Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 23
Barnaheimspeki er rannsókn á möguleikum
21
Hreinn: Það er það en ég tek líka fram
að það verður að taka alla þessa hópa á
þeirra eigin forsendum. Það er ekki til
nein formúla þannig að ég geti tímasett
hvað gerist í þessari viku og næstu viku,
þetta er mismunandi eftir mismunandi
hópum.
Brynhildur: Ég er sammála þessu. Ég
hef oft verið með tvo samhliða hópa
yfir veturinn í Garðaskóla og oftar en
ekki hafa þeir verið algerar andstæður.
Til dæmis hefur það nokkrum sinnum
gerst að annar hópurinn fer ofboðslega vel af stað. Þar eru málglaðir, hressir krakk-
ar með skýrar skoðanir og eru alveg til í slaginn. Svo þegar fer að líða nær jólum
er eins og þetta detti niður, það verður engin framvinda og þau fara að verða leið.
Þannig að þau fara af stað af miklum krafti og svo kemur deyfð í áhugann þannig
að þau ná ekki upp neinu spennandi. A meðan fór hinn hópurinn hægt af stað af
því þar eru feimnir krakkar eða eitthvað óöryggi í gangi. Um jólin eru þau komin
af stað. Mjög oft hefur mér fundist hóparnir skiptast þannig á.
Hreinn: Mér finnst að það séu þrír hópar í öllum hópum: það eru þessir sem eru
til baka, það eru þeir sem eru á miðjunni og það eru þessir framfærnu. Og það
er jafnmikill lærdómur fólginn í því fyrir þessa framfærnu að aga sig og hætta að
vera svona frekir til fjörsins í hópnum og það er fyrir hina, þessa sem eru til baka,
að taka þátt í þessu. Stundum finnst manni eins og maður sé með pott og það sé
verið að halda lokinu ofan á suðunni þegar það er verið að halda aftur af þessum
framfærnu.
Brynhildur: Málglaði hópurinn finnur til sín strax þannig að þeir nemendur eru
ekkert að fara út fyrir sitt öryggissvæði og það er lítið nám í gangi. Þau bara fara
af stað og allt gengur vel og er skemmtilegt. Hin detta út fyrir öryggissvæðið til
að byrja með og þess vegna gengur hægar og vantar eitthvað spúnk í hópinn. En
þegar maður er með lokið og segir: „Þú átt eftir að læra eitthvað, það er ekki nóg
að tala bara rosalega hátt og mikið“, þá náttúrlega endar það með því að ég ýti
þessum krakka út fyrir öryggissvæðið sitt. Þá kemur deyfð og óöryggi og þá er rót
á hópnum, orkan fer í að reyna að búa til nýjan vana.
Róbert: Ertu að segja að það sé erfiðara að aga þá sem eru framhleypnir?
Brynhildur: Nei, nei, það er ekkert erfiðara. Ég er að segja að það þarf að gera ráð
fyrir öllum þremur þáttunum og maður þarf að gera ráð fyrir að starfið í hópnum
muni ganga í bylgjum. Það munu vera tímabil þar sem allt gengur vel, af því að
nemendur finna styrkleika sinn og finna að þeir eru að læra eitthvað, og svo koma
tímabil þar sem áskoranirnar eru meira áberandi.
Hreinn: Og svo er enn eitt í þessu sem er að upplifun kennarans og nemandans