Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 53
Höggmyndir og gimsteinar
5i
syndajátningin færist yfir á svið læknavísindanna). Þau lögmál sem áður höfðu
verið réttlætt að utan og ofan öðluðust nú réttlætingu að neðan og innan, ef
svo má segja, úr grunni nútímalegrar manneðlisfræði. Algild slcynsemislögmál
mannsins sjálfs voru sett í öndvegi Upplýsingarinnar sem batt trúss sitt við fram-
gang vísindalegrar hugsunar er skyldi frelsa einstaklinga undan ólögmætum yfir-
ráðum. Þar með skópust forsendur þess að „normalísasjónin" eða reglubindingin
yrði sjálfsskaparvíti fremur en ytri undirokun því að hin siðferðilega sjálfsvera
lýtur þeim lögmálum sem samræmast hennar eigin skynsemi. Sjálfsaginn felst
þannig í að lúta fræðilega ígrunduðum og vísindalega útlistuðum skynsemislög-
málum sem hneppa hann í nýjar, „lýðræðislegar" viðjar. Þessar viðjar eru að því
leyti varasamari en hinar fyrri að þær birtast ekki sem ytri yfirráð heldur sem
endurspeglun skynsemiseðlis mannsins.Með því að leitast sjálfviljugur við að lifa
í samræmi við þessi lögmál, og öðlast þar með frelsi skynsemisverunnar sem lýtur
eigin lögmálum, verða einstaklingarnir auðsveipir samverkamenn í að viðhalda
þeim valdatengslum og skapa það félagslega taumhald sem er inntak hinna nýju
yfirráða.33
Við höfum nú dregið fram meginástæður þess að Foucault hafnar nútímalegri
siðfræði og leitar í sjóð Forngrikkja eftir hugmyndum um þá siðfræði sem hann
kennir við fagurfræði tilvistarinnar. Foucault segist raunar ekki hafna Upplýs-
ingunni heldur einungis þeirri tilhneigingu að byggja gagnrýni á hefðbundin
yfirráð á frumspekilegum skynsemisgrundvelli sem setji umbyltingunni tiltekin
siðferðileg mörk og viðhaldi þar með þeim viðjum sem haldi aftur af möguleikum
manna til látlausrar sjálfssköpunar. Foucault kýs einmitt að beina gagnrýni sinni
að þessum mörkum: „gagnrýni á það sem við erum er í senn söguleg gagnrýni á
þær takmarkanir sem okkur eru settar og tilraun til að komast út yfir þær“.34 Sé
Upplýsingin skilin sem hugsjón frelsunar undan hefðbundnum kreddum og yfir-
ráðum þá má sjá siðfræði Foucault sjálfa sem „tilraun til að endurvekja neistann í
þessari hugsjón Upplýsingarinnar“.35
Sköpunarhugtakið skiptir máli í þessu sambandi því að Foucault sér tengsl
sjálfsins við sjálfið h'kt og samband hstamanns við sköpunarverk sitt. Við höfum
vanist því að skilgreina hstsköpun út frá framleiðslutengslum verka og hstamanns.
,,En hvers vegna gæti ekki líf hvers og eins orðið hstaverk?“,36 spyr Foucault. Ljóst
má vera að slík sköpun getur ekki byggt á neinni algildri viðmiðun því að rétt-
nefnd sköpunarverk einstaldinga eiga sér engin fyrirframskilgreind takmörk.
„Mig hryllir við tilhugsuninni um leit að siðferði sem alhr gætu fallist á, í þeim
skilningi að öllum bæri að hlíta því“, skrifar Foucault.’' Hann myndi því hrylla
Sjá t.d. Foucault: Alstei, vald ogþekking. Úrval greina og bókarkajia, Garðar Baldvinsson ritstj.
(Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Islands 2005).
34 Foucault: „Hvað er upplýsing?“,Torfi H.Tulinius þýddi, Sktmir (haust 1993), bls. 404.
35 Timothy O’Leary: Foucauit and the Art of Ethics (London: Continuum 2002), bls. 5.
36 Foucault: „On the Genealogy of Etliics: An Overview of Work in Progress", Michel Foucault:
Beyond Structuralism and Hermeneutics, Hubert Dreyfiis og Paul Rabinow ritstj. (Chicago: Tlie
University of Chicago Press 1983), bls. 229-252, hér bls. 250.
37 Foucault: „'ilie Concern for Truth“, viðtal við Franfois Ewald, ensk þýðing J. Johnston, Foucault
Live: CollectedInterviews, /961-/984, Sylvére Lotringer ritstj. (New York: Semiotext(e) 1996), bls.
263.