag“ fagurfræðilegrar upplifunar kallar Hcpburn hið frumspekilega ímyndunarafl sem hjálpar okkur að túlka og ákvarða eins konar heildarupplifun af landslagi; að „túlka sem...“, eða „sjá sem...“. Þetta frumspekilega ímyndunarafl hjálpar okkur að setja heildarreynsluna í samhengi,það snýr ekki að hinu einstaka augnabliki eða eiginleika, heldur að hinu almenna andrúmslofti og þeim frum- spekilegu hugleiðingum sem það vekur. Hið frumspekilega ímyndunarafl getur birst á mismunandi hátt. Hepburn tekur dæmi af landslagsupplifun að snemms- umri: 27 Cheryl Foster, Holmes Rolston og Ronald Moore leitast einnig við að sameina þætti vitrænna og skynrænna kenninga. Sjá Foster: „Hie Narrative and the Ambient in Environmental Aesthetics“, Moore: „Appreciating Natural Beauty as Natural" og Rolston: „Tlie Aesthetic Experience of Forests" í The Aeslhelics of Natural Environments. Ritstýrt af A. Bcrleant og A. Carlson. 2004. Broadview Press. 28 R.W. Hepburn. 2004. „Landscape and the Metaphysical Imagination" í The Aesthetics of Natural Environments. Ritstýrt af A. Berleant og A. Carlson. Broadview Press. Bls 127.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.