Hugur - 01.06.2010, Side 23

Hugur - 01.06.2010, Side 23
Barnaheimspeki er rannsókn á möguleikum 21 Hreinn: Það er það en ég tek líka fram að það verður að taka alla þessa hópa á þeirra eigin forsendum. Það er ekki til nein formúla þannig að ég geti tímasett hvað gerist í þessari viku og næstu viku, þetta er mismunandi eftir mismunandi hópum. Brynhildur: Ég er sammála þessu. Ég hef oft verið með tvo samhliða hópa yfir veturinn í Garðaskóla og oftar en ekki hafa þeir verið algerar andstæður. Til dæmis hefur það nokkrum sinnum gerst að annar hópurinn fer ofboðslega vel af stað. Þar eru málglaðir, hressir krakk- ar með skýrar skoðanir og eru alveg til í slaginn. Svo þegar fer að líða nær jólum er eins og þetta detti niður, það verður engin framvinda og þau fara að verða leið. Þannig að þau fara af stað af miklum krafti og svo kemur deyfð í áhugann þannig að þau ná ekki upp neinu spennandi. A meðan fór hinn hópurinn hægt af stað af því þar eru feimnir krakkar eða eitthvað óöryggi í gangi. Um jólin eru þau komin af stað. Mjög oft hefur mér fundist hóparnir skiptast þannig á. Hreinn: Mér finnst að það séu þrír hópar í öllum hópum: það eru þessir sem eru til baka, það eru þeir sem eru á miðjunni og það eru þessir framfærnu. Og það er jafnmikill lærdómur fólginn í því fyrir þessa framfærnu að aga sig og hætta að vera svona frekir til fjörsins í hópnum og það er fyrir hina, þessa sem eru til baka, að taka þátt í þessu. Stundum finnst manni eins og maður sé með pott og það sé verið að halda lokinu ofan á suðunni þegar það er verið að halda aftur af þessum framfærnu. Brynhildur: Málglaði hópurinn finnur til sín strax þannig að þeir nemendur eru ekkert að fara út fyrir sitt öryggissvæði og það er lítið nám í gangi. Þau bara fara af stað og allt gengur vel og er skemmtilegt. Hin detta út fyrir öryggissvæðið til að byrja með og þess vegna gengur hægar og vantar eitthvað spúnk í hópinn. En þegar maður er með lokið og segir: „Þú átt eftir að læra eitthvað, það er ekki nóg að tala bara rosalega hátt og mikið“, þá náttúrlega endar það með því að ég ýti þessum krakka út fyrir öryggissvæðið sitt. Þá kemur deyfð og óöryggi og þá er rót á hópnum, orkan fer í að reyna að búa til nýjan vana. Róbert: Ertu að segja að það sé erfiðara að aga þá sem eru framhleypnir? Brynhildur: Nei, nei, það er ekkert erfiðara. Ég er að segja að það þarf að gera ráð fyrir öllum þremur þáttunum og maður þarf að gera ráð fyrir að starfið í hópnum muni ganga í bylgjum. Það munu vera tímabil þar sem allt gengur vel, af því að nemendur finna styrkleika sinn og finna að þeir eru að læra eitthvað, og svo koma tímabil þar sem áskoranirnar eru meira áberandi. Hreinn: Og svo er enn eitt í þessu sem er að upplifun kennarans og nemandans
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.